„Þvert á vilja fólksins í landinu“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. ágúst 2023 14:01 Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir áætlanir stjórnvalda í húsnæðismálum fjölga leiguíbúðum þvert á vilja þjóðarinnar. Innviðaráðherra þurfi að taka forystu í málaflokknum gagnvart sveitarfélögunum. Í greiningu Samtaka iðnaðarins segir að líklegt sé að leiguíbúðum með opinberum stuðningi muni fjölga meira en íbúðum fyrir séreignamarkað, miðað við áherslur stjórnvalda í húsnæðismálum. Framkvæmdastjóri Samtakanna segir um 80 prósent fólks búa í eigin húsnæði, á móti 20 prósentum í leiguhúsnæði. „En ef við skoðum vilja fólks sem er í leiguhúsnæði, og sömuleiðis veltum fyrir okkur fjárhagslegri getu, þá sjáum við að markaðurinn væri í jafnvægi einhverstaðar í kringum 85/15. Vandinn er sá að miðað við stefnu stjórnvalda, bæði ríkis og sveitarfélaga, þá erum við að fara akkúrat í hina áttina á næstu 10 árum,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI. Of lítil áhersla sé lögð á uppbyggingu séreignahúsnæðis í rammasamkomulagi stjórnvalda um uppbyggingu 35 þúsund íbúða fram til ársins 2032. Gert sé ráð fyrir að fram til þess tíma muni leiguíbúðum með aðkomu hins opinbera fjölga um 85%, að þær fari úr 9.500 í 17.600. „Og það er bara einfaldlega þvert á vilja fólksins í landinu.“ Einkaaðilar fái verri móttökur Sveitarfélög hafi greitt götu uppbyggingar á vegum óhagnaðardrifinna leigufélaga. „Við skiljum það auðvitað að einhverju leyti, en á sama tíma hafa einkaaðilar, verktakar sem vilja byggja íbúðir og selja, fengið verri móttökur hjá sveitarfélögunum.“ Breyta þurfi um stefnu í málaflokkinum. „Ríkið ætti að horfa meira til hlutdeildarlána heldur en stofnframlaga. Hlutdeildarlánin hjálpa fólki að eignast sitt eigið húsnæði, á meðan stofnframlögin miða að því að byggja upp félagslegt leiguhúsnæði.“ Stjórnvöld hljóti að taka mark á greiningu samtakanna. „Ég vona svo sannarlega að ríkisstjórnin, með innviðaráðherra í fararbroddi, taki meiri forystu í húsnæðismálum og húsnæðisuppbyggingu, gagnvart sveitarfélögunum. Þannig að uppbyggingin verði raunverulega í takt við þarfir og vilja landsmanna,“ segir Sigurður. Húsnæðismál Leigumarkaður Neytendur Byggingariðnaður Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira
Í greiningu Samtaka iðnaðarins segir að líklegt sé að leiguíbúðum með opinberum stuðningi muni fjölga meira en íbúðum fyrir séreignamarkað, miðað við áherslur stjórnvalda í húsnæðismálum. Framkvæmdastjóri Samtakanna segir um 80 prósent fólks búa í eigin húsnæði, á móti 20 prósentum í leiguhúsnæði. „En ef við skoðum vilja fólks sem er í leiguhúsnæði, og sömuleiðis veltum fyrir okkur fjárhagslegri getu, þá sjáum við að markaðurinn væri í jafnvægi einhverstaðar í kringum 85/15. Vandinn er sá að miðað við stefnu stjórnvalda, bæði ríkis og sveitarfélaga, þá erum við að fara akkúrat í hina áttina á næstu 10 árum,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI. Of lítil áhersla sé lögð á uppbyggingu séreignahúsnæðis í rammasamkomulagi stjórnvalda um uppbyggingu 35 þúsund íbúða fram til ársins 2032. Gert sé ráð fyrir að fram til þess tíma muni leiguíbúðum með aðkomu hins opinbera fjölga um 85%, að þær fari úr 9.500 í 17.600. „Og það er bara einfaldlega þvert á vilja fólksins í landinu.“ Einkaaðilar fái verri móttökur Sveitarfélög hafi greitt götu uppbyggingar á vegum óhagnaðardrifinna leigufélaga. „Við skiljum það auðvitað að einhverju leyti, en á sama tíma hafa einkaaðilar, verktakar sem vilja byggja íbúðir og selja, fengið verri móttökur hjá sveitarfélögunum.“ Breyta þurfi um stefnu í málaflokkinum. „Ríkið ætti að horfa meira til hlutdeildarlána heldur en stofnframlaga. Hlutdeildarlánin hjálpa fólki að eignast sitt eigið húsnæði, á meðan stofnframlögin miða að því að byggja upp félagslegt leiguhúsnæði.“ Stjórnvöld hljóti að taka mark á greiningu samtakanna. „Ég vona svo sannarlega að ríkisstjórnin, með innviðaráðherra í fararbroddi, taki meiri forystu í húsnæðismálum og húsnæðisuppbyggingu, gagnvart sveitarfélögunum. Þannig að uppbyggingin verði raunverulega í takt við þarfir og vilja landsmanna,“ segir Sigurður.
Húsnæðismál Leigumarkaður Neytendur Byggingariðnaður Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira