Starfsfólkið himinlifandi með breytinguna Máni Snær Þorláksson skrifar 17. maí 2023 19:13 Leifur og Tommi, eigendur GG sport, telja að styttri opnunartími sé skref í rétta átt. Aðsend Eigendur útivistarverslunarinnar GG sport hafa ákveðið að stytta opnunartíma sinn og loka verslunum sínum klukkan 17. Fylgja þeir þar með fordæmi fleiri verslunareigenda sem hafa tekið svipuð skref. Annar eigendanna segir starfsfólk verslunarinnar vera himinlifandi með breytinguna. „Í rauninni erum við fyrst og fremst að gera þetta fyrir starfsfólkið okkar, númer eitt, tvö og þrjú. Ég held að það sé bara hluti af því að eiga flott fyrirtæki að það sé líka flott fyrirtæki til að starfa í. Maður verður að eiga framtíð líka þar sem maður er að vinna,“ segir Leifur Dam Leifsson, annar eigenda GG sport, í samtali við fréttastofu. Leifur og Tómas Jón Sigmundsson, hinn eigandi GG sport, greindu frá því á Facebook-síðu verslunarinnar í gær að frá og með næstu mánaðarmótum myndi verslunin loka klukkan 17 í stað 18 eins og áður. Umræðan um styttri opnunartíma verslana hafi ýtt þeim í að breyta opnunartímanum hjá sér. Leifur segir opnunartíma leikskóla, styttingu vinnuvikunnar og síðast en ekki síst samverustundir starfsfólks með fjölskyldunni hafa vegið gríðarlega þungt í þessari ákvörðun. „Ég held að með þessu skrefi séum við frekar að leiðrétta heldur en hitt. Ég held að með sérverslanir eins og okkar, það sé bara barns síns tíma að vera með opið fram eftir öllu og allir séu komnir heim klukkan hálf sjö. Það skapar óþarfa álag fyrir þá sem eru að vinna á þessum tíma.“ Þá hvetur Leifur fleiri sérverslanir til að fylgja fordæminu: „Við verðum náttúrulega bara að hugsa um okkur en ég trúi því að aðrar verslanir muni skoða þetta mjög alvarlega. Vonandi verður þetta til þess að fleiri sigli með í kjölfarið. Ég svo sannarlega skora á sérverslanir, og sérstaklega útivistarbúðir í sama geira og við, að skoða þessi mál alvarlega.“ Leifur Dam Leifsson, annar eigenda GG sport, skorar á fleiri sérverslanir að fylgja fordæmi þeirra.Vísir/Vilhelm Starfsfólkið ánægt og meiri stöðugleiki Einhverjir eigendur gætu haft áhyggjur af áhrifum sem styttri opnunartími geti haft á hagnað verslunarinnar en Leifur er ekki hræddur við slíkt. Þeir eigi stöndugt og gott fyrirtæki sem rekið er með góðum hagnaði á hverju ári. „Ég tel svo að fjárfesting í fólkinu okkar vegur virkilega þungt og ef við værum að hugsa svoleiðis að við séum að tapa einhverri veltu þá held ég að við séum að kasta krónunni fyrir aurinn, ekki spurning.“ Þá telur hann að þessi breyting eigi eftir að skapa miklu meiri stöðugleika fyrir verslunina. „Ef þú einbeitir þér að því að búa til flott fyrirtæki sem þú ert stoltur af þá hefur alltaf hitt komið af sjálfu sér og það mun svo sannarlega gera það.“ Er starfsfólk verslunarinnar ánægt með þessa breytingu? „Já veistu það, starfsfólkið er himinlifandi. Við sendum þeim tilkynningu og það var bara knús og kossar þegar við mættum í vinnuna á mánudaginn. Svo auglýstum við þetta í gær og ég er algjörlega orðlaus yfir viðbrögðunum. Ég get ekki séð annað en að fólk sé ánægt með þetta, ég finn bara fyrir meðbyr og ég er alveg sannfærður um að þetta sé skref í rétta átt.“ Verslun Vinnumarkaður Reykjavík Tengdar fréttir Forstjóri S4S segir að breyta þurfi opnunartímum verslana Forstjóri S4S segir að kominn sé tími til að breyta opnunartíma verslana. Erfitt sé að halda fólki í verslunarstörfum og taka þurfi mið af styttingu vinnuvikunnar í verslunum. Ný kynslóð lifi ekki til að vinna heldur öfugt. 11. maí 2023 15:14 Mest lesið Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
„Í rauninni erum við fyrst og fremst að gera þetta fyrir starfsfólkið okkar, númer eitt, tvö og þrjú. Ég held að það sé bara hluti af því að eiga flott fyrirtæki að það sé líka flott fyrirtæki til að starfa í. Maður verður að eiga framtíð líka þar sem maður er að vinna,“ segir Leifur Dam Leifsson, annar eigenda GG sport, í samtali við fréttastofu. Leifur og Tómas Jón Sigmundsson, hinn eigandi GG sport, greindu frá því á Facebook-síðu verslunarinnar í gær að frá og með næstu mánaðarmótum myndi verslunin loka klukkan 17 í stað 18 eins og áður. Umræðan um styttri opnunartíma verslana hafi ýtt þeim í að breyta opnunartímanum hjá sér. Leifur segir opnunartíma leikskóla, styttingu vinnuvikunnar og síðast en ekki síst samverustundir starfsfólks með fjölskyldunni hafa vegið gríðarlega þungt í þessari ákvörðun. „Ég held að með þessu skrefi séum við frekar að leiðrétta heldur en hitt. Ég held að með sérverslanir eins og okkar, það sé bara barns síns tíma að vera með opið fram eftir öllu og allir séu komnir heim klukkan hálf sjö. Það skapar óþarfa álag fyrir þá sem eru að vinna á þessum tíma.“ Þá hvetur Leifur fleiri sérverslanir til að fylgja fordæminu: „Við verðum náttúrulega bara að hugsa um okkur en ég trúi því að aðrar verslanir muni skoða þetta mjög alvarlega. Vonandi verður þetta til þess að fleiri sigli með í kjölfarið. Ég svo sannarlega skora á sérverslanir, og sérstaklega útivistarbúðir í sama geira og við, að skoða þessi mál alvarlega.“ Leifur Dam Leifsson, annar eigenda GG sport, skorar á fleiri sérverslanir að fylgja fordæmi þeirra.Vísir/Vilhelm Starfsfólkið ánægt og meiri stöðugleiki Einhverjir eigendur gætu haft áhyggjur af áhrifum sem styttri opnunartími geti haft á hagnað verslunarinnar en Leifur er ekki hræddur við slíkt. Þeir eigi stöndugt og gott fyrirtæki sem rekið er með góðum hagnaði á hverju ári. „Ég tel svo að fjárfesting í fólkinu okkar vegur virkilega þungt og ef við værum að hugsa svoleiðis að við séum að tapa einhverri veltu þá held ég að við séum að kasta krónunni fyrir aurinn, ekki spurning.“ Þá telur hann að þessi breyting eigi eftir að skapa miklu meiri stöðugleika fyrir verslunina. „Ef þú einbeitir þér að því að búa til flott fyrirtæki sem þú ert stoltur af þá hefur alltaf hitt komið af sjálfu sér og það mun svo sannarlega gera það.“ Er starfsfólk verslunarinnar ánægt með þessa breytingu? „Já veistu það, starfsfólkið er himinlifandi. Við sendum þeim tilkynningu og það var bara knús og kossar þegar við mættum í vinnuna á mánudaginn. Svo auglýstum við þetta í gær og ég er algjörlega orðlaus yfir viðbrögðunum. Ég get ekki séð annað en að fólk sé ánægt með þetta, ég finn bara fyrir meðbyr og ég er alveg sannfærður um að þetta sé skref í rétta átt.“
Verslun Vinnumarkaður Reykjavík Tengdar fréttir Forstjóri S4S segir að breyta þurfi opnunartímum verslana Forstjóri S4S segir að kominn sé tími til að breyta opnunartíma verslana. Erfitt sé að halda fólki í verslunarstörfum og taka þurfi mið af styttingu vinnuvikunnar í verslunum. Ný kynslóð lifi ekki til að vinna heldur öfugt. 11. maí 2023 15:14 Mest lesið Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Forstjóri S4S segir að breyta þurfi opnunartímum verslana Forstjóri S4S segir að kominn sé tími til að breyta opnunartíma verslana. Erfitt sé að halda fólki í verslunarstörfum og taka þurfi mið af styttingu vinnuvikunnar í verslunum. Ný kynslóð lifi ekki til að vinna heldur öfugt. 11. maí 2023 15:14
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur