Svefnlausir Serbar að springa úr stolti yfir Jokic sínum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. júní 2023 09:00 Nikola Jokic smellir kossi á dóttur sína eftir að Denver Nuggets varð NBA-meistari. getty/Justin Edmonds Serbar eru gríðarlega stoltir af Nikola Jokic eftir að hann leiddi Denver Nuggets til síns fyrsta NBA-meistaratitils. Denver varð NBA-meistari aðfaranótt þriðjudags eftir sigur á Miami Heat, 94-89, á heimavelli. Denver vann einvígið, 4-1. Jokic skoraði 28 stig og tók sextán fráköst í fimmta leiknum og var valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins. Þar var hann með 30,2 stig, 14,0 fráköst og 7,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Denver valdi Jokic með 41. valrétti í nýliðavalinu 2014. Þá kunnu fáir deili á honum en í dag er hann án mikils vafa besti körfuboltamaður heims. Jokic var valinn verðmætasti leikmaður NBA (MVP) 2021 og 2022 en fór loks alla leið með Denver-liðinu í vetur. Aldrei hefur leikmaður sem var valinn jafn seint í nýliðavalinu verið valinn bestur í úrslitaeinvígi. Jokic er fyrstur í sögu NBA til að skora flest stig, taka flest fráköst og gefa flestar stoðsendingar allra í sömu úrslitakeppninni.getty/Justin Edmonds Jokic er sjötti leikmaðurinn sem er fæddur utan Bandaríkjanna sem er valinn bestur í úrslitaeinvígi og sá fyrsti frá Austur-Evrópu. Og skiljanlega eru Serbar stoltir af sínum manni. „Það hefur verið mjög spennandi og sérstakt að horfa á Nikola í hverjum einasta leik,“ sagði Nebojsa Knezevic, serbneskur þjálfari karlaliðs ÍA í körfubolta. „Síðast þegar ég fékk þessa tilfinningu var þegar Sacramento Kings mætti Los Angeles Lakers í úrslitum Vesturdeildarinnar 2002. Þá léku Peja Stojakovic og Vlade Divac með Kings. Því miður unnu þeir ekki. En ég held að enginn hafi sofið í gærnótt og öll Serbía er mjög stolt.“ Hógvær fjölskyldumaður Jokic lætur verkin tala og er ekkert sérstaklega upprifinn yfir allri athyglinni sem hann fær. Eftir að Denver tryggði sér titilinn sagðist hann varla nenna að fara í meistaraskrúðgönguna sem fylgir venjulega titli sem þeim sem Nuggets vann. „Hann býr yfir ótrúlegum hæfileikum. Hann er svo hógvær, fjölskyldumaður sem gerir alla í kringum sig betri,“ sagði Nebojsa um hvað gerir Jokic að jafn frábærum körfuboltamanni og hann er. „Nikola er mjög frægur í Serbíu, sérstaklega núna og mér finnst allir vera mjög ánægðir fyrir hans hönd og stoltir af honum. Allir vonast til að hann leiði Serbíu til gullverðlauna á HM í ár.“ Frábært að vera Serbi þessa dagana Nebojsa segir að Jokic sé eflaust færsælasti íþróttamaður Serba í sögulegu samhengi, fyrir utan auðvitað Novak Djokovic, sigursælasta tenniskappa sögunnar. Eftir sigur Novaks Djokovic á Opna franska meistaramótinu hefur enginn tenniskappi unnið fleiri risamót í sögunni en hann, eða 23.getty/Quality Sport Images „Serbía átti marga frábæra íþróttamenn í gamla daga og sumir þeirra unnu ótrúleg afrek. En Djokovic og Jokic eru á öðrum stað og mjög ráðandi í sinni íþrótt. Það er frábært að vera Serbi þessa dagana,“ sagði stoltur Nebojsa að lokum. NBA Serbía Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Enski boltinn Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira
Denver varð NBA-meistari aðfaranótt þriðjudags eftir sigur á Miami Heat, 94-89, á heimavelli. Denver vann einvígið, 4-1. Jokic skoraði 28 stig og tók sextán fráköst í fimmta leiknum og var valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins. Þar var hann með 30,2 stig, 14,0 fráköst og 7,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Denver valdi Jokic með 41. valrétti í nýliðavalinu 2014. Þá kunnu fáir deili á honum en í dag er hann án mikils vafa besti körfuboltamaður heims. Jokic var valinn verðmætasti leikmaður NBA (MVP) 2021 og 2022 en fór loks alla leið með Denver-liðinu í vetur. Aldrei hefur leikmaður sem var valinn jafn seint í nýliðavalinu verið valinn bestur í úrslitaeinvígi. Jokic er fyrstur í sögu NBA til að skora flest stig, taka flest fráköst og gefa flestar stoðsendingar allra í sömu úrslitakeppninni.getty/Justin Edmonds Jokic er sjötti leikmaðurinn sem er fæddur utan Bandaríkjanna sem er valinn bestur í úrslitaeinvígi og sá fyrsti frá Austur-Evrópu. Og skiljanlega eru Serbar stoltir af sínum manni. „Það hefur verið mjög spennandi og sérstakt að horfa á Nikola í hverjum einasta leik,“ sagði Nebojsa Knezevic, serbneskur þjálfari karlaliðs ÍA í körfubolta. „Síðast þegar ég fékk þessa tilfinningu var þegar Sacramento Kings mætti Los Angeles Lakers í úrslitum Vesturdeildarinnar 2002. Þá léku Peja Stojakovic og Vlade Divac með Kings. Því miður unnu þeir ekki. En ég held að enginn hafi sofið í gærnótt og öll Serbía er mjög stolt.“ Hógvær fjölskyldumaður Jokic lætur verkin tala og er ekkert sérstaklega upprifinn yfir allri athyglinni sem hann fær. Eftir að Denver tryggði sér titilinn sagðist hann varla nenna að fara í meistaraskrúðgönguna sem fylgir venjulega titli sem þeim sem Nuggets vann. „Hann býr yfir ótrúlegum hæfileikum. Hann er svo hógvær, fjölskyldumaður sem gerir alla í kringum sig betri,“ sagði Nebojsa um hvað gerir Jokic að jafn frábærum körfuboltamanni og hann er. „Nikola er mjög frægur í Serbíu, sérstaklega núna og mér finnst allir vera mjög ánægðir fyrir hans hönd og stoltir af honum. Allir vonast til að hann leiði Serbíu til gullverðlauna á HM í ár.“ Frábært að vera Serbi þessa dagana Nebojsa segir að Jokic sé eflaust færsælasti íþróttamaður Serba í sögulegu samhengi, fyrir utan auðvitað Novak Djokovic, sigursælasta tenniskappa sögunnar. Eftir sigur Novaks Djokovic á Opna franska meistaramótinu hefur enginn tenniskappi unnið fleiri risamót í sögunni en hann, eða 23.getty/Quality Sport Images „Serbía átti marga frábæra íþróttamenn í gamla daga og sumir þeirra unnu ótrúleg afrek. En Djokovic og Jokic eru á öðrum stað og mjög ráðandi í sinni íþrótt. Það er frábært að vera Serbi þessa dagana,“ sagði stoltur Nebojsa að lokum.
NBA Serbía Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Enski boltinn Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira