Skemmtiferðaskip eiga að vera ávinningur fyrir samfélög – þörf á breyttri nálgun á nýrri auðlind Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar 19. júlí 2023 15:01 Ásókn skemmtiferðaskipa til Íslands hefur tekið stökk eftir kóvið. Íslenskar hafnir sem eru eftirsóknarverðar í þessum tilgangi eru orðnar einskonar auðlind, jafnvel takmörkuð auðlind. Það er okkar tækifæri að þessi nýja auðlind norður í höfum getur skilað miklum hagnaði, líklega milljörðum á ári. Auðlindina þarf því að nýta vel eins og aðrar auðlindir og fá sem mest út úr henni fyrir viðkomandi samfélög. Í hafnarlögum segir hins vegar í 16. grein: Tekjum og eignum hafnar sem rekin er skv. 1. og 2. tölul. 8. gr. {innskot höfundar: hafnir í eigu sveitarfélaga} má einungis verja í þágu hafnarinnar. Þetta þýðir að það er bannað samkvæmt lögum að hagnaður af hafnarþjónustu við skemmtiferðaskip renni til samfélagsins í gegnum sveitarfélagagið sem á höfnina. Þetta lagaákvæði var sett áður en skemmtiferðaskip urðu algeng í höfnun Íslands og er skiljanlegt í því ljósi að hafnir þjónuðu mest fiskiskipum og flutningaskipum. Ekki var æskilegt að sveitarsjóðir misnotuðu aðstöðu sína og notuðu hafnir sem beina tekjulind með óþarfa álögum á hafnarstarfsemi. Þessu lagaákvæði þarf að breyta í ljósi breyttra tíma þannig að hagnaður af þjónustu við skemmtiferðaskip megi renna til viðkomandi samfélags. Að hagnaðurinn af auðlindinni megi renna til almennings. Það er allra hagur að það sé sátt um þessa starfsemi. Til að ná slíkri sátt þarf að koma á móts við heimamenn. Það þarf að vera þannig að íbúar í hafnarbyggðum líti á skemmtiferðaskip sem siglir inn fjörðinn sem eitthvað sem eykur þeirra eigin hag en ekki bara eitthvað sem veldur ágangi og mengun. En þannig hefur umræðan á Ísafirði og Akureyri verið. Mengun skemmtiferðaskipa er síðan mál sem á margar hliðar. Það er kaldhæðnislegt að ef minni mengunarvarnarbúnaður væri í skipunum sæist mengunin minna og væri þá líklega minna kvartað yfir henni. Með því að setja díselútblásturinn í sturtu áður en hann fer út í andrúmsloftið minnkar mengunin en gufan sem myndast gerir útblásturinn sjáanlegri. Mengun frá skemmtiferðaskipum er hins vegar heims (glóbal) vandamál eins og útblástur frá öðrum díselvélum en ekki staðbundið (lókal) vandamál. Til að minnka mengun í þessari atvinnugrein þyrfti helst alþjóðlegar aðgerðir svo sem alþjóðlegan mengunarskatt. Almennt ætti að nota skatta í meira mæli til að stuðla að loftlagsmarkmiðum. En hvort skemmtiferðaskip eru meira mengandi ferðamáti en aðrir svo sem flug er ekki augljóst. Það sem við getum gert ein og sér hér á landi er að hækka gjöld á þau skip sem menga mest en umbuna þeim sem menga minna og hefur stefnan verið sett á slíka taxtabreytingu. Það er líka hægt að skylda skip sem hingað koma til að tengjast rafmagni í landi á meðan þau liggja við bryggju. Það minnkar útblástur. Slíkur búnaður er hins vegar óhemju dýr og setur auka álag á raforkukerfið. Notandinn þarf að standa undir þessum kostnaði, þ.e.a.s. skipið sem leggst að bryggju þarf að greiða nægilega mikið fyrir rafmagnið til að það standi undir búnaðinum. Vonandi verður þetta framtíðin en um þessar mundir eru margar spurningar varðandi landtenginu. Hvar eru sársaukamörk í verði á landrafmagni? Munu útgerðir skemmtiferðaskipa sækjast eftir landtengingu við grænt rafmagn til að auka orðspor sitt þrátt fyrir hátt verð? Er þetta skilvirkasta leiðin til að minnka útblástur eða myndi sama upphæð sett í önnur umhverfisverkefni minnka útblástur margfalt meira? Með öðrum orðum: getur mengunargjald sem notað yrði í önnur umhverfisverkefni gefið meiri minnkun í losun gróðurhúsaáhrifa en samsvarandi gjald fyrir landtengingu? Eða er landtenging ekki svarið heldur að skylda skipin til að kaupa lífolíu sem við myndum framleiða með repjurækt? Þetta eru allt spurningar sem þarf að leyta svara við. Þær eru allar hluti af því að nýta þessa óvæntu auðlind sem best í þágu almennings og samfélags. Það er stóra verkefnið. Höfundur er lektor við Háskólann á Akureyri og stjórnarmaður í Hafnarsamlagi Norðurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þorvaldur Heiðarsson Ferðamennska á Íslandi Skemmtiferðaskip á Íslandi Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Ásókn skemmtiferðaskipa til Íslands hefur tekið stökk eftir kóvið. Íslenskar hafnir sem eru eftirsóknarverðar í þessum tilgangi eru orðnar einskonar auðlind, jafnvel takmörkuð auðlind. Það er okkar tækifæri að þessi nýja auðlind norður í höfum getur skilað miklum hagnaði, líklega milljörðum á ári. Auðlindina þarf því að nýta vel eins og aðrar auðlindir og fá sem mest út úr henni fyrir viðkomandi samfélög. Í hafnarlögum segir hins vegar í 16. grein: Tekjum og eignum hafnar sem rekin er skv. 1. og 2. tölul. 8. gr. {innskot höfundar: hafnir í eigu sveitarfélaga} má einungis verja í þágu hafnarinnar. Þetta þýðir að það er bannað samkvæmt lögum að hagnaður af hafnarþjónustu við skemmtiferðaskip renni til samfélagsins í gegnum sveitarfélagagið sem á höfnina. Þetta lagaákvæði var sett áður en skemmtiferðaskip urðu algeng í höfnun Íslands og er skiljanlegt í því ljósi að hafnir þjónuðu mest fiskiskipum og flutningaskipum. Ekki var æskilegt að sveitarsjóðir misnotuðu aðstöðu sína og notuðu hafnir sem beina tekjulind með óþarfa álögum á hafnarstarfsemi. Þessu lagaákvæði þarf að breyta í ljósi breyttra tíma þannig að hagnaður af þjónustu við skemmtiferðaskip megi renna til viðkomandi samfélags. Að hagnaðurinn af auðlindinni megi renna til almennings. Það er allra hagur að það sé sátt um þessa starfsemi. Til að ná slíkri sátt þarf að koma á móts við heimamenn. Það þarf að vera þannig að íbúar í hafnarbyggðum líti á skemmtiferðaskip sem siglir inn fjörðinn sem eitthvað sem eykur þeirra eigin hag en ekki bara eitthvað sem veldur ágangi og mengun. En þannig hefur umræðan á Ísafirði og Akureyri verið. Mengun skemmtiferðaskipa er síðan mál sem á margar hliðar. Það er kaldhæðnislegt að ef minni mengunarvarnarbúnaður væri í skipunum sæist mengunin minna og væri þá líklega minna kvartað yfir henni. Með því að setja díselútblásturinn í sturtu áður en hann fer út í andrúmsloftið minnkar mengunin en gufan sem myndast gerir útblásturinn sjáanlegri. Mengun frá skemmtiferðaskipum er hins vegar heims (glóbal) vandamál eins og útblástur frá öðrum díselvélum en ekki staðbundið (lókal) vandamál. Til að minnka mengun í þessari atvinnugrein þyrfti helst alþjóðlegar aðgerðir svo sem alþjóðlegan mengunarskatt. Almennt ætti að nota skatta í meira mæli til að stuðla að loftlagsmarkmiðum. En hvort skemmtiferðaskip eru meira mengandi ferðamáti en aðrir svo sem flug er ekki augljóst. Það sem við getum gert ein og sér hér á landi er að hækka gjöld á þau skip sem menga mest en umbuna þeim sem menga minna og hefur stefnan verið sett á slíka taxtabreytingu. Það er líka hægt að skylda skip sem hingað koma til að tengjast rafmagni í landi á meðan þau liggja við bryggju. Það minnkar útblástur. Slíkur búnaður er hins vegar óhemju dýr og setur auka álag á raforkukerfið. Notandinn þarf að standa undir þessum kostnaði, þ.e.a.s. skipið sem leggst að bryggju þarf að greiða nægilega mikið fyrir rafmagnið til að það standi undir búnaðinum. Vonandi verður þetta framtíðin en um þessar mundir eru margar spurningar varðandi landtenginu. Hvar eru sársaukamörk í verði á landrafmagni? Munu útgerðir skemmtiferðaskipa sækjast eftir landtengingu við grænt rafmagn til að auka orðspor sitt þrátt fyrir hátt verð? Er þetta skilvirkasta leiðin til að minnka útblástur eða myndi sama upphæð sett í önnur umhverfisverkefni minnka útblástur margfalt meira? Með öðrum orðum: getur mengunargjald sem notað yrði í önnur umhverfisverkefni gefið meiri minnkun í losun gróðurhúsaáhrifa en samsvarandi gjald fyrir landtengingu? Eða er landtenging ekki svarið heldur að skylda skipin til að kaupa lífolíu sem við myndum framleiða með repjurækt? Þetta eru allt spurningar sem þarf að leyta svara við. Þær eru allar hluti af því að nýta þessa óvæntu auðlind sem best í þágu almennings og samfélags. Það er stóra verkefnið. Höfundur er lektor við Háskólann á Akureyri og stjórnarmaður í Hafnarsamlagi Norðurlands.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun