Léttum álögum af íslenskum fyrirtækjum 16. júlí 2023 07:00 Viðskiptaráð vann nýlega greiningu á innleiðingu sjálfbærniregluverks Evrópusambandsins. Agla Eir Vilhjálmsdóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs, vann að skýrslu ráðsins um málið ásamt Elísu Örnu Hilmarsdóttur, hagfræðingi hjá ráðinu. Niðurstaðan var sú að hluti regluverksins hefði verið innleiddur með meira íþyngjandi hætti hér á landi en þörf krefur. Það leiðir til þess að íslensk fyrirtæki búa við meiri kostnað en fyrirtæki í öðrum Evrópulöndum vegna þessa. Þarna er því um að ræða skýrt dæmi um svokallaða ,,gullhúðun“ við innleiðingu EES-reglna í landsrétt. Með því er átt við tilvik þar sem stjórnvöld einstakra ríkja herða á íþyngjandi EES-gerðum til að ná fram sérstökum markmiðum á heimavelli eða „lauma“ heimasmíðuðum ákvæðum inn í innleiðingarfrumvörp. Athygli var m.a. vakin á þessari tilhneigingu í skýrslu starfshóps um EES-samstarfið sem kom út í september 2019. Á liðnum þingvetri óskaði ég, ásamt fleiri þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, eftir að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra flytti Alþingi skýrslu óháðra sérfræðinga um innleiðingu EES-gerða. Beiðnin var samþykkt á þinginu. Meðal annars óskuðum við eftir að umfjöllun um hvort gengið hefði verið lengra en þörf var á innleiðingu EES-gerða. Ráðuneytið varð fyrir valinu þar sem heppilegt er að framkvæmdin sé skoðuð á einu sviði til að byrja með. Að auki höfðu mér borist ábendingar um að þar væri að finna ýmis dæmi um að of langt væri gengið. Gert er ráð fyrir að ráðherra skili umræddri skýrslu á næsta þingvetri. Þrátt fyrir að stjórnvöld og Alþingi leggi áherslu á að innleiðing íþyngjandi EES-gerða gangi ekki lengra en gerðirnar sjálfar krefjast gagnvart borgurunum, vitum við að víða er pottur brotinn. Úttekt á vegum forsætisráðuneytisins sýnir þetta og greining Viðskiptaráðs sömuleiðis. „Gullhúðun“ er mjög ámælisverð. Hún er til þess fallin að villa um fyrir þinginu. Vilji einstök ráðuneyti gera breytingar á lögum samhliða innleiðingu er lágmarkskrafa að það komi skýrt fram í umræddum lagafrumvörpum. Það er ljóst að þingið þarf að bregðast við þessum ábendingum og létta álögum af íslenskum fyrirtækjum svo þau sitji í það minnsta við sama borð og evrópskir keppinautar þeirra. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Evrópusambandið Skattar og tollar Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Viðskiptaráð vann nýlega greiningu á innleiðingu sjálfbærniregluverks Evrópusambandsins. Agla Eir Vilhjálmsdóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs, vann að skýrslu ráðsins um málið ásamt Elísu Örnu Hilmarsdóttur, hagfræðingi hjá ráðinu. Niðurstaðan var sú að hluti regluverksins hefði verið innleiddur með meira íþyngjandi hætti hér á landi en þörf krefur. Það leiðir til þess að íslensk fyrirtæki búa við meiri kostnað en fyrirtæki í öðrum Evrópulöndum vegna þessa. Þarna er því um að ræða skýrt dæmi um svokallaða ,,gullhúðun“ við innleiðingu EES-reglna í landsrétt. Með því er átt við tilvik þar sem stjórnvöld einstakra ríkja herða á íþyngjandi EES-gerðum til að ná fram sérstökum markmiðum á heimavelli eða „lauma“ heimasmíðuðum ákvæðum inn í innleiðingarfrumvörp. Athygli var m.a. vakin á þessari tilhneigingu í skýrslu starfshóps um EES-samstarfið sem kom út í september 2019. Á liðnum þingvetri óskaði ég, ásamt fleiri þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, eftir að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra flytti Alþingi skýrslu óháðra sérfræðinga um innleiðingu EES-gerða. Beiðnin var samþykkt á þinginu. Meðal annars óskuðum við eftir að umfjöllun um hvort gengið hefði verið lengra en þörf var á innleiðingu EES-gerða. Ráðuneytið varð fyrir valinu þar sem heppilegt er að framkvæmdin sé skoðuð á einu sviði til að byrja með. Að auki höfðu mér borist ábendingar um að þar væri að finna ýmis dæmi um að of langt væri gengið. Gert er ráð fyrir að ráðherra skili umræddri skýrslu á næsta þingvetri. Þrátt fyrir að stjórnvöld og Alþingi leggi áherslu á að innleiðing íþyngjandi EES-gerða gangi ekki lengra en gerðirnar sjálfar krefjast gagnvart borgurunum, vitum við að víða er pottur brotinn. Úttekt á vegum forsætisráðuneytisins sýnir þetta og greining Viðskiptaráðs sömuleiðis. „Gullhúðun“ er mjög ámælisverð. Hún er til þess fallin að villa um fyrir þinginu. Vilji einstök ráðuneyti gera breytingar á lögum samhliða innleiðingu er lágmarkskrafa að það komi skýrt fram í umræddum lagafrumvörpum. Það er ljóst að þingið þarf að bregðast við þessum ábendingum og létta álögum af íslenskum fyrirtækjum svo þau sitji í það minnsta við sama borð og evrópskir keppinautar þeirra. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar