Gæti verið sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 14. júlí 2023 18:08 Steina Árnadóttir við upphaf aðalmeðferðar málsins í maí. vísir/vilhelm Til greina kemur að Steina Árnadóttir, hjúkrunarfræðingurinn sem ákærð er fyrir að hafa valdið dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans, verði sakfelld fyrir manndráp af gáleysi fyrir Landsrétti. Þetta kemur fram í svari Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara við fyrirspurn Vísis. Steinu var gefið að sök að svipta konu á sextugsaldri með geðklofa, sem var sjúklingur á geðdeild Landspítalans, lífi með því að þröngva ofan í hana tveimur flöskum af næringardrykk í ágúst árið 2021. Sigríður saksóknari segir ákæruna sem slíka standa óbreytta en vísar til ákvæðis í lögum um meðferð sakamála, þar sem kveðið er á um að að dómstóll geti sakfellt fyrir önnur refsiákvæði en háttsemi er heimfærð til í ákæru. Í 180. gr. laga um meðferð sakamála segir: Hvorki má dæma ákærða fyrir aðra hegðun en þá sem í ákæru greinir né heldur dæma aðrar kröfur á hendur honum. Þó má sakfella ákærða þótt aukaatriði brots, svo sem staður og stund þess, séu ekki skýrt eða rétt greind, enda telji dómari að vörn hafi ekki verið áfátt þess vegna. Dómari getur gefið aðilum færi á að tjá sig um atriði að þessu leyti, ef þurfa þykir. Með sömu skilyrðum er dómara og rétt að dæma eftir öðrum refsiákvæðum en fram koma í ákæru, þó aldrei aðrar kröfur en þar greinir. Að öðru leyti er dómari óbundinn af kröfum aðila og yfirlýsingum nema þær varði kröfu skv. XXVI. kafla. Steina var ákærð fyrir stórfellda líkamsárás sem leiðir til dauða. Hún var sýknuð af ákærunni fyrir héraðsdómi þar sem ekki var talið sannað að hún hefði haft ásetning til þess að valda dauða sjúklingsins. „Ríkissaksóknari áfrýjaði málinu þar sem hann taldi að ákærða hefði verið ranglega sýknuð,“ segir í svari Sigríðar. Áfrýjunarstefna var gefin út í málinu 11. júlí síðastliðinn. Andlát á geðdeild Landspítala Landspítalinn Lögreglumál Dómsmál Geðheilbrigði Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingurinn sýknaður af ákæru um manndráp Hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum var sýknaður af ákæru um að hafa valdið dauða sjúklings á geðdeild spítalans fyrir tveimur árum í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Konan var sýknuð af öllum kröfum héraðssaksóknara og einkaréttarkröfu aðstandanda þess sem lést var vísað frá dómi. 21. júní 2023 10:34 Sýknudómi hjúkrunarfræðingsins áfrýjað Sýknudómi Steinu Árnadóttur, hjúkrunarfræðings á Landspítalanum, hefur verið áfrýjað af ríkissaksóknara. Hún var sýknuð af ákæru um að hafa valdið dauða sjúklings á geðdeild spítalans fyrir tveimur árum, þar sem ekki taldist sannað að hún hefði haft ásetning til þess. 13. júlí 2023 13:48 „Ég veit ekki á hvaða hausaveiðum yfirvöld eru“ Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga gagnrýnir ákvörðun ríkissaksóknara, um að áfrýja sýknudómi hjúkrunarfræðings á Landspítalanum, harðlega. 13. júlí 2023 16:31 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara við fyrirspurn Vísis. Steinu var gefið að sök að svipta konu á sextugsaldri með geðklofa, sem var sjúklingur á geðdeild Landspítalans, lífi með því að þröngva ofan í hana tveimur flöskum af næringardrykk í ágúst árið 2021. Sigríður saksóknari segir ákæruna sem slíka standa óbreytta en vísar til ákvæðis í lögum um meðferð sakamála, þar sem kveðið er á um að að dómstóll geti sakfellt fyrir önnur refsiákvæði en háttsemi er heimfærð til í ákæru. Í 180. gr. laga um meðferð sakamála segir: Hvorki má dæma ákærða fyrir aðra hegðun en þá sem í ákæru greinir né heldur dæma aðrar kröfur á hendur honum. Þó má sakfella ákærða þótt aukaatriði brots, svo sem staður og stund þess, séu ekki skýrt eða rétt greind, enda telji dómari að vörn hafi ekki verið áfátt þess vegna. Dómari getur gefið aðilum færi á að tjá sig um atriði að þessu leyti, ef þurfa þykir. Með sömu skilyrðum er dómara og rétt að dæma eftir öðrum refsiákvæðum en fram koma í ákæru, þó aldrei aðrar kröfur en þar greinir. Að öðru leyti er dómari óbundinn af kröfum aðila og yfirlýsingum nema þær varði kröfu skv. XXVI. kafla. Steina var ákærð fyrir stórfellda líkamsárás sem leiðir til dauða. Hún var sýknuð af ákærunni fyrir héraðsdómi þar sem ekki var talið sannað að hún hefði haft ásetning til þess að valda dauða sjúklingsins. „Ríkissaksóknari áfrýjaði málinu þar sem hann taldi að ákærða hefði verið ranglega sýknuð,“ segir í svari Sigríðar. Áfrýjunarstefna var gefin út í málinu 11. júlí síðastliðinn.
Andlát á geðdeild Landspítala Landspítalinn Lögreglumál Dómsmál Geðheilbrigði Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingurinn sýknaður af ákæru um manndráp Hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum var sýknaður af ákæru um að hafa valdið dauða sjúklings á geðdeild spítalans fyrir tveimur árum í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Konan var sýknuð af öllum kröfum héraðssaksóknara og einkaréttarkröfu aðstandanda þess sem lést var vísað frá dómi. 21. júní 2023 10:34 Sýknudómi hjúkrunarfræðingsins áfrýjað Sýknudómi Steinu Árnadóttur, hjúkrunarfræðings á Landspítalanum, hefur verið áfrýjað af ríkissaksóknara. Hún var sýknuð af ákæru um að hafa valdið dauða sjúklings á geðdeild spítalans fyrir tveimur árum, þar sem ekki taldist sannað að hún hefði haft ásetning til þess. 13. júlí 2023 13:48 „Ég veit ekki á hvaða hausaveiðum yfirvöld eru“ Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga gagnrýnir ákvörðun ríkissaksóknara, um að áfrýja sýknudómi hjúkrunarfræðings á Landspítalanum, harðlega. 13. júlí 2023 16:31 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Hjúkrunarfræðingurinn sýknaður af ákæru um manndráp Hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum var sýknaður af ákæru um að hafa valdið dauða sjúklings á geðdeild spítalans fyrir tveimur árum í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Konan var sýknuð af öllum kröfum héraðssaksóknara og einkaréttarkröfu aðstandanda þess sem lést var vísað frá dómi. 21. júní 2023 10:34
Sýknudómi hjúkrunarfræðingsins áfrýjað Sýknudómi Steinu Árnadóttur, hjúkrunarfræðings á Landspítalanum, hefur verið áfrýjað af ríkissaksóknara. Hún var sýknuð af ákæru um að hafa valdið dauða sjúklings á geðdeild spítalans fyrir tveimur árum, þar sem ekki taldist sannað að hún hefði haft ásetning til þess. 13. júlí 2023 13:48
„Ég veit ekki á hvaða hausaveiðum yfirvöld eru“ Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga gagnrýnir ákvörðun ríkissaksóknara, um að áfrýja sýknudómi hjúkrunarfræðings á Landspítalanum, harðlega. 13. júlí 2023 16:31