Ólga meðal dagforeldra Halldóra Björk Þórarinsdóttir og Guðný Ólafsdóttir skrifa 16. júní 2023 11:30 Öll þau loforð sem Einar nefndi hafa áður verið lofuð en svikin, þ.e loforð til nýrra dagforeldra en nú á að borga stofnstyrk til þeirra sem byrja að starfa en þeir fá 250 þús við undirritun samnings og svo 750 þús þegar viðkomandi hefur starfað í eitt ár og nú spyrjum við hvaða samning er hann að vitna í? Hvað inniheldur þessi samningur og hvað segir hann um hvað skal gera fyrir þá dagforeldra sem starfað hafa jafnvel til fjöldra ára? Það eru nokkur ár síðan að við formenn félaga dagforeldra í borginni sátu í starfshópi hjá borginni og þar komu fram margar góðar tillögur fyrir alla starfandi dagforeldra bæði nýja og þá sem hafa starfað í greininni í lengri tíma. Nokkrar af þessum tillögum fóru strax í gegn meðan að aðrar voru settar í bið, ein af þessum tillögum sem voru samþykktar var stofnstyrkur. Stofnstyrkurinn var settur fyrir nýja dagforeldra og hljóðaði hann upp á 300 þús sem var frábært og svo aðstöðustyrkur sem var ætlaður þeim dagforeldrum sem voru þegar starfandi og hljóðaði hann upp á 200 þús en hann var settur í bið. En samkvæmt Einari á að hækka stofnstyrkinn um 700 þús en á sama tíma á að keyra aðstöðustyrkinn í gegn en lækka hann um 50 þús kr. Einnig kom tillaga hjá stýrihópnum um að bæta við fleirum leiguhúsnæðum um alla borg fyrir dagforeldra því ekki hafa allir sem vilja starfa sem dagforeldrar unnið heima hjá sér eins og oft getur orðið þegar tveir dagforeldrar starfa saman. Dagforeldrar áttu að sækja um húsnæði hjá borginni og öllu fögru lofað, enn erum við að bíða eftir þessum húsum og þegar við spurjum út í þetta benda allir innan borgarinnar á hvorn annan. Húsnæði á vegum borgarinnar mætti setja niður á hinum ýmsu grænu svæðum og þar sem að áður voru rólóvellir. Húsaleiga ætti að vera jöfn fyrir alla dagforeldra til að gæta mismunar á gjaldskrá því hún miðast mikið við það. Sama upphæð á per fermetra á húsnæði. Húsaleiga ætti aðeins að greiðast 11 mánuði á ári þar sem að skilt er að fara í 4 vikna frí. Taka ætti verðtryggingu á vegum Reykjavíkurborgar þar sem að leiga hækkar um 2-3þús á mánuði eins og staðan er í dag. Dæmi er að gæsluvöllur í úthverfi sé leigður út á ca 60þús og gæsluvöllur sem að er minni í fermetrum í miðbæ sé leigður út á 220þús. Þarna er strax stór munur á launum og þetta þarf að laga. Að auglýsingunum sem að borgin ætlar að nota til að trekkja að nýja dagforeldra. Þeir bjóða þessa styrki og samning og svo einnig húsnæði sem að þeir eiga að hluta til og svo frá einkaaðilum. Hann nefnir iðnaðarhúsnæði, okkur er ekki heimilt að starfa í iðnaðarhúsnæði. Við þurfum að uppfylla kröfur frá slökkviliði, heilbrigðiseftirliti og þeim reglugerðum sem að fylgja því að vera með daggæslu í heimahúsi. Það er nú ekki nema ár frá því að dagforeldra hættu sem að voru að leigja gæsluvelli og bárust borginni nokkrar fyrirspurnir vegna þeirra og var svarið nei þau verða ekki leigð aftur til dagforeldra. En þann dag í dag standa þessi hús auð en þeim var ætlað að vera partur af leikskólum í þeim hverfum. Eigum við sem höfum stundað okkar vinnu af heilum hug og oft á tíðum bjargað borginni að sætta okkur við þetta, er þetta eitthvað sem á að halda okkur sem höfum reynsluna og þekkinguna í starfi? Afhverju ætlar borgin aðeins að hækka niðurgreiðsluna þegar barnið verður 18 mánaða og eldri en ekki 12 mánaða eins og þeirra loforð um leikskólapláss hljóma? Er þetta ekki það sem við köllum mismunun þar sem þeirra loforð er leikskólapláss fyrir öll börn 12 mánaða og eldri en ef við komum ekki barninu þínu inn þá skaltu borga rúmlega helmingi meira en foreldrar þeirra barna sem komust inn. Einar nefnir að það sé mismunandi eftir hverfum hvenær börn komast inn á leikskólanna, í einu hverfinu kemst það inn t.d 14 mánaða en í öðru 20 mánaða, afhverju á að mismuna börnum eftir búsetu þegar ekki er hækkuð niðurgreiðslan fyrr en um 18 mánaða? Einnig nefnir Einar í þessu viðtali að faglegt starf byrji á leikskólunum og nú spurjum við afhverju er það því margoft höfum við dagforeldrar óskað eftir fleiri námskeiðum og jafnvel námi sem nýtist okkur í starfi en eins og fyrri daginn er fátt um svör frá borginni. Ekki erum það við sem höfum þurft að loka hjá okkur starfseminni eða takmarkað komu barnanna til okkar heilu og hálfu vikurnar vegna manneklu eða myglu? Flestir ef ekki allir dagforeldrar vinna af hugsjón að því að kenna börnunum til að takast á við lífið. Það eru margir innan okkar stéttar fagmenntaðir alveg eins og það eru margir innan leikskólanna ómenntaðir og afhverju er ekki hægt að telja okkur með í fagmenntun barnanna? Dagforeldrar kenna nefnilega börnunum að leika, taka tillit til hvor annars, taka þátt í talkennslu barnanna, við huggum þau, þurrkum tárin ásamt óteljandi faðmlögum sem styrkja þessi litlu kríli meira en margir halda. En við fögnum líka því sem að gott er og það er að það hafi verið samþykkt að halda aukin námskeið t.d. í slysavörnum á tveggja ára fresti. Okkur er það óskiljanlegt að aldrei er haft samráð við okkur dagforeldra um hvað sé hægt að gera fyrir börnin, foreldrana og okkur dagforeldranna sjálfa. Afhverju er okkur alltaf ýtt út í horn þegar verið er að ræða málefni okkar starfsgreinar og við hunsuð þegar við óskum eftir fundum og samráði? Hvers er hagurinn annarra en borgarinnar. Halldóra Björk Þórarinsdóttir, formaður Barnsins félags dagforeldra í Reykjavík Guðný Ólafsdóttir, formaður Barnavistunar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Öll þau loforð sem Einar nefndi hafa áður verið lofuð en svikin, þ.e loforð til nýrra dagforeldra en nú á að borga stofnstyrk til þeirra sem byrja að starfa en þeir fá 250 þús við undirritun samnings og svo 750 þús þegar viðkomandi hefur starfað í eitt ár og nú spyrjum við hvaða samning er hann að vitna í? Hvað inniheldur þessi samningur og hvað segir hann um hvað skal gera fyrir þá dagforeldra sem starfað hafa jafnvel til fjöldra ára? Það eru nokkur ár síðan að við formenn félaga dagforeldra í borginni sátu í starfshópi hjá borginni og þar komu fram margar góðar tillögur fyrir alla starfandi dagforeldra bæði nýja og þá sem hafa starfað í greininni í lengri tíma. Nokkrar af þessum tillögum fóru strax í gegn meðan að aðrar voru settar í bið, ein af þessum tillögum sem voru samþykktar var stofnstyrkur. Stofnstyrkurinn var settur fyrir nýja dagforeldra og hljóðaði hann upp á 300 þús sem var frábært og svo aðstöðustyrkur sem var ætlaður þeim dagforeldrum sem voru þegar starfandi og hljóðaði hann upp á 200 þús en hann var settur í bið. En samkvæmt Einari á að hækka stofnstyrkinn um 700 þús en á sama tíma á að keyra aðstöðustyrkinn í gegn en lækka hann um 50 þús kr. Einnig kom tillaga hjá stýrihópnum um að bæta við fleirum leiguhúsnæðum um alla borg fyrir dagforeldra því ekki hafa allir sem vilja starfa sem dagforeldrar unnið heima hjá sér eins og oft getur orðið þegar tveir dagforeldrar starfa saman. Dagforeldrar áttu að sækja um húsnæði hjá borginni og öllu fögru lofað, enn erum við að bíða eftir þessum húsum og þegar við spurjum út í þetta benda allir innan borgarinnar á hvorn annan. Húsnæði á vegum borgarinnar mætti setja niður á hinum ýmsu grænu svæðum og þar sem að áður voru rólóvellir. Húsaleiga ætti að vera jöfn fyrir alla dagforeldra til að gæta mismunar á gjaldskrá því hún miðast mikið við það. Sama upphæð á per fermetra á húsnæði. Húsaleiga ætti aðeins að greiðast 11 mánuði á ári þar sem að skilt er að fara í 4 vikna frí. Taka ætti verðtryggingu á vegum Reykjavíkurborgar þar sem að leiga hækkar um 2-3þús á mánuði eins og staðan er í dag. Dæmi er að gæsluvöllur í úthverfi sé leigður út á ca 60þús og gæsluvöllur sem að er minni í fermetrum í miðbæ sé leigður út á 220þús. Þarna er strax stór munur á launum og þetta þarf að laga. Að auglýsingunum sem að borgin ætlar að nota til að trekkja að nýja dagforeldra. Þeir bjóða þessa styrki og samning og svo einnig húsnæði sem að þeir eiga að hluta til og svo frá einkaaðilum. Hann nefnir iðnaðarhúsnæði, okkur er ekki heimilt að starfa í iðnaðarhúsnæði. Við þurfum að uppfylla kröfur frá slökkviliði, heilbrigðiseftirliti og þeim reglugerðum sem að fylgja því að vera með daggæslu í heimahúsi. Það er nú ekki nema ár frá því að dagforeldra hættu sem að voru að leigja gæsluvelli og bárust borginni nokkrar fyrirspurnir vegna þeirra og var svarið nei þau verða ekki leigð aftur til dagforeldra. En þann dag í dag standa þessi hús auð en þeim var ætlað að vera partur af leikskólum í þeim hverfum. Eigum við sem höfum stundað okkar vinnu af heilum hug og oft á tíðum bjargað borginni að sætta okkur við þetta, er þetta eitthvað sem á að halda okkur sem höfum reynsluna og þekkinguna í starfi? Afhverju ætlar borgin aðeins að hækka niðurgreiðsluna þegar barnið verður 18 mánaða og eldri en ekki 12 mánaða eins og þeirra loforð um leikskólapláss hljóma? Er þetta ekki það sem við köllum mismunun þar sem þeirra loforð er leikskólapláss fyrir öll börn 12 mánaða og eldri en ef við komum ekki barninu þínu inn þá skaltu borga rúmlega helmingi meira en foreldrar þeirra barna sem komust inn. Einar nefnir að það sé mismunandi eftir hverfum hvenær börn komast inn á leikskólanna, í einu hverfinu kemst það inn t.d 14 mánaða en í öðru 20 mánaða, afhverju á að mismuna börnum eftir búsetu þegar ekki er hækkuð niðurgreiðslan fyrr en um 18 mánaða? Einnig nefnir Einar í þessu viðtali að faglegt starf byrji á leikskólunum og nú spurjum við afhverju er það því margoft höfum við dagforeldrar óskað eftir fleiri námskeiðum og jafnvel námi sem nýtist okkur í starfi en eins og fyrri daginn er fátt um svör frá borginni. Ekki erum það við sem höfum þurft að loka hjá okkur starfseminni eða takmarkað komu barnanna til okkar heilu og hálfu vikurnar vegna manneklu eða myglu? Flestir ef ekki allir dagforeldrar vinna af hugsjón að því að kenna börnunum til að takast á við lífið. Það eru margir innan okkar stéttar fagmenntaðir alveg eins og það eru margir innan leikskólanna ómenntaðir og afhverju er ekki hægt að telja okkur með í fagmenntun barnanna? Dagforeldrar kenna nefnilega börnunum að leika, taka tillit til hvor annars, taka þátt í talkennslu barnanna, við huggum þau, þurrkum tárin ásamt óteljandi faðmlögum sem styrkja þessi litlu kríli meira en margir halda. En við fögnum líka því sem að gott er og það er að það hafi verið samþykkt að halda aukin námskeið t.d. í slysavörnum á tveggja ára fresti. Okkur er það óskiljanlegt að aldrei er haft samráð við okkur dagforeldra um hvað sé hægt að gera fyrir börnin, foreldrana og okkur dagforeldranna sjálfa. Afhverju er okkur alltaf ýtt út í horn þegar verið er að ræða málefni okkar starfsgreinar og við hunsuð þegar við óskum eftir fundum og samráði? Hvers er hagurinn annarra en borgarinnar. Halldóra Björk Þórarinsdóttir, formaður Barnsins félags dagforeldra í Reykjavík Guðný Ólafsdóttir, formaður Barnavistunar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun