Staðan sé að versna í leikskólamálunum Bjarki Sigurðsson skrifar 2. ágúst 2023 20:01 Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi og einn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði. Vísir/Arnar Borgarfulltrúi segir allt stefna í enn verra ástand í leikskólamálunum en útlit var fyrir fyrr í sumar. Hún gagnrýnir að meðlimir skóla- og frístundaráðs geti litlar sem engar upplýsingar fengið yfir sumartímann. Leikskólar landsins verða opnaðir aftur eftir fjögurra vikna sumarfrí eftir helgi. Nýju skólaári fylgir innritun fjölda barna sem ekki höfðu leikskólapláss fyrir sumar. Þó er einhver töf á því að sum börn komist í aðlögun og fá margir foreldrar engar upplýsingar um hvenær komið er að aðlögun hjá þeim. Til að mynda er komin upp sú staða í Dalskóla að foreldrar sem sögðu upp plássi hjá dagmömmu, vegna staðfestingu um pláss á leikskóla, vita ekkert hvenær barnið fær inni á leikskóla. Ástæðan er sögð vera mikill skortur á starfsfólki. Foreldri birti þessa færslu í Facebook-hóp þar sem hún sagði upp plássi sínu hjá dagmömmu en fær ekki pláss í aðlögun á leikskóla. Marta Guðjónsdóttir, ein fulltrúa minnihlutans í skóla- og frístundaráði, segir stöðuna líta ansi illa út. „Ég kom gjörsamlega af fjöllum þegar ég fékk þær fréttir að foreldrar stæðu uppi plásslausir í Dalskóla, með börnin í leikskólunum þar. Við höfum ekki fengið neinar upplýsingar í sumar þrátt fyrir það að við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði óskuðum sérstaklega eftir því á síðasta fundi fyrir sumarfrí að við yrðum upplýst á sumarleyfistíma borgarstjórnar um stöðu mála í leikskólamálum,“ segir Marta. Klippa: Staðan versni milli ára Grafalvarleg staða Hún segir ástandið í leikskólamálum hafa verið slæmt fyrir sumarið og spáir því að það verði enn verra í haust. „Það lítur mjög illa út. það var neyðarástand hér í fyrra og staðan var mjög alvarleg. Staðan er enn alvarlegri núna og ég lít svo á að hún sé grafalvarleg því í fyrra í ágúst voru börn á biðlista 645. Síðustu tölur sem við fengum í júní, þá vöru börn á biðlista eftir leikskólaplássi 808. Meðalaldur barna sem hefja leikskólagöngu fer sífellt hækkandi og er kominn í tveggja ára aldurinn. Í fyrra var það tuttugu mánuðir þannig staðan er að versna á milli ára og það er grafalvarlegt,“ segir Marta. Í klippunni hér fyrir neðan má sjá samantekt fréttastofu á leikskólamálunum frá því í fyrra. Klippa: Annáll 2022 - Skóladrama Leikskólar Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Leikskólar landsins verða opnaðir aftur eftir fjögurra vikna sumarfrí eftir helgi. Nýju skólaári fylgir innritun fjölda barna sem ekki höfðu leikskólapláss fyrir sumar. Þó er einhver töf á því að sum börn komist í aðlögun og fá margir foreldrar engar upplýsingar um hvenær komið er að aðlögun hjá þeim. Til að mynda er komin upp sú staða í Dalskóla að foreldrar sem sögðu upp plássi hjá dagmömmu, vegna staðfestingu um pláss á leikskóla, vita ekkert hvenær barnið fær inni á leikskóla. Ástæðan er sögð vera mikill skortur á starfsfólki. Foreldri birti þessa færslu í Facebook-hóp þar sem hún sagði upp plássi sínu hjá dagmömmu en fær ekki pláss í aðlögun á leikskóla. Marta Guðjónsdóttir, ein fulltrúa minnihlutans í skóla- og frístundaráði, segir stöðuna líta ansi illa út. „Ég kom gjörsamlega af fjöllum þegar ég fékk þær fréttir að foreldrar stæðu uppi plásslausir í Dalskóla, með börnin í leikskólunum þar. Við höfum ekki fengið neinar upplýsingar í sumar þrátt fyrir það að við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði óskuðum sérstaklega eftir því á síðasta fundi fyrir sumarfrí að við yrðum upplýst á sumarleyfistíma borgarstjórnar um stöðu mála í leikskólamálum,“ segir Marta. Klippa: Staðan versni milli ára Grafalvarleg staða Hún segir ástandið í leikskólamálum hafa verið slæmt fyrir sumarið og spáir því að það verði enn verra í haust. „Það lítur mjög illa út. það var neyðarástand hér í fyrra og staðan var mjög alvarleg. Staðan er enn alvarlegri núna og ég lít svo á að hún sé grafalvarleg því í fyrra í ágúst voru börn á biðlista 645. Síðustu tölur sem við fengum í júní, þá vöru börn á biðlista eftir leikskólaplássi 808. Meðalaldur barna sem hefja leikskólagöngu fer sífellt hækkandi og er kominn í tveggja ára aldurinn. Í fyrra var það tuttugu mánuðir þannig staðan er að versna á milli ára og það er grafalvarlegt,“ segir Marta. Í klippunni hér fyrir neðan má sjá samantekt fréttastofu á leikskólamálunum frá því í fyrra. Klippa: Annáll 2022 - Skóladrama
Leikskólar Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira