Ekkert samkomulag í höfn en ákveðin skref tekin fram á við Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. júlí 2023 09:34 Kerry og Nicholas Burns, sendiherra Bandaríkjanna í Kína, mæta til fundar í gær. AP/Ng Han Guan Ekkert samkomulag náðist í viðræðum erindreka Bandaríkjanna og Kína um loftslagsmál sem staðið hafa yfir í Pekíng. John Kerry, sérlegur sendifulltrúi Bandaríkjaforseta í loftslagsmálum, sagðist hins vegar fagna því að viðræður væru hafnar á ný. Kerry fundaði ekki með Xi Jinping, forseta Kína, en síðarnefndi sagði í ræðu í gær að Kína myndi nota eigin aðferðir til að glíma við loftslagsvandann og gera það samkvæmt eigin tímaáætlun. Kerry brást við með því að segja að Bandaríkin væru ekki að leggja Kína né öðrum línurnar, heldur væru það vísindalegar niðurstöður sem kölluðu á aðgerðir. Kerry var afar diplómatískur og benti á að Bandaríkin og Evrópu ættu einnig í vandræðum með að hætta notkun jarðefnaeldsneyta. „Þetta er erfitt viðfangsefni,“ sagði hann. „Við viðurkennum það.“ Framtíð loftslagmála er að stórum hluta í höndum Bandaríkjanna og Kína en Kínverjar eru ábyrgir fyrir þriðjungi allrar losunar og Bandaríkjamenn eiga stærsta hluta hennar sögulega séð. Ef takast á að forða heimsbyggðinni frá verstu áhrifum loftslagsbreytinga verða ríkin að taka sig verulega á. Stefnt hefur að því að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráður en öll hlýnun umfram það er talin munu skapa aðstæður sem maðurinn mun eiga afar erfitt með að aðlagast. Hlýnunin hefur þegar náð 1,2 gráðum. I m in Beijing meeting with high-level leadership to explore the possibilities of renewing cooperation on reducing emissions and other critical pathways to addressing the climate crisis. pic.twitter.com/hR8M0mFO4m— Special Presidential Envoy John Kerry (@ClimateEnvoy) July 18, 2023 Kínverjar hafa sannarlega gripið til aðgerða og ráðist í viðameiri framkvæmdir við endurnýjanlega orkugjafa en nokkurt annað ríki. Á sama tíma hafa hins vegar einnig risið fjöldi nýrra kolaknúinna orkuvera en kol eru „óhreinasti“ orkugjafinn þegar kemur að loftslagsmálum. Sérfræðingar segja jákvætt að Bandaríkin og Kína eigi nú aftur í viðræðum um loftslagsmál og ekki síður að þær snúist um endurnýjanlega orkugjafa og mögulegar lausnir ekki síður en að setja þrýsting á Kína að hraða áætlunum sínum um að hætta notkun kola. Kínverjar hafa sagst munu ná hámarkslosun fyrir 2030 og hætta losun fyrir 2060. Kerry hefur lagt áherslu á að loftslagsviðræðurnar eigi að vera aðskildar viðræðum um önnur og „pólitískari“ mál, enda sé um að ræða ógn við alla heimsbyggðina. Wang Yi, æðsti embættismaður Kína í utanríkismálum, segir hins vegar ekki hægt að aðskilja þær frá samskiptum Kína og Bandaríkjanna almennt. Wang segir Bandaríkin þurfa að fylgja „sanngjarnri, raunhæfri og jákvæðri“ stefnu gagnvart Kína. Hér má finna ítarlega umfjöllun New York Times um málið. Bandaríkin Kína Loftslagsmál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Kerry fundaði ekki með Xi Jinping, forseta Kína, en síðarnefndi sagði í ræðu í gær að Kína myndi nota eigin aðferðir til að glíma við loftslagsvandann og gera það samkvæmt eigin tímaáætlun. Kerry brást við með því að segja að Bandaríkin væru ekki að leggja Kína né öðrum línurnar, heldur væru það vísindalegar niðurstöður sem kölluðu á aðgerðir. Kerry var afar diplómatískur og benti á að Bandaríkin og Evrópu ættu einnig í vandræðum með að hætta notkun jarðefnaeldsneyta. „Þetta er erfitt viðfangsefni,“ sagði hann. „Við viðurkennum það.“ Framtíð loftslagmála er að stórum hluta í höndum Bandaríkjanna og Kína en Kínverjar eru ábyrgir fyrir þriðjungi allrar losunar og Bandaríkjamenn eiga stærsta hluta hennar sögulega séð. Ef takast á að forða heimsbyggðinni frá verstu áhrifum loftslagsbreytinga verða ríkin að taka sig verulega á. Stefnt hefur að því að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráður en öll hlýnun umfram það er talin munu skapa aðstæður sem maðurinn mun eiga afar erfitt með að aðlagast. Hlýnunin hefur þegar náð 1,2 gráðum. I m in Beijing meeting with high-level leadership to explore the possibilities of renewing cooperation on reducing emissions and other critical pathways to addressing the climate crisis. pic.twitter.com/hR8M0mFO4m— Special Presidential Envoy John Kerry (@ClimateEnvoy) July 18, 2023 Kínverjar hafa sannarlega gripið til aðgerða og ráðist í viðameiri framkvæmdir við endurnýjanlega orkugjafa en nokkurt annað ríki. Á sama tíma hafa hins vegar einnig risið fjöldi nýrra kolaknúinna orkuvera en kol eru „óhreinasti“ orkugjafinn þegar kemur að loftslagsmálum. Sérfræðingar segja jákvætt að Bandaríkin og Kína eigi nú aftur í viðræðum um loftslagsmál og ekki síður að þær snúist um endurnýjanlega orkugjafa og mögulegar lausnir ekki síður en að setja þrýsting á Kína að hraða áætlunum sínum um að hætta notkun kola. Kínverjar hafa sagst munu ná hámarkslosun fyrir 2030 og hætta losun fyrir 2060. Kerry hefur lagt áherslu á að loftslagsviðræðurnar eigi að vera aðskildar viðræðum um önnur og „pólitískari“ mál, enda sé um að ræða ógn við alla heimsbyggðina. Wang Yi, æðsti embættismaður Kína í utanríkismálum, segir hins vegar ekki hægt að aðskilja þær frá samskiptum Kína og Bandaríkjanna almennt. Wang segir Bandaríkin þurfa að fylgja „sanngjarnri, raunhæfri og jákvæðri“ stefnu gagnvart Kína. Hér má finna ítarlega umfjöllun New York Times um málið.
Bandaríkin Kína Loftslagsmál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira