Spáir stjórnarslitum á aðventunni Árni Sæberg skrifar 6. ágúst 2023 14:36 Oddný Harðardóttir telur Samfylkinguna græða á ríkisstjórnarsamstarfinu. Stöð 2/Egill Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að fylgi Vinstri grænna muni fara í skrúfuna haldi flokkurinn ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokk og Framsókn til streitu. Þá spáir hún því að stjórnin springi á næstu aðventu. Þetta kom fram í máli Oddnýar á Sprengisandi í morgun. Þar mætti hún Diljá Mist Einarsdóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokks. Umræðuefnið var eins og gefur að skilja pólitíkin í dag og þá sérstaklega dræmt fylgi Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnunum og ríkisstjórnarsamstarfið. Ósammála um stöðu Bjarna Svo virðist sem mikil óánægja kraumi undir niðri innan Sjálfstæðisflokksins með flokksforystuna. Framámenn í flokknum hafa hver á fætur öðrum lýst yfir óánægju sinni og fylgi flokksins mælist undir tuttugu prósentum, en það hefur ekki gerst lengi. Diljá Mist segist þó telja stöðu Bjarna Benediktssonar sterka og að eðlilegt sé að flokksfélagar geri kröfu um betra samtal við forystuna. Kjörnir fulltrúar flokksins taki það einnig til sín. Oddný segist hins vegar halda að það sé ekki rétt mat. „Ég held að hann standi veikur fyrir og til dæmis er bankasölumálið ekki útkljáð enn þá. Enn er umboðsmaður Alþingis að skoða hvernig hann gætti að hæfi sínu.“ Mikill vandi hjá Vinstri grænum Oddný segir að það sé ekki Sjálfstæðisflokkurinn sem er í vanda staddur heldur Vinstri græn líka. Þar telur hún að samstarf við Sjálfstæðisflokkinn dragi verulega úr fylgi þeirra og sömuleiðis stuðningi grasrótarinnar, sem sé óþekkari en grasrót Sjálfstæðisflokksins. „Mér sem jafnaðarmanneskju, sem er vinstri sinnuð, finnst það ekki gott fyrir vinstri pólitík í landinu ef VG fer alveg í skrúfuna sem, því miður, ég held að gerist ef þau halda áfram í þessu stjórnarsamstarfi.“ Þó segir hún að það gagnist jafnaðarmönnum að ríkisstjórnarsamstarfið haldi sem lengst. Það muni sjást í skoðanakönnunum þegar fram líður. Að lokum spurði Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi samstarfskonurnar hverjar þeirra spár um ríkisstjórnina væru og hvort hún muni lifa út árið. Diljá sagðist ekki sjá neitt sem benti til annars en að sama ríkisstjórn yrði eftir áramót en samstarfsflokkarnir þyrftu að vanda sig. „Nú ætla ég að spá. Ég spái því að á aðventunni muni þessi ríkisstjórn springa,“ sagði Oddný. Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir „Við í Framsókn erum sultuslök“ Ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra virðist ekki kippa sér mikið upp við yfirlýsingar um titring innan ríkisstjórnarinnar. Þau í Framsóknarflokknum séu róleg og ánægð með samstarfið í ríkisstjórninni. 3. ágúst 2023 16:39 Tal um óánægju „jafnvægislist“ nú þegar styttist í kosningar Ummæli áhrifamanna innan stjórnarflokkanna um óánægju með ríkisstjórnarsamstarfið lýsir mikilli gremju en er líka tilraun til að senda skilaboð til sinna kjósenda þar sem hnykkt er á eigin sérstöðu. Þetta segir prófessor í stjórnmálafræði. 3. ágúst 2023 12:32 Þriðjungur segist styðja ríkisstjórnina Stuðningur við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur dregist lítillega saman, samkvæmt nýjasta Þjóðarpúls Gallup. Litlar breytingar hafa þó orðið á fylgi flokka undanfarinn mánuð. 2. ágúst 2023 11:57 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Þetta kom fram í máli Oddnýar á Sprengisandi í morgun. Þar mætti hún Diljá Mist Einarsdóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokks. Umræðuefnið var eins og gefur að skilja pólitíkin í dag og þá sérstaklega dræmt fylgi Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnunum og ríkisstjórnarsamstarfið. Ósammála um stöðu Bjarna Svo virðist sem mikil óánægja kraumi undir niðri innan Sjálfstæðisflokksins með flokksforystuna. Framámenn í flokknum hafa hver á fætur öðrum lýst yfir óánægju sinni og fylgi flokksins mælist undir tuttugu prósentum, en það hefur ekki gerst lengi. Diljá Mist segist þó telja stöðu Bjarna Benediktssonar sterka og að eðlilegt sé að flokksfélagar geri kröfu um betra samtal við forystuna. Kjörnir fulltrúar flokksins taki það einnig til sín. Oddný segist hins vegar halda að það sé ekki rétt mat. „Ég held að hann standi veikur fyrir og til dæmis er bankasölumálið ekki útkljáð enn þá. Enn er umboðsmaður Alþingis að skoða hvernig hann gætti að hæfi sínu.“ Mikill vandi hjá Vinstri grænum Oddný segir að það sé ekki Sjálfstæðisflokkurinn sem er í vanda staddur heldur Vinstri græn líka. Þar telur hún að samstarf við Sjálfstæðisflokkinn dragi verulega úr fylgi þeirra og sömuleiðis stuðningi grasrótarinnar, sem sé óþekkari en grasrót Sjálfstæðisflokksins. „Mér sem jafnaðarmanneskju, sem er vinstri sinnuð, finnst það ekki gott fyrir vinstri pólitík í landinu ef VG fer alveg í skrúfuna sem, því miður, ég held að gerist ef þau halda áfram í þessu stjórnarsamstarfi.“ Þó segir hún að það gagnist jafnaðarmönnum að ríkisstjórnarsamstarfið haldi sem lengst. Það muni sjást í skoðanakönnunum þegar fram líður. Að lokum spurði Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi samstarfskonurnar hverjar þeirra spár um ríkisstjórnina væru og hvort hún muni lifa út árið. Diljá sagðist ekki sjá neitt sem benti til annars en að sama ríkisstjórn yrði eftir áramót en samstarfsflokkarnir þyrftu að vanda sig. „Nú ætla ég að spá. Ég spái því að á aðventunni muni þessi ríkisstjórn springa,“ sagði Oddný.
Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir „Við í Framsókn erum sultuslök“ Ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra virðist ekki kippa sér mikið upp við yfirlýsingar um titring innan ríkisstjórnarinnar. Þau í Framsóknarflokknum séu róleg og ánægð með samstarfið í ríkisstjórninni. 3. ágúst 2023 16:39 Tal um óánægju „jafnvægislist“ nú þegar styttist í kosningar Ummæli áhrifamanna innan stjórnarflokkanna um óánægju með ríkisstjórnarsamstarfið lýsir mikilli gremju en er líka tilraun til að senda skilaboð til sinna kjósenda þar sem hnykkt er á eigin sérstöðu. Þetta segir prófessor í stjórnmálafræði. 3. ágúst 2023 12:32 Þriðjungur segist styðja ríkisstjórnina Stuðningur við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur dregist lítillega saman, samkvæmt nýjasta Þjóðarpúls Gallup. Litlar breytingar hafa þó orðið á fylgi flokka undanfarinn mánuð. 2. ágúst 2023 11:57 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
„Við í Framsókn erum sultuslök“ Ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra virðist ekki kippa sér mikið upp við yfirlýsingar um titring innan ríkisstjórnarinnar. Þau í Framsóknarflokknum séu róleg og ánægð með samstarfið í ríkisstjórninni. 3. ágúst 2023 16:39
Tal um óánægju „jafnvægislist“ nú þegar styttist í kosningar Ummæli áhrifamanna innan stjórnarflokkanna um óánægju með ríkisstjórnarsamstarfið lýsir mikilli gremju en er líka tilraun til að senda skilaboð til sinna kjósenda þar sem hnykkt er á eigin sérstöðu. Þetta segir prófessor í stjórnmálafræði. 3. ágúst 2023 12:32
Þriðjungur segist styðja ríkisstjórnina Stuðningur við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur dregist lítillega saman, samkvæmt nýjasta Þjóðarpúls Gallup. Litlar breytingar hafa þó orðið á fylgi flokka undanfarinn mánuð. 2. ágúst 2023 11:57