Á Íslandi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabbamein Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar 26. maí 2023 15:00 Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum. Lífsstílstengdar krabbameinsforvarnir skipta máli, þær eru árangursríkar. Þegar tóbaksvarnir eru ræddar á alþjóðavísu er oft horft til Íslands. Í dag sjáum við svart á hvítu áhrif öflugra tóbaksvarna, sem nú skila sér í lækkuðu nýgengi og dánartíðni af völdum lungnakrabbameina. Þessar öflugu tóbaksvarnir skila sér nú, áratugum eftir mjög metnaðarfullar, samstilltar aðgerðir Krabbameinsfélagsins og stjórnvalda; mjög mikla fræðslu, verðhækkanir, sýnileikabann, bann við reykingum og fleira og fleira. Þegar horft er í baksýnisspegilinn er ekki hægt annað en að fyllast aðdáun yfir þeim kjarki og framsýni sem ráðamenn sýndu og létu verkin tala. Mótbyrinn var áreiðanlega bæði mikill og úr mörgum áttum og líklega bökuðu þessir aðilar sér óvild margra með aðgerðunum. Núna eru þó fáir eða engir sem vildu hverfa til fyrra horfs. Umræða um forvarnir og aðgerðir til að vinna að betri lýðheilsu snýst oft yfir í tal um forræðishyggju og að verið sé að trufla markaðinn. Jafnvel er talað um afdalamennsku og afturhaldssemi. Það er einfaldlega útúrsnúningur. Með því að setja lýðheilsu og forvarnir í forgang er einmitt verið að vinna út frá nýjustu þekkingu að því að bæta lífskjör þjóðarinnar. Engin lögmál segja að markaðurinn skuli alltaf koma fyrst. Lög um tóbaksvarnir voru fyrst og fremst mjög afdrifarík lýðheilsuaðgerð sem hafa bjargað fjölda mannslífa. Er ekki tímabært að setja heilsu þjóðarinnar í fyrsta sæti? Strangt til tekið geta flestar ákvarðanir okkar í daglegu lífi ýmist aukið líkurnar á krabbameinum eða dregið úr þeim. Þær lífsvenjur sem hafa hvað mest áhrif í jákvæða átt eru að reykja ekki eða neyta tóbaks í öðru formi, borða hollan mat í hæfilegu magni, þar á meðal ríkulega af grænmeti, ávöxtum og heilkorna matvælum, stunda reglubundna hreyfingu, sporna gegn mikilli líkamsþyngd, neyta áfengis í hófi eða sleppa því, sinna sólarvörnum og nýta boð í skimanir fyrir krabbameinum. Margt spilar inn í ákvarðanatöku okkar í daglegu lífi, ekki síst ytri aðstæður, umhverfið sem við búum við. Við tökum ákvarðanir sjaldnast skipulega og yfirvegað heldur nánast án umhugsunar út frá umhverfinu sem litast mjög af áhrifum markaðsaflanna sem umlykja okkur öllum stundum. Úrval, aðgengi, verð og framsetning til dæmis hollra og óhollra matvæla auk áfengis hefur áhrif á innkaup og neyslu þessara vara sem svo hafa neikvæð eða jákvæð áhrif á heilsufar fólks. Endanlegar ákvarðanir eru auðvitað einstaklinganna sjálfra en ábyrgð stjórnvalda er líka gríðarstór því með ákveðnum aðgerðum geta þau haft áhrif sem stýra fólki frekar í átt að því að taka heilsusamlegar ákvarðanir. Stjórnvöld geta með sinni forgangsröðun og ákvörðunum, sköttum, ívilnunum og lagasetningu raunverulega haft gríðarleg áhrif á lýðheilsu og meðal annars dregið úr fjölda krabbameinstilvika. Þegar lýðheilsustefna var samþykkt á Alþingi í júní 2021, voru það orð ráðherra að í allri áætlanagerð og stefnumótun ætti að taka tillit til lýðheilsusjónarmiða. Það vill gleymast eins og sést á endurtekinni umræðu á Alþingi um aukið aðgengi að áfengi en er alltaf hægt að rifja upp. Áhrif fyrirtækja eru líka mikil og geta verið mjög jákvæð gagnvart lýðheilsu. Flest fyrirtæki í dag vilja sýna samfélagslega ábyrgð og sú ábyrgð getur sannarlega snúið að lýðheilsumálum. Til að fækka krabbameinstilvikum þarf að taka höndum saman. Krabbameinsfélagið hvetur alla til að kynna sér áhættuþætti krabbameina og gera það sem hægt er að gera til að draga úr áhættu. Félagið hvetur stjórnvöld sérstaklega til dáða; að sýna kjark sinn í verki, þannig að lýðheilsa og forvarnir hafi forgang í áætlanagerð og stefnumótun og stefna stjórnvalda og aðgerðir miði að því að auðvelda fólki að taka heilsueflandi ákvarðanir í daglegu lífi. Félagið hvetur einnig fyrirtækin í landinu til að sýna samfélagslega ábyrgð í verki og vinna að metnaðarfullum markmiðum sem miða að bættri lýðheilsu. Með samstilltu átaki getum við bætt lýðheilsu þjóðarinnar og fækkað krabbameinum. Á heimasíðu Krabbameinsfélagsins má sjá upplýsingar um áhættuþætti krabbameina og lífsstíl sem dregur úr krabbameinsáhættu. Nú stendur yfir evrópska krabbameinsvikan (European week against cancer). Þá vekja evrópsk krabbameinsfélög athygli á ýmsum þáttum sem skipta máli í því marghliða verkefni sem krabbamein er. Höfundur er sjúkraþjálfari og lýðheilsufræðingur og teymisstjóri fræðslu og forvarna hjá Krabbameinsfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Sjá meira
Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum. Lífsstílstengdar krabbameinsforvarnir skipta máli, þær eru árangursríkar. Þegar tóbaksvarnir eru ræddar á alþjóðavísu er oft horft til Íslands. Í dag sjáum við svart á hvítu áhrif öflugra tóbaksvarna, sem nú skila sér í lækkuðu nýgengi og dánartíðni af völdum lungnakrabbameina. Þessar öflugu tóbaksvarnir skila sér nú, áratugum eftir mjög metnaðarfullar, samstilltar aðgerðir Krabbameinsfélagsins og stjórnvalda; mjög mikla fræðslu, verðhækkanir, sýnileikabann, bann við reykingum og fleira og fleira. Þegar horft er í baksýnisspegilinn er ekki hægt annað en að fyllast aðdáun yfir þeim kjarki og framsýni sem ráðamenn sýndu og létu verkin tala. Mótbyrinn var áreiðanlega bæði mikill og úr mörgum áttum og líklega bökuðu þessir aðilar sér óvild margra með aðgerðunum. Núna eru þó fáir eða engir sem vildu hverfa til fyrra horfs. Umræða um forvarnir og aðgerðir til að vinna að betri lýðheilsu snýst oft yfir í tal um forræðishyggju og að verið sé að trufla markaðinn. Jafnvel er talað um afdalamennsku og afturhaldssemi. Það er einfaldlega útúrsnúningur. Með því að setja lýðheilsu og forvarnir í forgang er einmitt verið að vinna út frá nýjustu þekkingu að því að bæta lífskjör þjóðarinnar. Engin lögmál segja að markaðurinn skuli alltaf koma fyrst. Lög um tóbaksvarnir voru fyrst og fremst mjög afdrifarík lýðheilsuaðgerð sem hafa bjargað fjölda mannslífa. Er ekki tímabært að setja heilsu þjóðarinnar í fyrsta sæti? Strangt til tekið geta flestar ákvarðanir okkar í daglegu lífi ýmist aukið líkurnar á krabbameinum eða dregið úr þeim. Þær lífsvenjur sem hafa hvað mest áhrif í jákvæða átt eru að reykja ekki eða neyta tóbaks í öðru formi, borða hollan mat í hæfilegu magni, þar á meðal ríkulega af grænmeti, ávöxtum og heilkorna matvælum, stunda reglubundna hreyfingu, sporna gegn mikilli líkamsþyngd, neyta áfengis í hófi eða sleppa því, sinna sólarvörnum og nýta boð í skimanir fyrir krabbameinum. Margt spilar inn í ákvarðanatöku okkar í daglegu lífi, ekki síst ytri aðstæður, umhverfið sem við búum við. Við tökum ákvarðanir sjaldnast skipulega og yfirvegað heldur nánast án umhugsunar út frá umhverfinu sem litast mjög af áhrifum markaðsaflanna sem umlykja okkur öllum stundum. Úrval, aðgengi, verð og framsetning til dæmis hollra og óhollra matvæla auk áfengis hefur áhrif á innkaup og neyslu þessara vara sem svo hafa neikvæð eða jákvæð áhrif á heilsufar fólks. Endanlegar ákvarðanir eru auðvitað einstaklinganna sjálfra en ábyrgð stjórnvalda er líka gríðarstór því með ákveðnum aðgerðum geta þau haft áhrif sem stýra fólki frekar í átt að því að taka heilsusamlegar ákvarðanir. Stjórnvöld geta með sinni forgangsröðun og ákvörðunum, sköttum, ívilnunum og lagasetningu raunverulega haft gríðarleg áhrif á lýðheilsu og meðal annars dregið úr fjölda krabbameinstilvika. Þegar lýðheilsustefna var samþykkt á Alþingi í júní 2021, voru það orð ráðherra að í allri áætlanagerð og stefnumótun ætti að taka tillit til lýðheilsusjónarmiða. Það vill gleymast eins og sést á endurtekinni umræðu á Alþingi um aukið aðgengi að áfengi en er alltaf hægt að rifja upp. Áhrif fyrirtækja eru líka mikil og geta verið mjög jákvæð gagnvart lýðheilsu. Flest fyrirtæki í dag vilja sýna samfélagslega ábyrgð og sú ábyrgð getur sannarlega snúið að lýðheilsumálum. Til að fækka krabbameinstilvikum þarf að taka höndum saman. Krabbameinsfélagið hvetur alla til að kynna sér áhættuþætti krabbameina og gera það sem hægt er að gera til að draga úr áhættu. Félagið hvetur stjórnvöld sérstaklega til dáða; að sýna kjark sinn í verki, þannig að lýðheilsa og forvarnir hafi forgang í áætlanagerð og stefnumótun og stefna stjórnvalda og aðgerðir miði að því að auðvelda fólki að taka heilsueflandi ákvarðanir í daglegu lífi. Félagið hvetur einnig fyrirtækin í landinu til að sýna samfélagslega ábyrgð í verki og vinna að metnaðarfullum markmiðum sem miða að bættri lýðheilsu. Með samstilltu átaki getum við bætt lýðheilsu þjóðarinnar og fækkað krabbameinum. Á heimasíðu Krabbameinsfélagsins má sjá upplýsingar um áhættuþætti krabbameina og lífsstíl sem dregur úr krabbameinsáhættu. Nú stendur yfir evrópska krabbameinsvikan (European week against cancer). Þá vekja evrópsk krabbameinsfélög athygli á ýmsum þáttum sem skipta máli í því marghliða verkefni sem krabbamein er. Höfundur er sjúkraþjálfari og lýðheilsufræðingur og teymisstjóri fræðslu og forvarna hjá Krabbameinsfélaginu.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar