Samkeppni um innritun farangurs í Keflavík Máni Snær Þorláksson skrifar 1. júní 2023 14:09 Rúnar Árnason og Valgeir Bjarnason, stofnendur fyrirtækisins Bagbee. Aðsend Nýtt íslenskt fyrirtæki að nafni BagBee tekur nú að sér innrita farangur fyrir fólk á Keflavíkurflugvelli. Þjónusta sem þessi hefur verið að ryðja sér til rúms í Evrópu en um er að ræða annað fyrirtækið hér á landi sem býður upp á hana. BagBee er stofnað af þeim Valgeiri Bjarnasyni og Rúnari Árnasyni, tveimur frumkvöðlum sem báðir hafa reynslu úr ferðaþjónustu. Þjónusta fyrirtækisins felst í því að sækja farangur heim til fólks eða á hótel og innrita hann fyrir það. Fólk getur þannig mætt síðar á flugvöllinn og farið beinustu leið í öryggisleitina. „Hægt er að velja á hvaða tíma farangur er sóttur og er hann innsiglaður og innritaður við afhendingu. Farþeginn fær afrit af farangursmiðanum og getur rakið ferðir farangur síns á leið á völlinn. Skilaboð með myndum af farangrinum berast svo með tölvupósti í síma þegar farangur hefur verið afhentur flugfélaginu á flugvellinum,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þjónusta sem þessi kom fyrst fram á sjónarsviðið hér á landi í febrúar á þessu ári þegar Öryggismiðstöðin hóf að bjóða upp á hana í samstarfi með Icelandair. Fyrst um sinn verður þjónusta BagBee í boði fyrir flug með Icelandair og Play en í tilkynningunni kemur fram að fleiri flugfélög muni bætast við með haustinu. Geti auðveldað ferðalagið Valgeir, sem gegnir stöðu framkvæmdastjóra BagBee, segir fyrirtæki sem sérhæfa sig í þessari þjónustu hafa verið að ryðja sér til rúms í Evrópu. Svipuð þjónusta hafi þó verið í boði í Asíu í nokkurn tíma. „Með bættri tækni og auknum áhuga flugvalla á að hraða innritun farþega, hefur áhugi á þjónustunni aukist hratt. Markmið okkar er að einfalda ferðalög fólks og hugmyndin er í raun ekki flókin. Við sækjum farangur heim til fólks, innritum hann, innsiglum og förum með upp á völl undir myndavélaeftirliti. Útfærslan, leyfis- og tæknimál hafa verið unnin náið með flugfélögunum og flugvallaryfirvöldum hér á landi til að tryggja góða og örugga þjónustu“, er haft eftir Valgeiri í tilkynningu. Valgeir segir það vera ánægjulegt að hefja starfsemi á þessum tímapunkti. Búist sé við miklu álagi á innritunarsal Keflavíkurflugvallar í sumar vegna mikils farþegafjölda. Það geti auðveldað ferðalagið að hafa innritað farangurinn fyrirfram. Að hans sögn hefur ferðaþjónustan brugðist vel við þessari þjónustu. Þá sé samtal við erlenda samstarfsaðila þegar hafið og er markmið BagBee að geta boðið upp á heildarlausn við farangursflutninga fólks. „Í náinni framtíð getum við sótt farangurinn heim til fólks og svo kemur farangurinn upp á hótel á áfangastað.“ Neytendur Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Sjá meira
BagBee er stofnað af þeim Valgeiri Bjarnasyni og Rúnari Árnasyni, tveimur frumkvöðlum sem báðir hafa reynslu úr ferðaþjónustu. Þjónusta fyrirtækisins felst í því að sækja farangur heim til fólks eða á hótel og innrita hann fyrir það. Fólk getur þannig mætt síðar á flugvöllinn og farið beinustu leið í öryggisleitina. „Hægt er að velja á hvaða tíma farangur er sóttur og er hann innsiglaður og innritaður við afhendingu. Farþeginn fær afrit af farangursmiðanum og getur rakið ferðir farangur síns á leið á völlinn. Skilaboð með myndum af farangrinum berast svo með tölvupósti í síma þegar farangur hefur verið afhentur flugfélaginu á flugvellinum,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þjónusta sem þessi kom fyrst fram á sjónarsviðið hér á landi í febrúar á þessu ári þegar Öryggismiðstöðin hóf að bjóða upp á hana í samstarfi með Icelandair. Fyrst um sinn verður þjónusta BagBee í boði fyrir flug með Icelandair og Play en í tilkynningunni kemur fram að fleiri flugfélög muni bætast við með haustinu. Geti auðveldað ferðalagið Valgeir, sem gegnir stöðu framkvæmdastjóra BagBee, segir fyrirtæki sem sérhæfa sig í þessari þjónustu hafa verið að ryðja sér til rúms í Evrópu. Svipuð þjónusta hafi þó verið í boði í Asíu í nokkurn tíma. „Með bættri tækni og auknum áhuga flugvalla á að hraða innritun farþega, hefur áhugi á þjónustunni aukist hratt. Markmið okkar er að einfalda ferðalög fólks og hugmyndin er í raun ekki flókin. Við sækjum farangur heim til fólks, innritum hann, innsiglum og förum með upp á völl undir myndavélaeftirliti. Útfærslan, leyfis- og tæknimál hafa verið unnin náið með flugfélögunum og flugvallaryfirvöldum hér á landi til að tryggja góða og örugga þjónustu“, er haft eftir Valgeiri í tilkynningu. Valgeir segir það vera ánægjulegt að hefja starfsemi á þessum tímapunkti. Búist sé við miklu álagi á innritunarsal Keflavíkurflugvallar í sumar vegna mikils farþegafjölda. Það geti auðveldað ferðalagið að hafa innritað farangurinn fyrirfram. Að hans sögn hefur ferðaþjónustan brugðist vel við þessari þjónustu. Þá sé samtal við erlenda samstarfsaðila þegar hafið og er markmið BagBee að geta boðið upp á heildarlausn við farangursflutninga fólks. „Í náinni framtíð getum við sótt farangurinn heim til fólks og svo kemur farangurinn upp á hótel á áfangastað.“
Neytendur Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Sjá meira