Framtíð stjórnarsamstarfsins gæti ráðist af hvalveiðimálum Heimir Már Pétursson skrifar 27. júní 2023 12:20 Allt lék í lyndi á Kjarvalsstöðum í nóvember 2021 þegar formennirnir kynntu uppfærðan stjórnarsáttmála. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Vísir/Vilhelm Framtíð stjórnarsamstarfsins gæti ráðist af því hvernig hvalveiðimálum framvindur innan ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra bakkar upp ákvörðun matvælaráðherra um tímabundið veiðibann. Fjármálaráðherra og innviðaráðherra segja að málið hins vegar snúast um framtíð hvalveiða almennt og það hefði því átt að koma fyrir Alþingi. Það kom fram í beinni útsendingu í Pallborðinu í morgun, þar sem formenn stjórnarflokkanna sátu fyrir svörum, að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um tímabundið bann við hvalveiðum er mikið hitamál innan ríkisstjórnarinnar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagðist styðja flokkssystur sína Svandísi í ákvörðun hennar þótt ljóst væri að innan stjórnarflokkanna væri ólík sýn á hvalveiðum almennt. Matvælaráðherra hefði fengið til sín mjög skýrt álit frá fagráði um velferð villtra dýra um að veiðarnar væru ekki í anda laga um velferð villtra dýra. Forsætisráðherra sagði matvælaráðherra ekki hafa getað brugðist öðruvísi við en hún gerði eftir að hafa fengið mjög skýrt álit fagráðs um velferð viltra dýra.Vísir/Vilhelm „Ég hefði talið það nánast ómögulegt fyrir ráðherrann að aðhafast ekki með þetta álit. Þótt þarna vegist á annars vegar sjónarmið atvinnurekenda og þetta mjög svo skýra álit sem byggir á lögum um velferð viltra dýra. Þannig að já, ég tel að ráðherrann hafi gert rétt,” sagði Katrín. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði ákvörðun matvælaráðherra hafa komið honum á óvart og hann hefði ekki átt samtal við Svandísi um málið. Það væri margt til umhugsunar varðandi þessa ákvörðun. Bjarni Bendiktsson segir það skýran vilja þingflokks Sjálfstæðisflokksins að ákvörðun matvælaráðherra verði tekin til endurskoðunar.Vísir/Vilhelm Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefði rætt málið oft og síðast í gær. Skilaboðin þaðan væru skýr um að það ætti að endurskoða þessa ákvörðun. „Hér eru ekki bara að vegast á í mínum huga atriði sem snúa að velferð dýra heldur kemur hér margt fleira til. Í fyrsta lagi erum við og höfum verið hvalveiðiþjóð í gegnum tíðina. Það að hætta þeim veiðum eða stöðva þær á grundvelli dýravelferðar er bara risastór ákvörðun sem ég hefði talið að þyrfti að fara fyrir þingið,“ sagði Bjarni. Hvalveiðivertíðun átti að hefjast daginn eftir að matvælaráðherra setti á tímabundið bann við veiðunum.Stöð 2/Egill Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tók undir það með Bjarna að málið snérist um hvalveiðar almennt og hefði þess vegna átt að koma fyrir Alþingi. Það gæti ekki talist meðalhóf í stjórnsýslu að setja bannið á deginum áður en veiðar áttu að hefjast. Sigurður Ingi Jóhannsson telur að ræða hefði þurft bann við hvalveiðum á Alþingi.Vísir/Vilhelm Hvernig hefðir þú viljað að ráðherra brigðist við þegar hún fær þessi gögn upp í hendurnar? „Ég hefði viljað setja saman einhvern hóp af sérfræðingum til að leggjast yfir þetta ráðgefandi álit fagráðsins. Það er síðan alveg sérstök umræða hvort við ætlum að hætta hvalveiðum,“ sagði formaður Framsóknarflokksins. Framvinda þessa máls, Bjarni, skiptir hún máli varðandi framtíð stjórnarsamstarfsins? „Ég skal bara ekkert segja til um það á þessum tímapunkti. Mér finnst þetta ekki vera gott innlegg inn í stjórnarsamstarfið á þessum tímapunkti. Mér finnst aðdragandinn ekki vera ásættanlegur,“ sagði formaður Sjálfstæðisflokksins. Pallborð á Vísi um Íslandsbanka söluna, Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Heimir Már Pétursso, Fréttastofa Stöðvar 2 Vísis og Bylgjunnar „Það skiptir auðvitað máli hvernig við nálgumst annars vegar einstaka ákvarðanir sem fyrirfram er vitað að séu umdeildar og síðan hvernig við auðvitað vinum úr þeim í framhaldinu. Þetta mál er eitt þeirra,“ sagði Sigurður Ingi. Katrín sagði ágreiningsmálin mörg á milli ólíkra flokka. Mestu skipti nú að takast á við stöðu efnahagsmála eins og ríkisstjórnin hefði verið að gera. Sagan segir að lítil steinvala getur oft velt þungu hlassi? „Já, já það er líka ákvörðun þeirra sem fara með stjórnartaumana hverju sinni,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Pallborðið Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Það kom fram í beinni útsendingu í Pallborðinu í morgun, þar sem formenn stjórnarflokkanna sátu fyrir svörum, að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um tímabundið bann við hvalveiðum er mikið hitamál innan ríkisstjórnarinnar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagðist styðja flokkssystur sína Svandísi í ákvörðun hennar þótt ljóst væri að innan stjórnarflokkanna væri ólík sýn á hvalveiðum almennt. Matvælaráðherra hefði fengið til sín mjög skýrt álit frá fagráði um velferð villtra dýra um að veiðarnar væru ekki í anda laga um velferð villtra dýra. Forsætisráðherra sagði matvælaráðherra ekki hafa getað brugðist öðruvísi við en hún gerði eftir að hafa fengið mjög skýrt álit fagráðs um velferð viltra dýra.Vísir/Vilhelm „Ég hefði talið það nánast ómögulegt fyrir ráðherrann að aðhafast ekki með þetta álit. Þótt þarna vegist á annars vegar sjónarmið atvinnurekenda og þetta mjög svo skýra álit sem byggir á lögum um velferð viltra dýra. Þannig að já, ég tel að ráðherrann hafi gert rétt,” sagði Katrín. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði ákvörðun matvælaráðherra hafa komið honum á óvart og hann hefði ekki átt samtal við Svandísi um málið. Það væri margt til umhugsunar varðandi þessa ákvörðun. Bjarni Bendiktsson segir það skýran vilja þingflokks Sjálfstæðisflokksins að ákvörðun matvælaráðherra verði tekin til endurskoðunar.Vísir/Vilhelm Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefði rætt málið oft og síðast í gær. Skilaboðin þaðan væru skýr um að það ætti að endurskoða þessa ákvörðun. „Hér eru ekki bara að vegast á í mínum huga atriði sem snúa að velferð dýra heldur kemur hér margt fleira til. Í fyrsta lagi erum við og höfum verið hvalveiðiþjóð í gegnum tíðina. Það að hætta þeim veiðum eða stöðva þær á grundvelli dýravelferðar er bara risastór ákvörðun sem ég hefði talið að þyrfti að fara fyrir þingið,“ sagði Bjarni. Hvalveiðivertíðun átti að hefjast daginn eftir að matvælaráðherra setti á tímabundið bann við veiðunum.Stöð 2/Egill Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tók undir það með Bjarna að málið snérist um hvalveiðar almennt og hefði þess vegna átt að koma fyrir Alþingi. Það gæti ekki talist meðalhóf í stjórnsýslu að setja bannið á deginum áður en veiðar áttu að hefjast. Sigurður Ingi Jóhannsson telur að ræða hefði þurft bann við hvalveiðum á Alþingi.Vísir/Vilhelm Hvernig hefðir þú viljað að ráðherra brigðist við þegar hún fær þessi gögn upp í hendurnar? „Ég hefði viljað setja saman einhvern hóp af sérfræðingum til að leggjast yfir þetta ráðgefandi álit fagráðsins. Það er síðan alveg sérstök umræða hvort við ætlum að hætta hvalveiðum,“ sagði formaður Framsóknarflokksins. Framvinda þessa máls, Bjarni, skiptir hún máli varðandi framtíð stjórnarsamstarfsins? „Ég skal bara ekkert segja til um það á þessum tímapunkti. Mér finnst þetta ekki vera gott innlegg inn í stjórnarsamstarfið á þessum tímapunkti. Mér finnst aðdragandinn ekki vera ásættanlegur,“ sagði formaður Sjálfstæðisflokksins. Pallborð á Vísi um Íslandsbanka söluna, Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Heimir Már Pétursso, Fréttastofa Stöðvar 2 Vísis og Bylgjunnar „Það skiptir auðvitað máli hvernig við nálgumst annars vegar einstaka ákvarðanir sem fyrirfram er vitað að séu umdeildar og síðan hvernig við auðvitað vinum úr þeim í framhaldinu. Þetta mál er eitt þeirra,“ sagði Sigurður Ingi. Katrín sagði ágreiningsmálin mörg á milli ólíkra flokka. Mestu skipti nú að takast á við stöðu efnahagsmála eins og ríkisstjórnin hefði verið að gera. Sagan segir að lítil steinvala getur oft velt þungu hlassi? „Já, já það er líka ákvörðun þeirra sem fara með stjórnartaumana hverju sinni,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Pallborðið Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira