Beinagrindur frá Namibíu í skattaskjólsskápum Sigurjón Þórðarson skrifar 15. maí 2023 08:01 Einhver auðugustu fiskimið heims eru innan efnahagslögsögu Íslands. Fiskimiðin eru sameign þjóðarinnar. Þjóðkjörnir fulltrúar hafa komið því þannig fyrir nú um stundir að aðeins örfáir aðilar fá að nýta fiskimiðin, ef frá er talið það litla brot sem ætlað er til strandveiða, um 1 prósent af heildarkökunni. Ástæðan fyrir því að strandveiðikerfið var sett á, var sú að Mannréttindanefnd Sameinuðu Þjóðanna gaf út álit þar sem fram kom að íslenska kvótakerfið bryti í bága við grundvallar mannréttindi, þ.e. jafnræði og atvinnufrelsi. Stjórnvöld gáfu það svar að strandveiðikerfið væri fyrsta skref stjórnvalda við að koma á móts við álitið. Þeir sem halda á bróðurpartinum af kökunni og mynda samtökin SFS, hafa beint spjótum sínum að strandveiðum með afar ómálefnalegum hætti og m.a. haldið því fram að það felsist efnahagslegur fórnarkostnaður og orðspors- og markaðsáhætta í strandveiðakerfinu. Þessi málflutningur SFS stenst enga skoðun, þar sem frjáls markaður metur afla dagróðrabáta mun verðmætari en vikugamlan togarafisk. Það að SFS nefni orðsporsáhættu af völdum strandveiða sýnir dómgreindarbrest hjá aðilum sem eru með beinagrindur frá Namibíu í skattaskjólsskápnum. Stjórnvöld sýna fyrirtækjum innan SFS mikinn sveigjanleika. Fyrirtækjunum er leyft að flytja drjúgan hluta aflaheimilda á milli ára, breyta veiðiheimildum úr einni tegund í aðra, landa ákveðnum hluta afla utan aflamarks [1], fyrirtækin hafa rúma nýtingaprósentu á vinnsluskipum, fá „frelsi“ til að vigta eigin afla og endurvigta veginn afla. Hvernig sem á það er litið, þá úthlutar ríkisstjórnin fyrirtækjum SFS svo teigjanlegar veiðiheimildir að allur afli strandveiðibáta bliknar í samanburði. Vissulega hef ég skilning á því að SFS böðlist áfram fyrir sínu, en hætt er við því þegar sá stóri fer fram með ósæmilegum hætti gegn hinum smáa, að það snúist á endanum gegn SFS. Á hinn bóginn er ekki nokkur leið að skilja framgöngu matvælaráðherra og stjórnkerfisins sem virðast dansa efir línu SFS. Á sama tíma og matvælaráðherra skutlar frumvörpum inn á þingið um aukinn sveigjanleika fyrir SFS t.d. til þess að flytja gríðarlegt magn aflaheimilda á milli ára, þá er ekki hægt að skilja Svandísi Svavarsdóttur með öðrum hætti, en að hún telji hendur sínar algerlega bundnar þegar kemur er að strandveiðum! Sama má segja um afstöðu Fiskistofu sem leggst gegn því að sambærilegar reglur gildi um vigtun á strandveiðiafla og annars afla á Íslandsmiðum – Hvers vegna ætli það sé? Það sem kórónar vitleysuna er að Hafró virðist taka þátt í eineltinu, en það skýtur óneitanlega skökku við að á sama tíma og stofnunin setur kíkinn fyrir blinda augað þegar komið er að löndun gríðarlegs magns utan kvóta, vigtarhagræðingum, flutningi á aflamarki á milli ára eða hvað þá að breyta veiðiheimildum úr einni fisktegund í allt aðra, að þá sé látið í veðri vaka að ráðgjöfin geti farið á hliðina ef hliðrað er til fyrir strandveiðibáta. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. [1] Þ.e. ef hann fer í Verkefnasjóð sjávarútvegsins, svokallaður VS afli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Flokkur fólksins Sigurjón Þórðarson Mest lesið Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Nærandi ferðaþjónusta Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Einhver auðugustu fiskimið heims eru innan efnahagslögsögu Íslands. Fiskimiðin eru sameign þjóðarinnar. Þjóðkjörnir fulltrúar hafa komið því þannig fyrir nú um stundir að aðeins örfáir aðilar fá að nýta fiskimiðin, ef frá er talið það litla brot sem ætlað er til strandveiða, um 1 prósent af heildarkökunni. Ástæðan fyrir því að strandveiðikerfið var sett á, var sú að Mannréttindanefnd Sameinuðu Þjóðanna gaf út álit þar sem fram kom að íslenska kvótakerfið bryti í bága við grundvallar mannréttindi, þ.e. jafnræði og atvinnufrelsi. Stjórnvöld gáfu það svar að strandveiðikerfið væri fyrsta skref stjórnvalda við að koma á móts við álitið. Þeir sem halda á bróðurpartinum af kökunni og mynda samtökin SFS, hafa beint spjótum sínum að strandveiðum með afar ómálefnalegum hætti og m.a. haldið því fram að það felsist efnahagslegur fórnarkostnaður og orðspors- og markaðsáhætta í strandveiðakerfinu. Þessi málflutningur SFS stenst enga skoðun, þar sem frjáls markaður metur afla dagróðrabáta mun verðmætari en vikugamlan togarafisk. Það að SFS nefni orðsporsáhættu af völdum strandveiða sýnir dómgreindarbrest hjá aðilum sem eru með beinagrindur frá Namibíu í skattaskjólsskápnum. Stjórnvöld sýna fyrirtækjum innan SFS mikinn sveigjanleika. Fyrirtækjunum er leyft að flytja drjúgan hluta aflaheimilda á milli ára, breyta veiðiheimildum úr einni tegund í aðra, landa ákveðnum hluta afla utan aflamarks [1], fyrirtækin hafa rúma nýtingaprósentu á vinnsluskipum, fá „frelsi“ til að vigta eigin afla og endurvigta veginn afla. Hvernig sem á það er litið, þá úthlutar ríkisstjórnin fyrirtækjum SFS svo teigjanlegar veiðiheimildir að allur afli strandveiðibáta bliknar í samanburði. Vissulega hef ég skilning á því að SFS böðlist áfram fyrir sínu, en hætt er við því þegar sá stóri fer fram með ósæmilegum hætti gegn hinum smáa, að það snúist á endanum gegn SFS. Á hinn bóginn er ekki nokkur leið að skilja framgöngu matvælaráðherra og stjórnkerfisins sem virðast dansa efir línu SFS. Á sama tíma og matvælaráðherra skutlar frumvörpum inn á þingið um aukinn sveigjanleika fyrir SFS t.d. til þess að flytja gríðarlegt magn aflaheimilda á milli ára, þá er ekki hægt að skilja Svandísi Svavarsdóttur með öðrum hætti, en að hún telji hendur sínar algerlega bundnar þegar kemur er að strandveiðum! Sama má segja um afstöðu Fiskistofu sem leggst gegn því að sambærilegar reglur gildi um vigtun á strandveiðiafla og annars afla á Íslandsmiðum – Hvers vegna ætli það sé? Það sem kórónar vitleysuna er að Hafró virðist taka þátt í eineltinu, en það skýtur óneitanlega skökku við að á sama tíma og stofnunin setur kíkinn fyrir blinda augað þegar komið er að löndun gríðarlegs magns utan kvóta, vigtarhagræðingum, flutningi á aflamarki á milli ára eða hvað þá að breyta veiðiheimildum úr einni fisktegund í allt aðra, að þá sé látið í veðri vaka að ráðgjöfin geti farið á hliðina ef hliðrað er til fyrir strandveiðibáta. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. [1] Þ.e. ef hann fer í Verkefnasjóð sjávarútvegsins, svokallaður VS afli.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun