„Verðum áfram það sveitarfélag sem er hagstæðast fyrir fjölskyldufólk“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 11. ágúst 2023 06:31 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir stöðu leikskólamála í borginni betri en í flestum öðrum sveitarfélögum. Vísir/Vilhelm Staðan í leikskólamálum borgarinnar er betri en í flestum öðrum sveitarfélögum að sögn borgarstjóra, þrátt fyrir að hann telji stöðuna verða svipaða í ár og undanfarin ár. Reykjavík muni áfram vera hagstæðust fyrir fjölskyldufólk Leikskólar hefja nú margir starfsemi sína eftir sumarfrí en ekki er ljóst hversu mörg börn bíða innritunar að sögn borgarstjóra. Búið sé að kalla eftir þeim upplýsingum og muni málið skýrast á næstu vikum. Foreldrar hafa löngum kallað eftir aðgerðum vegna þess úrræðaleysis sem hefur verið í leikskólamálum borgarinnar og stóðu þau meðal annars fyrir fjölmörgum mótmælum síðasta vetur vegna stöðunnar. Borgarfulltrúi minnihlutans í skóla- og frístundaráði sagði í byrjun ágúst að allt stefndi í enn verra ástand í leikskólamálum en útlit var fyrir fyrr í sumar. Meðalaldur barna sem hæfu leikskólagöngu væri sífellt að hækka og að staðan væri grafalvarleg. Borgarstjóri á ekki von á miklum breytingum í vetur. „Ég á von á því að staðan verði svipuð í Reykjavík og undanfarin ár en betri en í flestum öðrum sveitarfélögum,“ segir Dagur. „Við verðum áfram það sveitarfélag sem er hagstæðast fyrir fjölskyldufólk eins og Reykjavík hefur verið undanfarin ár.“ Á síðasta ári hafi plássum fjölgað um 600 með því að bæta við nýjum leikskólum. Hins vegar hafi ekki verið hægt að fullnýta öll plássin vegna viðhalds á mörgum stöðum þar sem skólahúsnæði eru komin til ára sinna. Um leið og þeim verkefnum ljúki verði hægt að nýta plássin til fulls. Ólga hefur verið meðal foreldra leikskólabarna í Kópavogi eftir gríðarlegar gjaldskrárhækkanir. Dagur segir ekkert slíkt í kortunum hjá borginni. Aðspurður hvort það komi til greina að ráðast í sambærilegar aðgerðir og Kópavogsbær hristir Dagur höfuðið. „Að hækka gjöldin þannig að þeir sem hafa minnst á milli handanna nýti sér ekki leikskóla? Nei það er ekki okkar stefna og við förum ekki þá leið. Þvert á móti held ég að það sé ofboðslega mikilvægt að koma til móts við barnafjölskyldur í verðbólgu.“ Leikskólar Reykjavík Borgarstjórn Fjölskyldumál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Foreldrar borgi brúsann fyrir mannauðsvanda Kópavogsbæjar Ólga er á meðal foreldra leikskólabarna í Kópavogi eftir gríðarlegar gjaldskrárhækkanir. Móðir drengs segir Kópavog láta foreldra borga brúsann fyrir vandamál bæjarins. 3. ágúst 2023 06:45 Augljóst að eitthvað sé að þegar veikindadagar eru 39 á ári Bæjarfulltrúi í Kópavogi segir að ef ekkert hefði verið aðhafst varðandi leikskólamál bæjarins hefði þjónusta ekki staðið undir kröfum foreldra. Breytingar á gjaldskrá leiða af sér miklar hækkanir hjá þeim sem ekki hafa tök á því að hafa barnið sitt skemur en sex tíma á dag í leikskóla. 3. ágúst 2023 13:06 Foreldrar krefjast svara frá borginni: „Þetta er algjörlega óviðunandi ástand“ Neyðarástand blasir við í leikskólamálum að sögn foreldris barns á leikskólaaldri. Úthlutun leikskólaplássa hófst í dag en takmörkuð mönnun og framkvæmdir hafa áhrif á hversu mörg börn komast að eftir sumarið. Stór hópur foreldra hefur tekið höndum saman og krefur borgina um skýr svör eftir innantóm loforð. Staðan sé óviðunandi. 14. mars 2023 14:00 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Sjá meira
Leikskólar hefja nú margir starfsemi sína eftir sumarfrí en ekki er ljóst hversu mörg börn bíða innritunar að sögn borgarstjóra. Búið sé að kalla eftir þeim upplýsingum og muni málið skýrast á næstu vikum. Foreldrar hafa löngum kallað eftir aðgerðum vegna þess úrræðaleysis sem hefur verið í leikskólamálum borgarinnar og stóðu þau meðal annars fyrir fjölmörgum mótmælum síðasta vetur vegna stöðunnar. Borgarfulltrúi minnihlutans í skóla- og frístundaráði sagði í byrjun ágúst að allt stefndi í enn verra ástand í leikskólamálum en útlit var fyrir fyrr í sumar. Meðalaldur barna sem hæfu leikskólagöngu væri sífellt að hækka og að staðan væri grafalvarleg. Borgarstjóri á ekki von á miklum breytingum í vetur. „Ég á von á því að staðan verði svipuð í Reykjavík og undanfarin ár en betri en í flestum öðrum sveitarfélögum,“ segir Dagur. „Við verðum áfram það sveitarfélag sem er hagstæðast fyrir fjölskyldufólk eins og Reykjavík hefur verið undanfarin ár.“ Á síðasta ári hafi plássum fjölgað um 600 með því að bæta við nýjum leikskólum. Hins vegar hafi ekki verið hægt að fullnýta öll plássin vegna viðhalds á mörgum stöðum þar sem skólahúsnæði eru komin til ára sinna. Um leið og þeim verkefnum ljúki verði hægt að nýta plássin til fulls. Ólga hefur verið meðal foreldra leikskólabarna í Kópavogi eftir gríðarlegar gjaldskrárhækkanir. Dagur segir ekkert slíkt í kortunum hjá borginni. Aðspurður hvort það komi til greina að ráðast í sambærilegar aðgerðir og Kópavogsbær hristir Dagur höfuðið. „Að hækka gjöldin þannig að þeir sem hafa minnst á milli handanna nýti sér ekki leikskóla? Nei það er ekki okkar stefna og við förum ekki þá leið. Þvert á móti held ég að það sé ofboðslega mikilvægt að koma til móts við barnafjölskyldur í verðbólgu.“
Leikskólar Reykjavík Borgarstjórn Fjölskyldumál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Foreldrar borgi brúsann fyrir mannauðsvanda Kópavogsbæjar Ólga er á meðal foreldra leikskólabarna í Kópavogi eftir gríðarlegar gjaldskrárhækkanir. Móðir drengs segir Kópavog láta foreldra borga brúsann fyrir vandamál bæjarins. 3. ágúst 2023 06:45 Augljóst að eitthvað sé að þegar veikindadagar eru 39 á ári Bæjarfulltrúi í Kópavogi segir að ef ekkert hefði verið aðhafst varðandi leikskólamál bæjarins hefði þjónusta ekki staðið undir kröfum foreldra. Breytingar á gjaldskrá leiða af sér miklar hækkanir hjá þeim sem ekki hafa tök á því að hafa barnið sitt skemur en sex tíma á dag í leikskóla. 3. ágúst 2023 13:06 Foreldrar krefjast svara frá borginni: „Þetta er algjörlega óviðunandi ástand“ Neyðarástand blasir við í leikskólamálum að sögn foreldris barns á leikskólaaldri. Úthlutun leikskólaplássa hófst í dag en takmörkuð mönnun og framkvæmdir hafa áhrif á hversu mörg börn komast að eftir sumarið. Stór hópur foreldra hefur tekið höndum saman og krefur borgina um skýr svör eftir innantóm loforð. Staðan sé óviðunandi. 14. mars 2023 14:00 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Sjá meira
Foreldrar borgi brúsann fyrir mannauðsvanda Kópavogsbæjar Ólga er á meðal foreldra leikskólabarna í Kópavogi eftir gríðarlegar gjaldskrárhækkanir. Móðir drengs segir Kópavog láta foreldra borga brúsann fyrir vandamál bæjarins. 3. ágúst 2023 06:45
Augljóst að eitthvað sé að þegar veikindadagar eru 39 á ári Bæjarfulltrúi í Kópavogi segir að ef ekkert hefði verið aðhafst varðandi leikskólamál bæjarins hefði þjónusta ekki staðið undir kröfum foreldra. Breytingar á gjaldskrá leiða af sér miklar hækkanir hjá þeim sem ekki hafa tök á því að hafa barnið sitt skemur en sex tíma á dag í leikskóla. 3. ágúst 2023 13:06
Foreldrar krefjast svara frá borginni: „Þetta er algjörlega óviðunandi ástand“ Neyðarástand blasir við í leikskólamálum að sögn foreldris barns á leikskólaaldri. Úthlutun leikskólaplássa hófst í dag en takmörkuð mönnun og framkvæmdir hafa áhrif á hversu mörg börn komast að eftir sumarið. Stór hópur foreldra hefur tekið höndum saman og krefur borgina um skýr svör eftir innantóm loforð. Staðan sé óviðunandi. 14. mars 2023 14:00