Bandarískir ferðamenn slá met Magnús Sigurbjörnsson skrifar 19. júlí 2023 07:00 Icelandair sagði frá því á dögunum að sætanýting í flugi til og frá Norður-Ameríku hafi aldrei verið betri í júní. Það stemmir vel en Bandaríkjamenn eyddu 14,14 milljörðum króna á Íslandi í júní samkvæmt tölum frá Rannsóknasetri verslunarinnar (RSV). Bandaríski dollarinn hefur svo sannarlega tekið við sér á síðustu árum og hefur verið hagstætt fyrir Bandaríkjamenn að ferðast til Íslands - og svo er líka stutt flug. Í heildina eyddu erlendir ferðamenn 36 milljörðum króna á landinu í júní. Það er aukning um 26% á milli ára. Hlutur Bandaríkjamanna er tæplega 40% af eyðslu erlendra ferðamanna. Mestu er varið í gistiþjónustu af ýmsum toga en bílaleigur og veitingaþjónusta eru ekki langt undan. Við Íslendingar eyddum 94,2 milljörðum króna í mánuðinum og þar af 23 milljörðum króna í stórmarkaði og dagvöruverslanir. Til að setja þetta í samhengi, þá eyddu bandarískir ferðamenn á Íslandi í júní 2023: Meira en við Íslendingar eyddum í bensín, viðgerðir og viðhald bíla í mánuðinum (11,1 ma.kr.) Meira en við Íslendingar höfum eytt í lækna- og tannlæknaþjónustu það sem af er árinu (12,1 ma.kr.) Meira en við Íslendingar eyddum í veitingastaði, menningu- og afþreyingu í mánuðinum (11,8 ma.kr.) Meira en knattspyrnuliðið Liverpool borgaði fyrir nýjan miðjumann, Dominik Szoboszlai (10,2 ma.kr.) Um 8% af söluverði Kerecis sem var selt á dögunum til Coloplast í Danmörku (175 ma.kr.) Það má því segja að erlendir ferðamenn séu mikilvægur þáttur í íslenskri verslun og þjónustu. Í heildarveltu landsins í júni eru þeir 28% af heild. Bandarískir ferðamenn hafa ekki síðan Rannsóknasetur verslunarinnar (RSV) hóf mælingar eytt jafn miklu í einum mánuði svo það er met. Það kæmi ekki á óvart ef metið yrði slegið í júlí og ágúst líka. Höfundur er forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV). RSV tekur saman upplýsingar um kortaveltu á Íslandi og hægt er að nálgast nánara niðurbrot á www.rsv.is . Allar tölur eru á breytilegu verðlagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Icelandair Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Icelandair sagði frá því á dögunum að sætanýting í flugi til og frá Norður-Ameríku hafi aldrei verið betri í júní. Það stemmir vel en Bandaríkjamenn eyddu 14,14 milljörðum króna á Íslandi í júní samkvæmt tölum frá Rannsóknasetri verslunarinnar (RSV). Bandaríski dollarinn hefur svo sannarlega tekið við sér á síðustu árum og hefur verið hagstætt fyrir Bandaríkjamenn að ferðast til Íslands - og svo er líka stutt flug. Í heildina eyddu erlendir ferðamenn 36 milljörðum króna á landinu í júní. Það er aukning um 26% á milli ára. Hlutur Bandaríkjamanna er tæplega 40% af eyðslu erlendra ferðamanna. Mestu er varið í gistiþjónustu af ýmsum toga en bílaleigur og veitingaþjónusta eru ekki langt undan. Við Íslendingar eyddum 94,2 milljörðum króna í mánuðinum og þar af 23 milljörðum króna í stórmarkaði og dagvöruverslanir. Til að setja þetta í samhengi, þá eyddu bandarískir ferðamenn á Íslandi í júní 2023: Meira en við Íslendingar eyddum í bensín, viðgerðir og viðhald bíla í mánuðinum (11,1 ma.kr.) Meira en við Íslendingar höfum eytt í lækna- og tannlæknaþjónustu það sem af er árinu (12,1 ma.kr.) Meira en við Íslendingar eyddum í veitingastaði, menningu- og afþreyingu í mánuðinum (11,8 ma.kr.) Meira en knattspyrnuliðið Liverpool borgaði fyrir nýjan miðjumann, Dominik Szoboszlai (10,2 ma.kr.) Um 8% af söluverði Kerecis sem var selt á dögunum til Coloplast í Danmörku (175 ma.kr.) Það má því segja að erlendir ferðamenn séu mikilvægur þáttur í íslenskri verslun og þjónustu. Í heildarveltu landsins í júni eru þeir 28% af heild. Bandarískir ferðamenn hafa ekki síðan Rannsóknasetur verslunarinnar (RSV) hóf mælingar eytt jafn miklu í einum mánuði svo það er met. Það kæmi ekki á óvart ef metið yrði slegið í júlí og ágúst líka. Höfundur er forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV). RSV tekur saman upplýsingar um kortaveltu á Íslandi og hægt er að nálgast nánara niðurbrot á www.rsv.is . Allar tölur eru á breytilegu verðlagi.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar