Ótrúverðugt að „undirbúningur upp á tíu“ hafi leitt til niðurstöðu „drekkhlöðnum lögbrotum“ Atli Ísleifsson og Lovísa Arnardóttir skrifa 28. júní 2023 10:26 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir vanta umfjöllun um pólitískan aðdraganda Íslandsbankasölunnar. Vísir/Vilhelm „Við þurfum að fá að sjá spilin um það hver var aðdragandinn því það er einfaldlega ekki trúverðugt að einhver undirbúningur hafi verið upp á tíu hafi leitt til niðurstöðu sem er drekkhlaðin lögbrotum.“ Þetta sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi þar sem brot í tengslum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka voru til umræðu. Þingflokkur Viðreisnar óskaði í gær eftir því að þing yrði kallað saman. Ekki nóg að skoða einhverja „kúreka í verktöku“ Þorbjörg Sigríður sagði það blasi við að rannsóknarnefnd væri hið eðlilega og nauðsynlega skref að taka núna. „Það eru komnar tvær skýrslur nú sem fjalla um framkvæmdina. Um Bankasýsluna sem leiddi til þess að ríkisstjórnin sendi út fréttatilkynningu og lagði Bankasýsluna niður og síðan þessi úttekt hjá fjármálaeftirlitinu sem sýnir mjög alvarleg lögbrot. Það sem vantar er umfjöllun um pólitíska aðdraganda málsins. Það var um þetta fjallað í ráðherranefnd um efnahagsmál. Við vitum að þar var ágreiningur á milli ráðherra um hvaða leið átti að fara. Við þurfum að fá að sjá spilin um það hver var aðdragandinn því það er einfaldlega ekki trúverðugt að einhver undirbúningur hafi verið upp á tíu hafi leitt til niðurstöðu sem er drekkhlaðin lögbrotum. Það er bara ekki nóg að skoða einhverja kúreka í verktöku við að selja þennan banka og að forsætisráðherra leggi það á borðið að við verðum að hafa hennar orð fyrir því að allur undirbúningur af hálfu fjármálaráðherra hafi verið góður. Það bara dugar ekki til,“ segir Þorbjörg Sigríður. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segist telja að það sé orðið öllum ljóst að það er ekkert annað í stöðunni en að koma á fót rannsóknarnefnd. Vísir/Vilhelm Ekkert sem bendi til að aðrir ferlar hafi verið í lagi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, sagðist einnig styðja þá tillögu að þing komi saman til að ræða brotin í tengslum við söluferlið. „Svo sannanlega. Ég held að það sé orðið öllum ljóst að það er ekkert annað í stöðunni en að koma á fót rannsóknarnefnd. Eins og Þorbjörg sagði hérna þá er einfaldlega ekkert sem hefur komið fram sem gefur okkur ástæðu til þess að ætla að aðrir ferlar hafi verið í lagi. Forsætisráðherra hefur það í hendi sér að kalla saman þing og setja á fót þessa rannsóknarnefnd. Við teljum að þjóðin eigi rétt á því að fá allar upplýsingar um framkvæmd þessarar sölu. Þetta er bara aðeins og mikið sem er búið að koma í ljós,“ segir Arndís Anna. Alþingi Viðreisn Píratar Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Birna lætur af störfum hjá Íslandsbanka Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hefur ákveðið að stíga til hliðar „með hagsmuni bankans að leiðarljósi“. Segist hún gera það til að „ró geti myndast vegna sáttar Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands“. 28. júní 2023 06:07 Brotin geti haft mikið að segja um orðspor Íslandsbanka Það að Íslandsbanki hafi hvorki greint hagsmunaárekstra með fullnægjandi hætti né tryggt að þeir sköðuðu ekki hagsmuni viðskiptavina þegar bankinn seldi hluti í sjálfum sér er ein af stærstu orðsporsáhættum bankans í sáttinni við fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands. Þetta segir Andri Fannar Bergþórsson, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, lögmaður hjá Advel lögmönnum og fyrrverandi nefndarmaður í fjármálaeftirlitsnefnd. 27. júní 2023 12:11 Bankastjórnendur rúnir trausti og þurfa að axla ábyrgð Stjórnendur Íslandsbanka gengu fram af vanvirðingu fyrir verkefninu sem þeim var treyst fyrir þegar hlutir ríkisins í bankanum voru seldir í fyrra, að sögn forsætisráðherra. Innviðaráðherra segir augljóst að þeir þurfi að axla ábyrgð og að fullkomið vantraust ríki í garð þeirra. 27. júní 2023 09:19 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Þetta sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi þar sem brot í tengslum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka voru til umræðu. Þingflokkur Viðreisnar óskaði í gær eftir því að þing yrði kallað saman. Ekki nóg að skoða einhverja „kúreka í verktöku“ Þorbjörg Sigríður sagði það blasi við að rannsóknarnefnd væri hið eðlilega og nauðsynlega skref að taka núna. „Það eru komnar tvær skýrslur nú sem fjalla um framkvæmdina. Um Bankasýsluna sem leiddi til þess að ríkisstjórnin sendi út fréttatilkynningu og lagði Bankasýsluna niður og síðan þessi úttekt hjá fjármálaeftirlitinu sem sýnir mjög alvarleg lögbrot. Það sem vantar er umfjöllun um pólitíska aðdraganda málsins. Það var um þetta fjallað í ráðherranefnd um efnahagsmál. Við vitum að þar var ágreiningur á milli ráðherra um hvaða leið átti að fara. Við þurfum að fá að sjá spilin um það hver var aðdragandinn því það er einfaldlega ekki trúverðugt að einhver undirbúningur hafi verið upp á tíu hafi leitt til niðurstöðu sem er drekkhlaðin lögbrotum. Það er bara ekki nóg að skoða einhverja kúreka í verktöku við að selja þennan banka og að forsætisráðherra leggi það á borðið að við verðum að hafa hennar orð fyrir því að allur undirbúningur af hálfu fjármálaráðherra hafi verið góður. Það bara dugar ekki til,“ segir Þorbjörg Sigríður. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segist telja að það sé orðið öllum ljóst að það er ekkert annað í stöðunni en að koma á fót rannsóknarnefnd. Vísir/Vilhelm Ekkert sem bendi til að aðrir ferlar hafi verið í lagi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, sagðist einnig styðja þá tillögu að þing komi saman til að ræða brotin í tengslum við söluferlið. „Svo sannanlega. Ég held að það sé orðið öllum ljóst að það er ekkert annað í stöðunni en að koma á fót rannsóknarnefnd. Eins og Þorbjörg sagði hérna þá er einfaldlega ekkert sem hefur komið fram sem gefur okkur ástæðu til þess að ætla að aðrir ferlar hafi verið í lagi. Forsætisráðherra hefur það í hendi sér að kalla saman þing og setja á fót þessa rannsóknarnefnd. Við teljum að þjóðin eigi rétt á því að fá allar upplýsingar um framkvæmd þessarar sölu. Þetta er bara aðeins og mikið sem er búið að koma í ljós,“ segir Arndís Anna.
Alþingi Viðreisn Píratar Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Birna lætur af störfum hjá Íslandsbanka Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hefur ákveðið að stíga til hliðar „með hagsmuni bankans að leiðarljósi“. Segist hún gera það til að „ró geti myndast vegna sáttar Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands“. 28. júní 2023 06:07 Brotin geti haft mikið að segja um orðspor Íslandsbanka Það að Íslandsbanki hafi hvorki greint hagsmunaárekstra með fullnægjandi hætti né tryggt að þeir sköðuðu ekki hagsmuni viðskiptavina þegar bankinn seldi hluti í sjálfum sér er ein af stærstu orðsporsáhættum bankans í sáttinni við fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands. Þetta segir Andri Fannar Bergþórsson, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, lögmaður hjá Advel lögmönnum og fyrrverandi nefndarmaður í fjármálaeftirlitsnefnd. 27. júní 2023 12:11 Bankastjórnendur rúnir trausti og þurfa að axla ábyrgð Stjórnendur Íslandsbanka gengu fram af vanvirðingu fyrir verkefninu sem þeim var treyst fyrir þegar hlutir ríkisins í bankanum voru seldir í fyrra, að sögn forsætisráðherra. Innviðaráðherra segir augljóst að þeir þurfi að axla ábyrgð og að fullkomið vantraust ríki í garð þeirra. 27. júní 2023 09:19 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Birna lætur af störfum hjá Íslandsbanka Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hefur ákveðið að stíga til hliðar „með hagsmuni bankans að leiðarljósi“. Segist hún gera það til að „ró geti myndast vegna sáttar Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands“. 28. júní 2023 06:07
Brotin geti haft mikið að segja um orðspor Íslandsbanka Það að Íslandsbanki hafi hvorki greint hagsmunaárekstra með fullnægjandi hætti né tryggt að þeir sköðuðu ekki hagsmuni viðskiptavina þegar bankinn seldi hluti í sjálfum sér er ein af stærstu orðsporsáhættum bankans í sáttinni við fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands. Þetta segir Andri Fannar Bergþórsson, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, lögmaður hjá Advel lögmönnum og fyrrverandi nefndarmaður í fjármálaeftirlitsnefnd. 27. júní 2023 12:11
Bankastjórnendur rúnir trausti og þurfa að axla ábyrgð Stjórnendur Íslandsbanka gengu fram af vanvirðingu fyrir verkefninu sem þeim var treyst fyrir þegar hlutir ríkisins í bankanum voru seldir í fyrra, að sögn forsætisráðherra. Innviðaráðherra segir augljóst að þeir þurfi að axla ábyrgð og að fullkomið vantraust ríki í garð þeirra. 27. júní 2023 09:19
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu