Ekki aka á mig - ég er í vinnunni! Sævar Helgi Lárusson skrifar 23. júní 2023 14:30 Vegakerfi landsins er afar mikilvægur partur af innviðakerfi samfélagsins. Það tengir fólk og staði saman og öll nýtum við vegina á einn eða annan hátt. Vegagerðin er veghaldari þjóðvega á Íslandi sem eru um 13 þúsund km að lengd. Sveitarfélögin reka sveitarfélagsvegi innan þéttbýlis sem ekki teljast til þjóðvega og einnig fyrirfinnast nokkrir einkavegir hér á landi. Viðhaldsþörf þessa kerfis er mikil og fjölmargir starfsmenn, bæði Vegagerðarinnar og verktaka hennar ásamt starfsmönnum annarra veghaldara, vinna löngum stundum á vegum landsins. Þeir eru að vinna fyrir okkur öll, sinna ýmsum smáum og stórum verkum eins og að laga holur, skilti og stikur. Merkja yfirborð og svo öll þau stærri verk sem sinna þarf. Það er óþægileg tilfinning að standa við eða á vegi þar sem umferð er hröð, þar getur verið stutt á milli feigs og ófeigs. Líkur á að óvarinn vegfarandi slasist alvarlega í árekstri við ökutæki aukast afar hratt með meiri hraða. Rannsóknir sýna að um 10% líkur eru á banaslysi ef bifreið er ekið á gangandi vegfaranda á 37 km/klst., 50% líkur eru á banaslysi ef hraðinn er 59 km/klst. og 90% líkur ef hraðinn er 80 km/klst . Þetta eru ógnvænlegar tölur. Starfsmenn sem sinna viðhaldi vega beita ýmsum vörnum. Þeir eru í sýnileikafatnaði, setja upp skilti vegfarendum til varnaðar og eru á sérmerktum bifreiðum með viðvörunarljós kveikt svo eitthvað sé nefnt. Á umferðarmeiri vegum eru þeir einnig varðir með varnarbifreið, en á henni er áfastur árekstrarpúði til þess að milda högg ef á hann er ekið og varna því að ekið sé inn á framkvæmdarsvæði. Við stærri framkvæmdir eru svo víðtækari varnir settar upp, svo sem hjáleiðir, vegtálmar, gátskildir eða umferðarstýring svo eitthvað sé nefnt. Í 36. gr. umferðarlaganna er sett sérstök skylda á ökumann að aka nægjanlega hægt miðað við aðstæður þar sem vegavinna fer fram. Þessi varúðarráðstöfun er bæði fyrir starfsmennina sem og vegfarendurnar sjálfa. Það liggur í hlutarins eðli að meðan unnið er á og við veg geta skapast óvæntar aðstæður sem geta valdið hættu fyrir alla á svæðinu. Vegsýn er oft skert og þörf á að fara yfir á öfugan vegarhelming. Oft hefur hurð skollið nærri hælum og jafnvel á hælinn sjálfan. Það er því afar mikilvægt að vegfarendur sýni tillitssemi þegar ekið er um framkvæmdasvæði, lækki hraðann, eða jafnvel stöðvi þegar svo ber við og haldi fullri athygli allan tímann við aksturinn. Það er nokkuð víst að betra er að koma aðeins of seint á áfangastað en aldrei. Höfundur er öryggisstjóri Vegagerðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegagerð Slysavarnir Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Vegakerfi landsins er afar mikilvægur partur af innviðakerfi samfélagsins. Það tengir fólk og staði saman og öll nýtum við vegina á einn eða annan hátt. Vegagerðin er veghaldari þjóðvega á Íslandi sem eru um 13 þúsund km að lengd. Sveitarfélögin reka sveitarfélagsvegi innan þéttbýlis sem ekki teljast til þjóðvega og einnig fyrirfinnast nokkrir einkavegir hér á landi. Viðhaldsþörf þessa kerfis er mikil og fjölmargir starfsmenn, bæði Vegagerðarinnar og verktaka hennar ásamt starfsmönnum annarra veghaldara, vinna löngum stundum á vegum landsins. Þeir eru að vinna fyrir okkur öll, sinna ýmsum smáum og stórum verkum eins og að laga holur, skilti og stikur. Merkja yfirborð og svo öll þau stærri verk sem sinna þarf. Það er óþægileg tilfinning að standa við eða á vegi þar sem umferð er hröð, þar getur verið stutt á milli feigs og ófeigs. Líkur á að óvarinn vegfarandi slasist alvarlega í árekstri við ökutæki aukast afar hratt með meiri hraða. Rannsóknir sýna að um 10% líkur eru á banaslysi ef bifreið er ekið á gangandi vegfaranda á 37 km/klst., 50% líkur eru á banaslysi ef hraðinn er 59 km/klst. og 90% líkur ef hraðinn er 80 km/klst . Þetta eru ógnvænlegar tölur. Starfsmenn sem sinna viðhaldi vega beita ýmsum vörnum. Þeir eru í sýnileikafatnaði, setja upp skilti vegfarendum til varnaðar og eru á sérmerktum bifreiðum með viðvörunarljós kveikt svo eitthvað sé nefnt. Á umferðarmeiri vegum eru þeir einnig varðir með varnarbifreið, en á henni er áfastur árekstrarpúði til þess að milda högg ef á hann er ekið og varna því að ekið sé inn á framkvæmdarsvæði. Við stærri framkvæmdir eru svo víðtækari varnir settar upp, svo sem hjáleiðir, vegtálmar, gátskildir eða umferðarstýring svo eitthvað sé nefnt. Í 36. gr. umferðarlaganna er sett sérstök skylda á ökumann að aka nægjanlega hægt miðað við aðstæður þar sem vegavinna fer fram. Þessi varúðarráðstöfun er bæði fyrir starfsmennina sem og vegfarendurnar sjálfa. Það liggur í hlutarins eðli að meðan unnið er á og við veg geta skapast óvæntar aðstæður sem geta valdið hættu fyrir alla á svæðinu. Vegsýn er oft skert og þörf á að fara yfir á öfugan vegarhelming. Oft hefur hurð skollið nærri hælum og jafnvel á hælinn sjálfan. Það er því afar mikilvægt að vegfarendur sýni tillitssemi þegar ekið er um framkvæmdasvæði, lækki hraðann, eða jafnvel stöðvi þegar svo ber við og haldi fullri athygli allan tímann við aksturinn. Það er nokkuð víst að betra er að koma aðeins of seint á áfangastað en aldrei. Höfundur er öryggisstjóri Vegagerðarinnar.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun