Djöflaeyjan, raunveruleikaþáttur í boði ríkisstjórnar Tómas Ellert Tómasson skrifar 22. maí 2023 08:01 Allflestir íslendingar kunna þríleik Einars Kárasonar um Djöflaeyjuna, Gulleyjuna og Fyrirheitna landið utanbókar. Þríleikurinn sem öllu jöfnu er nefnd Djöflaeyjan er nýtt sem kennsluefni í skólum, hún sviðsett í áhuga- sem og atvinnuleikhúsum og auk þess hefur verið gerð um hana bíómynd. Bækur, leikrit og bíómynd sem slegið hafa öll vinsældamet. Á tímum þverrandi vinsælda ríkisstjórnarinnar hefur hún nú brugðið á það ráð að blása til raunveruleikaþáttar þar sem þemað er Djöflaeyjan. Til þess að raunveruleikaþátturinn geti orðið að veruleika eru nú í bígerð breytingar á skipulags- og byggingarlöggjöf. Breytingar sem hafa fengið vægast sagt dræmar undirtektir hjá flestum sveitarfélögum og hagsmunasamtökum. Í umsögnum þeirra segir m.a. að breytingarnar séu til þess gerðar að búa til gettó, að þær séu á kostnað jaðarsettra einstaklinga og að þær breytingar sem varða heilbrigðis og hollustuhætti, auk öryggisþátta séu ekki taldar ásættanlegar. Þrátt fyrir þessar dræmu undirtektir hagsmunaaðila að þá ætlar ríkisstjórnin að þrýsta þessum breytingum á skipulags- og byggingarlöggjöf í gegnum kerfið svo reisa megi m.a. Thulekamp, fyrir fimmtán hundruð hælisleitendur. Hvort þessi ráðahagur ríkisstjórnarinnar beri þann ávöxt að vinsældir við hana aukist skal ósagt látið en ljóst er að á næstunni munum við almenningur fá að fylgjast með og komast í snertingu við daglegt líf fólksins í Thulekampi. Daglegu lífi fólks sem á að heyra sögunni til og ekki vera efni í raunveruleikaþátt á tuttugustu og fyrstu öldinni. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í sveitarfélaginu Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Byggingariðnaður Skipulag Tómas Ellert Tómasson Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Allflestir íslendingar kunna þríleik Einars Kárasonar um Djöflaeyjuna, Gulleyjuna og Fyrirheitna landið utanbókar. Þríleikurinn sem öllu jöfnu er nefnd Djöflaeyjan er nýtt sem kennsluefni í skólum, hún sviðsett í áhuga- sem og atvinnuleikhúsum og auk þess hefur verið gerð um hana bíómynd. Bækur, leikrit og bíómynd sem slegið hafa öll vinsældamet. Á tímum þverrandi vinsælda ríkisstjórnarinnar hefur hún nú brugðið á það ráð að blása til raunveruleikaþáttar þar sem þemað er Djöflaeyjan. Til þess að raunveruleikaþátturinn geti orðið að veruleika eru nú í bígerð breytingar á skipulags- og byggingarlöggjöf. Breytingar sem hafa fengið vægast sagt dræmar undirtektir hjá flestum sveitarfélögum og hagsmunasamtökum. Í umsögnum þeirra segir m.a. að breytingarnar séu til þess gerðar að búa til gettó, að þær séu á kostnað jaðarsettra einstaklinga og að þær breytingar sem varða heilbrigðis og hollustuhætti, auk öryggisþátta séu ekki taldar ásættanlegar. Þrátt fyrir þessar dræmu undirtektir hagsmunaaðila að þá ætlar ríkisstjórnin að þrýsta þessum breytingum á skipulags- og byggingarlöggjöf í gegnum kerfið svo reisa megi m.a. Thulekamp, fyrir fimmtán hundruð hælisleitendur. Hvort þessi ráðahagur ríkisstjórnarinnar beri þann ávöxt að vinsældir við hana aukist skal ósagt látið en ljóst er að á næstunni munum við almenningur fá að fylgjast með og komast í snertingu við daglegt líf fólksins í Thulekampi. Daglegu lífi fólks sem á að heyra sögunni til og ekki vera efni í raunveruleikaþátt á tuttugustu og fyrstu öldinni. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í sveitarfélaginu Árborg.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun