Ráðherra verður við áskorun þingmanns og ljósmóður Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. maí 2023 16:15 Willum varð við áskorun Jóhanns og ætlar að leggja til að heimaþjónusta ljósmæðra verði veitt nýjum foreldrum og börnum óháð því hve lengi þau dvöldu á fæðingarstofnun. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra ætlar að leggja til að heimaþjónusta ljósmæðra verði veitt nýjum foreldrum og börnum óháð því hve lengi þau dvöldu á fæðingarstofnun. Þetta kemur fram í svari ráðherra við fyrirspurn Jóhanns Páls Jóhannssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, sem hvatti ráðherra til að hafa forgöngu um slíka breytingu í óundirbúnum fyrirspurnatíma fyrr í vor. Sagði enga heimavitjun fyrir þær fjölskyldur sem helst þyrftu „Samkvæmt rammasamningi milli Sjúkratrygginga Íslands og ljósmæðra fellur rétturinn til heimavitjunar niður ef foreldrar og barn þurfa af einhverjum ástæðum að vera lengur en 72 klukkustundir á fæðingardeild. Þetta er svo öfugsnúið vegna þess að það eru einmitt þessar fjölskyldur sem þurfa kannski mest á þessari þjónustu að halda,“ sagði í fyrirspurn Jóhanns Páls í il heilbrigðisráðherra þann 13. mars síðastliðinn. „Er ráðherra sammála mér, ljósmæðrum og okkur jafnaðarmönnum um að heimavitjun ljósmæðra eigi að vera fyrir alla foreldra, en ekki bara suma? Og megum við ekki treysta því, herra forseti, að hæstv. ráðherra búi þannig um hnútana að svo verði?,“ spurði Jóhann enn fremur. Willum boðar breytingar Heilbrigðisráðherra þakkaði þingmanninum fyrir ábendinguna og sagðist ætla að skoða málið. Í kjölfarið birtist grein eftir Emmu Marie Swift, ljósmóður á Fæðingarheimili Reykjavíkur og lektor við Háskóla Íslands, þar sem hún hvatti ráðherra eindregið til að ráðast í umrædda breytingu og verða við áskorun þingmannsins. „Ég skora á heilbrigðisráðherra að bregðast við fyrirspurn Jóhanns Páls og leiðrétta þessa mismunun á réttindum og aðstæðum nýrra foreldra á Íslandi,“ skrifaði hún í grein sem birtist á Vísi í apríl. Nú hefur ráðherra svarað skriflegri fyrirspurn þingmannsins um sama efni og staðfest að hann hyggist verða við áskoruninni. „Heimaþjónusta ljósmæðra í sængurlegu hefur þróast síðustu 25 ár í gegnum þennan samning, stuðlað að faglegri og öruggri þjónustu í sængurlegu í heimahúsi og leitt til styttingar sængurlegu á fæðingarstofnunum og fækkunar endurinnlagna sængurkvenna og barna þeirra,“ segir í svari ráðherra sem bætir við: „Til áframhaldandi þróunar þjónustunnar mun ráðherra leggja til breytingu á gildandi samningi þannig að aðgengi sængurkvenna og fjölskyldna þeirra að þjónustunni verði óháð lengd sængurlegu á stofnun, enda hafi málefnalegar ástæður legið að baki seinkun útskriftar.“ Alþingi Fæðingarorlof Heilbrigðismál Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Þetta kemur fram í svari ráðherra við fyrirspurn Jóhanns Páls Jóhannssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, sem hvatti ráðherra til að hafa forgöngu um slíka breytingu í óundirbúnum fyrirspurnatíma fyrr í vor. Sagði enga heimavitjun fyrir þær fjölskyldur sem helst þyrftu „Samkvæmt rammasamningi milli Sjúkratrygginga Íslands og ljósmæðra fellur rétturinn til heimavitjunar niður ef foreldrar og barn þurfa af einhverjum ástæðum að vera lengur en 72 klukkustundir á fæðingardeild. Þetta er svo öfugsnúið vegna þess að það eru einmitt þessar fjölskyldur sem þurfa kannski mest á þessari þjónustu að halda,“ sagði í fyrirspurn Jóhanns Páls í il heilbrigðisráðherra þann 13. mars síðastliðinn. „Er ráðherra sammála mér, ljósmæðrum og okkur jafnaðarmönnum um að heimavitjun ljósmæðra eigi að vera fyrir alla foreldra, en ekki bara suma? Og megum við ekki treysta því, herra forseti, að hæstv. ráðherra búi þannig um hnútana að svo verði?,“ spurði Jóhann enn fremur. Willum boðar breytingar Heilbrigðisráðherra þakkaði þingmanninum fyrir ábendinguna og sagðist ætla að skoða málið. Í kjölfarið birtist grein eftir Emmu Marie Swift, ljósmóður á Fæðingarheimili Reykjavíkur og lektor við Háskóla Íslands, þar sem hún hvatti ráðherra eindregið til að ráðast í umrædda breytingu og verða við áskorun þingmannsins. „Ég skora á heilbrigðisráðherra að bregðast við fyrirspurn Jóhanns Páls og leiðrétta þessa mismunun á réttindum og aðstæðum nýrra foreldra á Íslandi,“ skrifaði hún í grein sem birtist á Vísi í apríl. Nú hefur ráðherra svarað skriflegri fyrirspurn þingmannsins um sama efni og staðfest að hann hyggist verða við áskoruninni. „Heimaþjónusta ljósmæðra í sængurlegu hefur þróast síðustu 25 ár í gegnum þennan samning, stuðlað að faglegri og öruggri þjónustu í sængurlegu í heimahúsi og leitt til styttingar sængurlegu á fæðingarstofnunum og fækkunar endurinnlagna sængurkvenna og barna þeirra,“ segir í svari ráðherra sem bætir við: „Til áframhaldandi þróunar þjónustunnar mun ráðherra leggja til breytingu á gildandi samningi þannig að aðgengi sængurkvenna og fjölskyldna þeirra að þjónustunni verði óháð lengd sængurlegu á stofnun, enda hafi málefnalegar ástæður legið að baki seinkun útskriftar.“
Alþingi Fæðingarorlof Heilbrigðismál Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira