Stjórn hefur ekki tekið afstöðu til birtingar starfslokasamnings Helena Rós Sturludóttir skrifar 2. júlí 2023 12:27 Finnur Árnason, stjórnarformaður Íslandsbanka, segir upplýsingar um starfslokasamning Birnu verða birtar eins og lög gera ráð fyrir, í uppgjöri bankans. Vísir/Vilhelm Nefndarmenn fjárlaganefndar Alþingis krefjast þess að starfslokasamningur Birnu Einarsdóttur, fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka, verði birtur strax. Stjórnarformaður bankans segir stjórn bankans ekki hafa tekið afstöðu til málsins. Aðfaranótt miðvikudags greindi Íslandsbanki fá því að Birna hefði sagt upp störfum. Finnur Árnason stjórnarformaður bankans sagði starfslokasamning hafa verið gerðan við Birnu í samræmi við ráðningarsamning hennar og í samræmi við lög um fjármálafyrirtæki. Samningurinn yrði þó ekki birtur fyrr en í uppgjöri bankans. Er það samróma álit meirihluta nefndarmanna fjárlaganefndar að samningurinn verði birtur strax, ekki sé ástæða til að bíða með þær upplýsingar. Finnur sagði í svari við skriflegri fyrirspurn fréttastofu í morgun að upplýsingarnar verði birtar eins og lög geri ráð fyrir. Björn Leví Gunnarsson, Pírati og nefndarmaður fjárlaganefndar, segir tilgangslaust að málinu sé slegið á frest. „Þetta er ekkert sem má vera í myrkrinu. Ef þetta þolir ekki dagsljósið þá er þetta ekki góður starfslokasamningur,“ segir Björn Leví. Ef til standi að birta samninginn þá sé tilgangslaust að málinu sé slegið á frest. Björn Leví segir málið einkennast af endalausum tilraunum bankans til þess að gera lítið úr því. Nefndin muni beita sér í málinu. „Með því að kalla eftir að bankinn sem að ríkissjóður og landsmenn eru enn stærsti eigandi er af fái að sjá það sem skiptir máli í þessu öllu,“ segir hann og heldur áfram: „Það er verið að velja úr því sem er verið að sýna okkur og það gengur ekki upp“. „Stjórn hefur ekki tekið afstöðu til þess að birta starfslokasamning Birnu eftir að þessar kröfur komu fram,“ segir Finnur í samskiptum við fréttastofu. Fréttin hefur verið uppfærð. Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Alþingi Tengdar fréttir Hóta að færa milljarða viðskipti frá Íslandsbanka Stjórn VR fordæmir viðbrögð Íslandsbanka við þeim brotum sem starfsmenn bankans hafi framið við útboð á um fjórðungs hlut ríksins í bankanum. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður félagsins segir VR vera með milljarða í eignastýringu og viðskiptum við Íslandsbanka og aðra aðila. Í niðurstöðu stjórnar VR felist hótun um að hætta viðskiptum við bankann bregðist hann ekki betur við stöðu mála. 29. júní 2023 12:36 Sláandi að menn telji enn söluna hafa verið farsæla Þingmenn stjórnarandstöðu telja mörgum spurningum enn ósvarað um mál Íslandsbanka. Bankasýslan segir ábyrgðina liggja hjá bankanum og að útboðið hafi verið eitt það farsælasta í Evrópu. 28. júní 2023 22:00 Nefndarfundurinn verður opinn eftir allt saman Fundur efnahags-og viðskiptanefndar þingsins á morgun verður opinn og hefst klukkan eitt eftir hádegi. Fundað verður um brot Íslandsbanka við sölumeðferð á eignarhluta ríkisins í bankanum. 27. júní 2023 16:53 Bankastjórnendur rúnir trausti og þurfa að axla ábyrgð Stjórnendur Íslandsbanka gengu fram af vanvirðingu fyrir verkefninu sem þeim var treyst fyrir þegar hlutir ríkisins í bankanum voru seldir í fyrra, að sögn forsætisráðherra. Innviðaráðherra segir augljóst að þeir þurfi að axla ábyrgð og að fullkomið vantraust ríki í garð þeirra. 27. júní 2023 09:19 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Aðfaranótt miðvikudags greindi Íslandsbanki fá því að Birna hefði sagt upp störfum. Finnur Árnason stjórnarformaður bankans sagði starfslokasamning hafa verið gerðan við Birnu í samræmi við ráðningarsamning hennar og í samræmi við lög um fjármálafyrirtæki. Samningurinn yrði þó ekki birtur fyrr en í uppgjöri bankans. Er það samróma álit meirihluta nefndarmanna fjárlaganefndar að samningurinn verði birtur strax, ekki sé ástæða til að bíða með þær upplýsingar. Finnur sagði í svari við skriflegri fyrirspurn fréttastofu í morgun að upplýsingarnar verði birtar eins og lög geri ráð fyrir. Björn Leví Gunnarsson, Pírati og nefndarmaður fjárlaganefndar, segir tilgangslaust að málinu sé slegið á frest. „Þetta er ekkert sem má vera í myrkrinu. Ef þetta þolir ekki dagsljósið þá er þetta ekki góður starfslokasamningur,“ segir Björn Leví. Ef til standi að birta samninginn þá sé tilgangslaust að málinu sé slegið á frest. Björn Leví segir málið einkennast af endalausum tilraunum bankans til þess að gera lítið úr því. Nefndin muni beita sér í málinu. „Með því að kalla eftir að bankinn sem að ríkissjóður og landsmenn eru enn stærsti eigandi er af fái að sjá það sem skiptir máli í þessu öllu,“ segir hann og heldur áfram: „Það er verið að velja úr því sem er verið að sýna okkur og það gengur ekki upp“. „Stjórn hefur ekki tekið afstöðu til þess að birta starfslokasamning Birnu eftir að þessar kröfur komu fram,“ segir Finnur í samskiptum við fréttastofu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Alþingi Tengdar fréttir Hóta að færa milljarða viðskipti frá Íslandsbanka Stjórn VR fordæmir viðbrögð Íslandsbanka við þeim brotum sem starfsmenn bankans hafi framið við útboð á um fjórðungs hlut ríksins í bankanum. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður félagsins segir VR vera með milljarða í eignastýringu og viðskiptum við Íslandsbanka og aðra aðila. Í niðurstöðu stjórnar VR felist hótun um að hætta viðskiptum við bankann bregðist hann ekki betur við stöðu mála. 29. júní 2023 12:36 Sláandi að menn telji enn söluna hafa verið farsæla Þingmenn stjórnarandstöðu telja mörgum spurningum enn ósvarað um mál Íslandsbanka. Bankasýslan segir ábyrgðina liggja hjá bankanum og að útboðið hafi verið eitt það farsælasta í Evrópu. 28. júní 2023 22:00 Nefndarfundurinn verður opinn eftir allt saman Fundur efnahags-og viðskiptanefndar þingsins á morgun verður opinn og hefst klukkan eitt eftir hádegi. Fundað verður um brot Íslandsbanka við sölumeðferð á eignarhluta ríkisins í bankanum. 27. júní 2023 16:53 Bankastjórnendur rúnir trausti og þurfa að axla ábyrgð Stjórnendur Íslandsbanka gengu fram af vanvirðingu fyrir verkefninu sem þeim var treyst fyrir þegar hlutir ríkisins í bankanum voru seldir í fyrra, að sögn forsætisráðherra. Innviðaráðherra segir augljóst að þeir þurfi að axla ábyrgð og að fullkomið vantraust ríki í garð þeirra. 27. júní 2023 09:19 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Hóta að færa milljarða viðskipti frá Íslandsbanka Stjórn VR fordæmir viðbrögð Íslandsbanka við þeim brotum sem starfsmenn bankans hafi framið við útboð á um fjórðungs hlut ríksins í bankanum. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður félagsins segir VR vera með milljarða í eignastýringu og viðskiptum við Íslandsbanka og aðra aðila. Í niðurstöðu stjórnar VR felist hótun um að hætta viðskiptum við bankann bregðist hann ekki betur við stöðu mála. 29. júní 2023 12:36
Sláandi að menn telji enn söluna hafa verið farsæla Þingmenn stjórnarandstöðu telja mörgum spurningum enn ósvarað um mál Íslandsbanka. Bankasýslan segir ábyrgðina liggja hjá bankanum og að útboðið hafi verið eitt það farsælasta í Evrópu. 28. júní 2023 22:00
Nefndarfundurinn verður opinn eftir allt saman Fundur efnahags-og viðskiptanefndar þingsins á morgun verður opinn og hefst klukkan eitt eftir hádegi. Fundað verður um brot Íslandsbanka við sölumeðferð á eignarhluta ríkisins í bankanum. 27. júní 2023 16:53
Bankastjórnendur rúnir trausti og þurfa að axla ábyrgð Stjórnendur Íslandsbanka gengu fram af vanvirðingu fyrir verkefninu sem þeim var treyst fyrir þegar hlutir ríkisins í bankanum voru seldir í fyrra, að sögn forsætisráðherra. Innviðaráðherra segir augljóst að þeir þurfi að axla ábyrgð og að fullkomið vantraust ríki í garð þeirra. 27. júní 2023 09:19