Ekki aka á mig - ég er í vinnunni! Sævar Helgi Lárusson skrifar 23. júní 2023 14:30 Vegakerfi landsins er afar mikilvægur partur af innviðakerfi samfélagsins. Það tengir fólk og staði saman og öll nýtum við vegina á einn eða annan hátt. Vegagerðin er veghaldari þjóðvega á Íslandi sem eru um 13 þúsund km að lengd. Sveitarfélögin reka sveitarfélagsvegi innan þéttbýlis sem ekki teljast til þjóðvega og einnig fyrirfinnast nokkrir einkavegir hér á landi. Viðhaldsþörf þessa kerfis er mikil og fjölmargir starfsmenn, bæði Vegagerðarinnar og verktaka hennar ásamt starfsmönnum annarra veghaldara, vinna löngum stundum á vegum landsins. Þeir eru að vinna fyrir okkur öll, sinna ýmsum smáum og stórum verkum eins og að laga holur, skilti og stikur. Merkja yfirborð og svo öll þau stærri verk sem sinna þarf. Það er óþægileg tilfinning að standa við eða á vegi þar sem umferð er hröð, þar getur verið stutt á milli feigs og ófeigs. Líkur á að óvarinn vegfarandi slasist alvarlega í árekstri við ökutæki aukast afar hratt með meiri hraða. Rannsóknir sýna að um 10% líkur eru á banaslysi ef bifreið er ekið á gangandi vegfaranda á 37 km/klst., 50% líkur eru á banaslysi ef hraðinn er 59 km/klst. og 90% líkur ef hraðinn er 80 km/klst . Þetta eru ógnvænlegar tölur. Starfsmenn sem sinna viðhaldi vega beita ýmsum vörnum. Þeir eru í sýnileikafatnaði, setja upp skilti vegfarendum til varnaðar og eru á sérmerktum bifreiðum með viðvörunarljós kveikt svo eitthvað sé nefnt. Á umferðarmeiri vegum eru þeir einnig varðir með varnarbifreið, en á henni er áfastur árekstrarpúði til þess að milda högg ef á hann er ekið og varna því að ekið sé inn á framkvæmdarsvæði. Við stærri framkvæmdir eru svo víðtækari varnir settar upp, svo sem hjáleiðir, vegtálmar, gátskildir eða umferðarstýring svo eitthvað sé nefnt. Í 36. gr. umferðarlaganna er sett sérstök skylda á ökumann að aka nægjanlega hægt miðað við aðstæður þar sem vegavinna fer fram. Þessi varúðarráðstöfun er bæði fyrir starfsmennina sem og vegfarendurnar sjálfa. Það liggur í hlutarins eðli að meðan unnið er á og við veg geta skapast óvæntar aðstæður sem geta valdið hættu fyrir alla á svæðinu. Vegsýn er oft skert og þörf á að fara yfir á öfugan vegarhelming. Oft hefur hurð skollið nærri hælum og jafnvel á hælinn sjálfan. Það er því afar mikilvægt að vegfarendur sýni tillitssemi þegar ekið er um framkvæmdasvæði, lækki hraðann, eða jafnvel stöðvi þegar svo ber við og haldi fullri athygli allan tímann við aksturinn. Það er nokkuð víst að betra er að koma aðeins of seint á áfangastað en aldrei. Höfundur er öryggisstjóri Vegagerðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegagerð Slysavarnir Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Vegakerfi landsins er afar mikilvægur partur af innviðakerfi samfélagsins. Það tengir fólk og staði saman og öll nýtum við vegina á einn eða annan hátt. Vegagerðin er veghaldari þjóðvega á Íslandi sem eru um 13 þúsund km að lengd. Sveitarfélögin reka sveitarfélagsvegi innan þéttbýlis sem ekki teljast til þjóðvega og einnig fyrirfinnast nokkrir einkavegir hér á landi. Viðhaldsþörf þessa kerfis er mikil og fjölmargir starfsmenn, bæði Vegagerðarinnar og verktaka hennar ásamt starfsmönnum annarra veghaldara, vinna löngum stundum á vegum landsins. Þeir eru að vinna fyrir okkur öll, sinna ýmsum smáum og stórum verkum eins og að laga holur, skilti og stikur. Merkja yfirborð og svo öll þau stærri verk sem sinna þarf. Það er óþægileg tilfinning að standa við eða á vegi þar sem umferð er hröð, þar getur verið stutt á milli feigs og ófeigs. Líkur á að óvarinn vegfarandi slasist alvarlega í árekstri við ökutæki aukast afar hratt með meiri hraða. Rannsóknir sýna að um 10% líkur eru á banaslysi ef bifreið er ekið á gangandi vegfaranda á 37 km/klst., 50% líkur eru á banaslysi ef hraðinn er 59 km/klst. og 90% líkur ef hraðinn er 80 km/klst . Þetta eru ógnvænlegar tölur. Starfsmenn sem sinna viðhaldi vega beita ýmsum vörnum. Þeir eru í sýnileikafatnaði, setja upp skilti vegfarendum til varnaðar og eru á sérmerktum bifreiðum með viðvörunarljós kveikt svo eitthvað sé nefnt. Á umferðarmeiri vegum eru þeir einnig varðir með varnarbifreið, en á henni er áfastur árekstrarpúði til þess að milda högg ef á hann er ekið og varna því að ekið sé inn á framkvæmdarsvæði. Við stærri framkvæmdir eru svo víðtækari varnir settar upp, svo sem hjáleiðir, vegtálmar, gátskildir eða umferðarstýring svo eitthvað sé nefnt. Í 36. gr. umferðarlaganna er sett sérstök skylda á ökumann að aka nægjanlega hægt miðað við aðstæður þar sem vegavinna fer fram. Þessi varúðarráðstöfun er bæði fyrir starfsmennina sem og vegfarendurnar sjálfa. Það liggur í hlutarins eðli að meðan unnið er á og við veg geta skapast óvæntar aðstæður sem geta valdið hættu fyrir alla á svæðinu. Vegsýn er oft skert og þörf á að fara yfir á öfugan vegarhelming. Oft hefur hurð skollið nærri hælum og jafnvel á hælinn sjálfan. Það er því afar mikilvægt að vegfarendur sýni tillitssemi þegar ekið er um framkvæmdasvæði, lækki hraðann, eða jafnvel stöðvi þegar svo ber við og haldi fullri athygli allan tímann við aksturinn. Það er nokkuð víst að betra er að koma aðeins of seint á áfangastað en aldrei. Höfundur er öryggisstjóri Vegagerðarinnar.
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar