Fullyrtu um tuttugu milljóna lágmark sem enginn fótur var fyrir Árni Sæberg skrifar 26. júní 2023 15:03 Birna Einarsdóttir er bankastjóri Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Starfsmenn Íslandsbanka beindu útboði á hlut ríkisins að 99 almennum fjárfestum, þrátt fyrir að um útboð fyrir fagfjárfesta hafi verið að ræða. Í níu tilfellum, þar sem hljóðrituð símtöl liggja fyrir, kemur fram í símtölum starfsmanna bankans við almenna fjárfesta að lágmarksfjárhæð í útboðinu væri 20 milljónir króna. Þær fullyrðingar voru rangar. Þetta kemur fram í samkomulagi um sátt Seðlabankans við Íslandsbanka. Þar segir jafnframt að í ljósi þess að símtalsupptökur liggja ekki fyrir nema að litlu leyti hjá Íslandsbanka, sé ekki hægt að segja til um í hve mörgum tilfellum starfsmenn bankans veittu rangar upplýsingar um að krafa væri um lágmarksfjárhæð í útboðinu. Í símtali forstöðumanns hjá bankanum við viðskiptavin, þar sem honum er boðin þátttaka í útboðinu, kemur meðal annars fram að viðskiptavinurinn hafi talið að útboðið væri einungis ætlað hæfum fjárfestum en ekki einstaklingum eins og honum. „Forstöðumaðurinn svarar honum að hann sé ekki að hringja í hann sem einstakling heldur sem viðskiptavin Eignastýringar sem geti komið inn sem fagfjárfestir í gegnum Eignastýringu málsaðila. Þá upplýsti forstöðumaðurinn viðskiptavininn að lágmarksfjárhæð til að taka þátt sé 20 milljónir króna. Viðskiptavinurinn spurði síðan hvort nöfn þeirra aðila sem kaupi í útboðinu verði gefin upp og svarar forstöðumaðurinn að hann sendi bara inn heild en hafi lista um viðskiptavini hjá sér,“ segir í samkomulaginu. Veitti Bankasýslunni einnig villandi upplýsingar Í samkomulaginu segir að fyrir liggi að níu viðskiptavinir bankans höfðu ekki fengið staðfestingu á flokkun sem fagfjárfestar, þegar útboðinu lauk. Hefði því með réttu átt að fjarlægja tilboð þeirra úr tilboðsbók þar sem tilboðin uppfylltu ekki skilmála Bankasýslunnar. Þá segir að með því að gera 99 almennum fjárfestum kleift að taka þátt í útboðinu, í gegnum eignastýringaþjónustu bankans, sé það mat fjármálaeftirlitsins að bankinn, sem einn þriggja umsjónaraðila útboðsins, hafi ekki gætt hagsmuna Bankasýslunnar af því að farið yrði að skilmálum útboðsins. „Þá ýtir það undir alvarleika háttseminnar að málsaðili fór ekki að skilmálum Bankasýslunnar og að forstöðumaður hjá málsaðila veitti viðskiptavinum rangar upplýsingar um skilmála útboðsins, en gera verður ríkar kröfur til þess að starfsmenn og stjórnendur verðbréfafyrirtækja þekki vel þær vörur og þjónustu sem boðin er hverju sinni.“ Athygli vekur að Sveinbjörn Sveinbjörnsson lét af störfum sem forstöðumaður eignastýringar hjá Íslandsbanka í mars síðastliðnum. Hann hafði sinnt starfinu frá árinu 2018. Tengd skjöl Samkomulag_um_satt_PDF4.6MBSækja skjal Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Seðlabankinn Tengdar fréttir „Stjórnin á bankanum er óásættanleg að mínu mati“ Stjórnendur Íslandsbanka brugðust trausti þjóðarinnar algjörlega við sölu bankans á hlutum í eigu ríkisins og stjórn bankans er óáættanleg að mati viðskiptaráðherra. Alvarleg og kerfislæg brot Íslandsbanka við sölu bankans eru dregin fram í skýrslu Fjármálaeftirlits Seðlabankans um sátt sem gerð var á dögunum vegna sölunnar en birt var í morgun. 26. júní 2023 12:22 Vill að stjórnendur axli ábyrgð: „Það blasir við að þetta er áfellisdómur“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir skýrsluna um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka áfellisdóm. Það sé eðlileg krafa almennings að stjórnendur bankans axli með einhverjum hætti ábyrgð. 26. júní 2023 12:21 Samþykktu allar beiðnir starfsmanna um að taka þátt í útboðinu Regluvarsla Íslandsbanka samþykkti allar beiðnir starfsmanna um þátttöku í útboði á hlut ríkisins í bankanum í fyrra þrátt fyrir að aðeins fjórir starfsmenn og einn tengdur aðili væri flokkaður sem fagfjárfestar þegar útboðið hófst. Fjármálaeftirlitið telur þátttöku starfsmanna hafa skapað fjölmarga hagsmunaárekstra. 26. júní 2023 11:45 Háttsemi ISB haft „skaðleg áhrif á traust og trúverðugleika“ fjármálamarkaða Stjórn og bankastjóri Íslandsbanka sýndi af sér „athafnaleysi vegna viðvarandi annmarka“ á skráningu og varðveislu símtala þegar hann seldi hluti ríkisins í sjálfum sér auk þess sem stjórnarhættir bankans bera „vott um skort á áhættuvitund,“ að mati fjármálaeftirlits Seðlabankans. Eftirlitið telur brot Íslandsbanka benda til „veikleika í innra eftirlitskerfi“ hans og að háttsemin sé til þess fallin að hafa „skaðleg áhrif á traust og trúverðugleika fjármálamarkaða.“ 26. júní 2023 09:59 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Þetta kemur fram í samkomulagi um sátt Seðlabankans við Íslandsbanka. Þar segir jafnframt að í ljósi þess að símtalsupptökur liggja ekki fyrir nema að litlu leyti hjá Íslandsbanka, sé ekki hægt að segja til um í hve mörgum tilfellum starfsmenn bankans veittu rangar upplýsingar um að krafa væri um lágmarksfjárhæð í útboðinu. Í símtali forstöðumanns hjá bankanum við viðskiptavin, þar sem honum er boðin þátttaka í útboðinu, kemur meðal annars fram að viðskiptavinurinn hafi talið að útboðið væri einungis ætlað hæfum fjárfestum en ekki einstaklingum eins og honum. „Forstöðumaðurinn svarar honum að hann sé ekki að hringja í hann sem einstakling heldur sem viðskiptavin Eignastýringar sem geti komið inn sem fagfjárfestir í gegnum Eignastýringu málsaðila. Þá upplýsti forstöðumaðurinn viðskiptavininn að lágmarksfjárhæð til að taka þátt sé 20 milljónir króna. Viðskiptavinurinn spurði síðan hvort nöfn þeirra aðila sem kaupi í útboðinu verði gefin upp og svarar forstöðumaðurinn að hann sendi bara inn heild en hafi lista um viðskiptavini hjá sér,“ segir í samkomulaginu. Veitti Bankasýslunni einnig villandi upplýsingar Í samkomulaginu segir að fyrir liggi að níu viðskiptavinir bankans höfðu ekki fengið staðfestingu á flokkun sem fagfjárfestar, þegar útboðinu lauk. Hefði því með réttu átt að fjarlægja tilboð þeirra úr tilboðsbók þar sem tilboðin uppfylltu ekki skilmála Bankasýslunnar. Þá segir að með því að gera 99 almennum fjárfestum kleift að taka þátt í útboðinu, í gegnum eignastýringaþjónustu bankans, sé það mat fjármálaeftirlitsins að bankinn, sem einn þriggja umsjónaraðila útboðsins, hafi ekki gætt hagsmuna Bankasýslunnar af því að farið yrði að skilmálum útboðsins. „Þá ýtir það undir alvarleika háttseminnar að málsaðili fór ekki að skilmálum Bankasýslunnar og að forstöðumaður hjá málsaðila veitti viðskiptavinum rangar upplýsingar um skilmála útboðsins, en gera verður ríkar kröfur til þess að starfsmenn og stjórnendur verðbréfafyrirtækja þekki vel þær vörur og þjónustu sem boðin er hverju sinni.“ Athygli vekur að Sveinbjörn Sveinbjörnsson lét af störfum sem forstöðumaður eignastýringar hjá Íslandsbanka í mars síðastliðnum. Hann hafði sinnt starfinu frá árinu 2018. Tengd skjöl Samkomulag_um_satt_PDF4.6MBSækja skjal
Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Seðlabankinn Tengdar fréttir „Stjórnin á bankanum er óásættanleg að mínu mati“ Stjórnendur Íslandsbanka brugðust trausti þjóðarinnar algjörlega við sölu bankans á hlutum í eigu ríkisins og stjórn bankans er óáættanleg að mati viðskiptaráðherra. Alvarleg og kerfislæg brot Íslandsbanka við sölu bankans eru dregin fram í skýrslu Fjármálaeftirlits Seðlabankans um sátt sem gerð var á dögunum vegna sölunnar en birt var í morgun. 26. júní 2023 12:22 Vill að stjórnendur axli ábyrgð: „Það blasir við að þetta er áfellisdómur“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir skýrsluna um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka áfellisdóm. Það sé eðlileg krafa almennings að stjórnendur bankans axli með einhverjum hætti ábyrgð. 26. júní 2023 12:21 Samþykktu allar beiðnir starfsmanna um að taka þátt í útboðinu Regluvarsla Íslandsbanka samþykkti allar beiðnir starfsmanna um þátttöku í útboði á hlut ríkisins í bankanum í fyrra þrátt fyrir að aðeins fjórir starfsmenn og einn tengdur aðili væri flokkaður sem fagfjárfestar þegar útboðið hófst. Fjármálaeftirlitið telur þátttöku starfsmanna hafa skapað fjölmarga hagsmunaárekstra. 26. júní 2023 11:45 Háttsemi ISB haft „skaðleg áhrif á traust og trúverðugleika“ fjármálamarkaða Stjórn og bankastjóri Íslandsbanka sýndi af sér „athafnaleysi vegna viðvarandi annmarka“ á skráningu og varðveislu símtala þegar hann seldi hluti ríkisins í sjálfum sér auk þess sem stjórnarhættir bankans bera „vott um skort á áhættuvitund,“ að mati fjármálaeftirlits Seðlabankans. Eftirlitið telur brot Íslandsbanka benda til „veikleika í innra eftirlitskerfi“ hans og að háttsemin sé til þess fallin að hafa „skaðleg áhrif á traust og trúverðugleika fjármálamarkaða.“ 26. júní 2023 09:59 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
„Stjórnin á bankanum er óásættanleg að mínu mati“ Stjórnendur Íslandsbanka brugðust trausti þjóðarinnar algjörlega við sölu bankans á hlutum í eigu ríkisins og stjórn bankans er óáættanleg að mati viðskiptaráðherra. Alvarleg og kerfislæg brot Íslandsbanka við sölu bankans eru dregin fram í skýrslu Fjármálaeftirlits Seðlabankans um sátt sem gerð var á dögunum vegna sölunnar en birt var í morgun. 26. júní 2023 12:22
Vill að stjórnendur axli ábyrgð: „Það blasir við að þetta er áfellisdómur“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir skýrsluna um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka áfellisdóm. Það sé eðlileg krafa almennings að stjórnendur bankans axli með einhverjum hætti ábyrgð. 26. júní 2023 12:21
Samþykktu allar beiðnir starfsmanna um að taka þátt í útboðinu Regluvarsla Íslandsbanka samþykkti allar beiðnir starfsmanna um þátttöku í útboði á hlut ríkisins í bankanum í fyrra þrátt fyrir að aðeins fjórir starfsmenn og einn tengdur aðili væri flokkaður sem fagfjárfestar þegar útboðið hófst. Fjármálaeftirlitið telur þátttöku starfsmanna hafa skapað fjölmarga hagsmunaárekstra. 26. júní 2023 11:45
Háttsemi ISB haft „skaðleg áhrif á traust og trúverðugleika“ fjármálamarkaða Stjórn og bankastjóri Íslandsbanka sýndi af sér „athafnaleysi vegna viðvarandi annmarka“ á skráningu og varðveislu símtala þegar hann seldi hluti ríkisins í sjálfum sér auk þess sem stjórnarhættir bankans bera „vott um skort á áhættuvitund,“ að mati fjármálaeftirlits Seðlabankans. Eftirlitið telur brot Íslandsbanka benda til „veikleika í innra eftirlitskerfi“ hans og að háttsemin sé til þess fallin að hafa „skaðleg áhrif á traust og trúverðugleika fjármálamarkaða.“ 26. júní 2023 09:59