Íbúar kvörtuðu og körfurnar voru settar upp aftur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. júní 2023 15:16 Körfurnar voru settar aftur upp við Seljaskóla í dag. Einar Guttormsson Körfuboltakörfur við Seljaskóla í Reykjavík voru settar upp aftur nú síðdegis, eftir fjölda kvartana. Mikla athygli vakti þegar körfurnar voru teknar niður. Reykjavíkurborg segir körfur ekki verða fjarlægðar á skólalóðum. Einar Guttormsson, íbúi í grennd við skólalóðina, vekur athygli á því á íbúahópi á Facebook að körfurnar hafi nú verið settar upp aftur. Það var einmitt Einar sem vakti á því athygli þegar þær voru teknar niður um helgina á sjálfan þjóðhátíðardaginn 17. júní. „Þegar ég vaknaði í morgun sá ég að verktakar voru að taka niður körfurnar. Ég spurði þá út í þetta og fékk þau svör að eignaumsýsla Reykjavíkurborgar hefði fyrirskipað þetta,“ sagði Einar um helgina en hann er öllu kátari í dag og taka íbúar undir með honum. Körfurnar höfðu verið teknar niður vegna kvartana íbúa vegna hávaða frá ungmennum á körfuboltavellinum. Málið vakti mikla athygli um helgina og fannst mörgum illa vegið að unglingum borgarinnar, að geta ekki leikið sér úti í körfubolta að sumri til. „Stundum borgar sig að hafa hátt!“ skrifar Einar en tugir íbúa bregðast við færslu hans inni á íbúahópnum og er mikil ánægja með málalyktir. Í dag sagði nafni hans Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík og verðandi borgarstjóri við Morgunblaðið að körfurnar ættu að fara aftur upp sem fyrst. Borgarráð hefði fyrst tekið ákvörðun um að fjarlæga körfurnar um sumartímann fyrir tveimur árum síðan en Einar sagðist ekki hafa vitað af málinu fyrr en nú. Körfur verði hvergi fjarlægðar í sumar Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg vegna málsins kemur fram að körfuboltaspjöldin við Seljaskóla hafi verið sett upp aftur og að þau verði ekki fjarlægð af öðrum skólalóðum. Þar sem þau eru mjög nálægt íbúðabyggð verða sett upp upplýsingaskilti um að notkun sé ekki heimil eftir ákveðinn tíma á kvöldin, að því er segir í tilkynningunni. Nágrannar sem búa nálægt nokkrum grunnskólum í Reykjavík hafa kvartað yfir hávaða sem myndast þegar hópar safnast saman við körfuboltaspjöld á meðan á sumarlokun skólanna stendur, og oft standa leikar fram á kvöld. Reykjavíkurborg hefur orðið við óskum um að fækka spjöldum næst íbúðabyggð samkvæmt tilkynningunni. Þá segir þar að fjölmargar ábendingar hafi borist borginni um helgina þegar fjarlægð voru spjöld á lóð Seljaskóla í Breiðholti og voru ferlar teknir til endurskoðunar í kjölfarið, eins og því er lýst. Spjöldin verða nú sett aftur á sinn stað í dag eða í síðasta lagi á morgun. Fréttin var uppfærð kl. 15:54 með tilkynningu frá Reykjavíkurborg vegna málsins. Reykjavík Körfubolti Íþróttir barna Skipulag Skóla - og menntamál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Sjá meira
Einar Guttormsson, íbúi í grennd við skólalóðina, vekur athygli á því á íbúahópi á Facebook að körfurnar hafi nú verið settar upp aftur. Það var einmitt Einar sem vakti á því athygli þegar þær voru teknar niður um helgina á sjálfan þjóðhátíðardaginn 17. júní. „Þegar ég vaknaði í morgun sá ég að verktakar voru að taka niður körfurnar. Ég spurði þá út í þetta og fékk þau svör að eignaumsýsla Reykjavíkurborgar hefði fyrirskipað þetta,“ sagði Einar um helgina en hann er öllu kátari í dag og taka íbúar undir með honum. Körfurnar höfðu verið teknar niður vegna kvartana íbúa vegna hávaða frá ungmennum á körfuboltavellinum. Málið vakti mikla athygli um helgina og fannst mörgum illa vegið að unglingum borgarinnar, að geta ekki leikið sér úti í körfubolta að sumri til. „Stundum borgar sig að hafa hátt!“ skrifar Einar en tugir íbúa bregðast við færslu hans inni á íbúahópnum og er mikil ánægja með málalyktir. Í dag sagði nafni hans Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík og verðandi borgarstjóri við Morgunblaðið að körfurnar ættu að fara aftur upp sem fyrst. Borgarráð hefði fyrst tekið ákvörðun um að fjarlæga körfurnar um sumartímann fyrir tveimur árum síðan en Einar sagðist ekki hafa vitað af málinu fyrr en nú. Körfur verði hvergi fjarlægðar í sumar Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg vegna málsins kemur fram að körfuboltaspjöldin við Seljaskóla hafi verið sett upp aftur og að þau verði ekki fjarlægð af öðrum skólalóðum. Þar sem þau eru mjög nálægt íbúðabyggð verða sett upp upplýsingaskilti um að notkun sé ekki heimil eftir ákveðinn tíma á kvöldin, að því er segir í tilkynningunni. Nágrannar sem búa nálægt nokkrum grunnskólum í Reykjavík hafa kvartað yfir hávaða sem myndast þegar hópar safnast saman við körfuboltaspjöld á meðan á sumarlokun skólanna stendur, og oft standa leikar fram á kvöld. Reykjavíkurborg hefur orðið við óskum um að fækka spjöldum næst íbúðabyggð samkvæmt tilkynningunni. Þá segir þar að fjölmargar ábendingar hafi borist borginni um helgina þegar fjarlægð voru spjöld á lóð Seljaskóla í Breiðholti og voru ferlar teknir til endurskoðunar í kjölfarið, eins og því er lýst. Spjöldin verða nú sett aftur á sinn stað í dag eða í síðasta lagi á morgun. Fréttin var uppfærð kl. 15:54 með tilkynningu frá Reykjavíkurborg vegna málsins.
Reykjavík Körfubolti Íþróttir barna Skipulag Skóla - og menntamál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Sjá meira