Kindum beitt á örfoka land í Krýsuvík Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. júní 2023 06:46 Þó að land í Krýsuvík sé illa farið fá bændur frá Grindavík enn þá að beita á því. Atli Jósefsson, Vilhelm Gunnarsson Kindum er beitt á örfoka land í Krýsuvík og ekki er hægt að aðhafast neitt vegna þess að reglugerð situr föst í matvælaráðuneytinu. Landgræðslan segir mikið hafa verið gert á Reykjanesi en sums staðar sé ástandið slæmt. Á Krýsuvíkursvæðinu, í landi Hafnarfjarðarbæjar, má víða sjá stór rofabörð. Þau myndast við uppblástur þegar jarðvegurinn í kring er horfinn. Þarna beita bændur frá Grindavíkurbæ fé sínu í hólfi, margir hverjir tómstundabændur. Gústav Magnús Ásbjörnsson, sviðsstjóri verndar og endurheimtar hjá Landgræðslunni, segir að beitarhólfunum á Reykjanesskaga hafi verið komið á fyrir um tuttugu árum síðan. „Með því að setja upp hólfin var Reykjanesskaginn í raun friðaður fyrir sauðfjárbeit. Á sama tíma stóðu sveitarfélögin fyrir landgræðslu innan hólfanna sem eru svo sannarlega ekki í góðu standi og voru það ekki fyrir,“ segir Gústav. Gústav segir mikið hanga á því að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu verði sett. Hún sé í vinnslu í ráðuneytinu.Landgræðslan Var þetta talinn betri kostur en að hafa lausafjárgöngu á öllum Reykjanesskaganum. Einnig var þetta talinn betri kostur en að girða með fram vegunum. „Grindvíkingar hafa verið mjög duglegir í landgræðslu en sannarlega er enn þá landsvæði sem er ekki í góðu ásigkomulagi og á eftir að vinna á,“ segir Gústav. Lög en engin reglugerð Landgræðslulög voru sett árið 2018 en eftir á að setja reglugerð um sjálfbæra landnýtingu. Reglugerðin kom inn í samráðsgátt stjórnvalda árið 2021 en hefur síðan setið föst í matvælaráðuneytinu. Í reglugerðinni eiga að vera verklagsreglur um hvað skuli gera í þeim tilvikum þegar landnýting er ekki sjálfbær. Stór rofabörð myndast í landslaginu þegar jarðvegurinn í kring hverfur.Atli Jósefsson „Þá á að gera áætlun til úrbóta og friða ef það er það sem þarf til að bæta ástandið,“ segir Gústav. Segist hann hafa heyrt að stefnan sé að setja reglugerðina með haustinu. Ísland eins og það er Þó að í Krýsuvík finnst eitt verst farna landið innan beitarhólfanna finnast önnur illa farin svæði þar líka. Þetta á líka við um aðra staði á landinu, að kindum sé beitt á illa farið land. „Ísland er eins og það er. Það er víða illa gróið,“ segir Gústav. Sums staðar eru til landbótaáætlanir fyrir afrétti þar sem sagt er hvernig eigi að takmarka og stýra beit. En heilt yfir hangir mikið á því að reglugerðin verði birt. Skógrækt og landgræðsla Grindavík Hafnarfjörður Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Á Krýsuvíkursvæðinu, í landi Hafnarfjarðarbæjar, má víða sjá stór rofabörð. Þau myndast við uppblástur þegar jarðvegurinn í kring er horfinn. Þarna beita bændur frá Grindavíkurbæ fé sínu í hólfi, margir hverjir tómstundabændur. Gústav Magnús Ásbjörnsson, sviðsstjóri verndar og endurheimtar hjá Landgræðslunni, segir að beitarhólfunum á Reykjanesskaga hafi verið komið á fyrir um tuttugu árum síðan. „Með því að setja upp hólfin var Reykjanesskaginn í raun friðaður fyrir sauðfjárbeit. Á sama tíma stóðu sveitarfélögin fyrir landgræðslu innan hólfanna sem eru svo sannarlega ekki í góðu standi og voru það ekki fyrir,“ segir Gústav. Gústav segir mikið hanga á því að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu verði sett. Hún sé í vinnslu í ráðuneytinu.Landgræðslan Var þetta talinn betri kostur en að hafa lausafjárgöngu á öllum Reykjanesskaganum. Einnig var þetta talinn betri kostur en að girða með fram vegunum. „Grindvíkingar hafa verið mjög duglegir í landgræðslu en sannarlega er enn þá landsvæði sem er ekki í góðu ásigkomulagi og á eftir að vinna á,“ segir Gústav. Lög en engin reglugerð Landgræðslulög voru sett árið 2018 en eftir á að setja reglugerð um sjálfbæra landnýtingu. Reglugerðin kom inn í samráðsgátt stjórnvalda árið 2021 en hefur síðan setið föst í matvælaráðuneytinu. Í reglugerðinni eiga að vera verklagsreglur um hvað skuli gera í þeim tilvikum þegar landnýting er ekki sjálfbær. Stór rofabörð myndast í landslaginu þegar jarðvegurinn í kring hverfur.Atli Jósefsson „Þá á að gera áætlun til úrbóta og friða ef það er það sem þarf til að bæta ástandið,“ segir Gústav. Segist hann hafa heyrt að stefnan sé að setja reglugerðina með haustinu. Ísland eins og það er Þó að í Krýsuvík finnst eitt verst farna landið innan beitarhólfanna finnast önnur illa farin svæði þar líka. Þetta á líka við um aðra staði á landinu, að kindum sé beitt á illa farið land. „Ísland er eins og það er. Það er víða illa gróið,“ segir Gústav. Sums staðar eru til landbótaáætlanir fyrir afrétti þar sem sagt er hvernig eigi að takmarka og stýra beit. En heilt yfir hangir mikið á því að reglugerðin verði birt.
Skógrækt og landgræðsla Grindavík Hafnarfjörður Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira