Tupperware á blússandi siglingu á ný Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. júlí 2023 19:34 Fyrirtækið var á barmi þrots í apríl. Getty Gengi hlutabréfa í bandaríska fyrirtækinu Tupperware, sem þekktast er fyrir framleiðslu á samnefndum ílátum, jókst um 56 prósent í núliðinni viku. Í apríl á þessu ári var greint frá því að hlutabréf í fyrirtækinu, sem starfrækt hefur verið í 77 ár, höfðu hríðfallið, og það væri á barmi gjaldþrots. Fallið hafi orðið í kjölfar herferðar fyrirtækisins þar sem reynt var að ná til yngri notendahóps, auk þess sem fyrirtækið hafði stækkað vöruframboðið sitt og hóf að selja vörur sem ætlaðar eru til eldamennsku. Í nýlegri frétt BBC um málið kemur fram að fyrirtækið standi sannarlega ekki frammi fyrir gjaldþroti en hlutabréfaverð hefur nú aukist meira en þrefalt á einni viku. En þrátt fyrir talsverða hækkun síðustu daga er hlutabréfaverð í fyrirtækinu enn þá nær þrjátíu prósent lægra en það var í upphafi árs. „Það er einhver bjartsýni í gangi að fyrirtækið gæti verið að komast á réttan kjöl,“ sagði Neil Saunders, framkvæmdastjóri smásölu hjá ráðgjafarfyrirtækinu GlobalData, í samtali við BBC vegna málsins. „Hins vegar eru engar vísbendingar um að svo sé, þannig að bjartsýnin byggist frekar á von en vissu.“ Bandaríkin Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Í apríl á þessu ári var greint frá því að hlutabréf í fyrirtækinu, sem starfrækt hefur verið í 77 ár, höfðu hríðfallið, og það væri á barmi gjaldþrots. Fallið hafi orðið í kjölfar herferðar fyrirtækisins þar sem reynt var að ná til yngri notendahóps, auk þess sem fyrirtækið hafði stækkað vöruframboðið sitt og hóf að selja vörur sem ætlaðar eru til eldamennsku. Í nýlegri frétt BBC um málið kemur fram að fyrirtækið standi sannarlega ekki frammi fyrir gjaldþroti en hlutabréfaverð hefur nú aukist meira en þrefalt á einni viku. En þrátt fyrir talsverða hækkun síðustu daga er hlutabréfaverð í fyrirtækinu enn þá nær þrjátíu prósent lægra en það var í upphafi árs. „Það er einhver bjartsýni í gangi að fyrirtækið gæti verið að komast á réttan kjöl,“ sagði Neil Saunders, framkvæmdastjóri smásölu hjá ráðgjafarfyrirtækinu GlobalData, í samtali við BBC vegna málsins. „Hins vegar eru engar vísbendingar um að svo sé, þannig að bjartsýnin byggist frekar á von en vissu.“
Bandaríkin Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira