Skipstjóri faldi myndavél inni á klósetti Íslendinga Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. júní 2023 06:46 Lögregla handtók manninn og verður réttað yfir honum þann 6. desember næstkomandi. EPA/SEBASTIEN NOGIER Íslenskur hópur í fríi í Cannes í Frakklandi var á siglingu við borgina þarsíðustu helgi þegar einn úr hópnum tók eftir myndavél sem falin var inni í vegg á klósetti í bátnum þar sem þau höfðu fataskipti. Málið var tilkynnt til lögreglu sem handtók skipstjórann við komu til hafnar. Franski miðillinn Nice Matin gerir málinu skil en samkvæmt heimildum Vísis er um að ræða Íslendinga sem staddir voru í fríi í Cannes. Maðurinn hafði myndað sex einstaklinga í hópnum við fataskipti þegar einn meðlima hans uppgötvaði myndavélina. Í umfjöllun Nice Matin kemur fram að um hafi verið að ræða tuttugu manna hóp. Hópurinn hafi ákveðið að gera sér glaðan dag og leigt stóran seglbát og haldið í dagsferð. Þá hafi ung kona í hópnum uppgötvað síma skipstjórans sem falinn hafi verið í vegg fyrir ofan klósettið. Hópurinn gerði lögreglu viðvart sem beið bátsins þegar hann kom aftur til hafnar í Cannes. Þar lagði hún hald á síma mannsins, að því er fram kemur í umfjöllun franska miðilsins. Fundust nokkur myndbönd í símanum af ungum konum á þrítugsaldri sem hann hafði myndað á meðan þær höfðu fataskipti. Maðurinn neitar sök og ber fyrir sig að hann hafi sett upp símann í rýminu til þess að fylgjast með því hvort gestir bátsins neyti eiturlyfja. Skipstjóranum hefur verið sleppt en ber að mæta fyrir dóm þann 6. desember næstkomandi. Lögreglumál Íslendingar erlendis Frakkland Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Sjá meira
Franski miðillinn Nice Matin gerir málinu skil en samkvæmt heimildum Vísis er um að ræða Íslendinga sem staddir voru í fríi í Cannes. Maðurinn hafði myndað sex einstaklinga í hópnum við fataskipti þegar einn meðlima hans uppgötvaði myndavélina. Í umfjöllun Nice Matin kemur fram að um hafi verið að ræða tuttugu manna hóp. Hópurinn hafi ákveðið að gera sér glaðan dag og leigt stóran seglbát og haldið í dagsferð. Þá hafi ung kona í hópnum uppgötvað síma skipstjórans sem falinn hafi verið í vegg fyrir ofan klósettið. Hópurinn gerði lögreglu viðvart sem beið bátsins þegar hann kom aftur til hafnar í Cannes. Þar lagði hún hald á síma mannsins, að því er fram kemur í umfjöllun franska miðilsins. Fundust nokkur myndbönd í símanum af ungum konum á þrítugsaldri sem hann hafði myndað á meðan þær höfðu fataskipti. Maðurinn neitar sök og ber fyrir sig að hann hafi sett upp símann í rýminu til þess að fylgjast með því hvort gestir bátsins neyti eiturlyfja. Skipstjóranum hefur verið sleppt en ber að mæta fyrir dóm þann 6. desember næstkomandi.
Lögreglumál Íslendingar erlendis Frakkland Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Sjá meira