Barist um flugmenn á heimsvísu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. september 2023 13:06 Birgir Jónsson forstjóri Play og Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair. Vísir Barist er um flugmenn á heimsvísu og dæmi eru um að flugfélög þurfi að draga saman flugáætlanir þar sem ekki tekst manna áhafnir. Fjórtán flugmenn Play sögðu upp í gær eftir að hafa fengið atvinnutilboð hjá Icelandair. Allir flugmenn Play voru boðaðir á fund í vikunni eftir að Icelandair bauð allmörgum þeirra vinnu. Play brást við með því að hækka laun flugmanna - og um allt að fimmtíu prósent samkvæmt frétt Túrista. Birgir Jónsson forstjóri Play segir barist um stéttina. „Öll flugfélög í heiminum eru að ráða og stækka við sig og það er mikil uppsveifa i ferðamannaiðnaði og það kemur bara fram í launaþrýstingi á þessar stéttir,“ segir Birgir. „Það lá fyrir í sumar út af þessari samkeppni á alþjóðamarkaði að okkar laun, þegar kemur að flugmönnum, voru orðin úr takti við það sem er verið að bjóða á heimsvísu þannig við hófum vinnu við að laga þau kjör og kynntum það fyrir okkar fólki núna í vikunni. Það lagðist mjög vel í fólk og það er kannski ástæðan fyrir því að við höfum ekki miklar áhyggjur af því að þetta raski okkur mikið.“ Fjórtán flugmenn tóku boðinu en Birgir segir að það muni ekki hafa áhrif á flugáætlun félagsins. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að umræddir flugmenn hafi sótt um starf hjá félaginu fyrir nokkru síðan. Þeim hafi ekki verið settir neinir afarkostir og gert að segja upp störfum nær samdægurs, líkt og verið hefur í umræðunni. Hann segir mikla samkeppni um starfsfólk og dæmi um að félög hafi þurft að draga saman flugáætlun. „Við höfum séð dæmi um það hjá kollegum okkar úti í heimi,“ segir Bogi og tekur fram að Icelandair sé ekki í þeirri stöðu. „En við fylgjumst auðvitað með þessari þróun og þessum skorti og erum að hjálpa ungu fólki að fara í flugnám og munum gera það aftur núna og hvetjum til þess að fólk geri það. Ætlum að setja það í gang með auknum krafti,“ Hvernig eruð þið að liðka til? „Það er með samstarfi við flugskóla og þess háttar og auðvelda fólki að fara í slíkt nám. Með því að fara í samstarf við fleiri flugskóla hér og í nágrannalöndunum.“ Fréttir af flugi Play Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fjórtán flugmenn Play sögðu upp í gær Fjórtán af 125 flugmönnum flugfélagsins Play sögðu upp störfum í gær eftir að hafa fengið atvinnutilboð frá Icelandair. 1. september 2023 08:26 Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
Allir flugmenn Play voru boðaðir á fund í vikunni eftir að Icelandair bauð allmörgum þeirra vinnu. Play brást við með því að hækka laun flugmanna - og um allt að fimmtíu prósent samkvæmt frétt Túrista. Birgir Jónsson forstjóri Play segir barist um stéttina. „Öll flugfélög í heiminum eru að ráða og stækka við sig og það er mikil uppsveifa i ferðamannaiðnaði og það kemur bara fram í launaþrýstingi á þessar stéttir,“ segir Birgir. „Það lá fyrir í sumar út af þessari samkeppni á alþjóðamarkaði að okkar laun, þegar kemur að flugmönnum, voru orðin úr takti við það sem er verið að bjóða á heimsvísu þannig við hófum vinnu við að laga þau kjör og kynntum það fyrir okkar fólki núna í vikunni. Það lagðist mjög vel í fólk og það er kannski ástæðan fyrir því að við höfum ekki miklar áhyggjur af því að þetta raski okkur mikið.“ Fjórtán flugmenn tóku boðinu en Birgir segir að það muni ekki hafa áhrif á flugáætlun félagsins. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að umræddir flugmenn hafi sótt um starf hjá félaginu fyrir nokkru síðan. Þeim hafi ekki verið settir neinir afarkostir og gert að segja upp störfum nær samdægurs, líkt og verið hefur í umræðunni. Hann segir mikla samkeppni um starfsfólk og dæmi um að félög hafi þurft að draga saman flugáætlun. „Við höfum séð dæmi um það hjá kollegum okkar úti í heimi,“ segir Bogi og tekur fram að Icelandair sé ekki í þeirri stöðu. „En við fylgjumst auðvitað með þessari þróun og þessum skorti og erum að hjálpa ungu fólki að fara í flugnám og munum gera það aftur núna og hvetjum til þess að fólk geri það. Ætlum að setja það í gang með auknum krafti,“ Hvernig eruð þið að liðka til? „Það er með samstarfi við flugskóla og þess háttar og auðvelda fólki að fara í slíkt nám. Með því að fara í samstarf við fleiri flugskóla hér og í nágrannalöndunum.“
Fréttir af flugi Play Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fjórtán flugmenn Play sögðu upp í gær Fjórtán af 125 flugmönnum flugfélagsins Play sögðu upp störfum í gær eftir að hafa fengið atvinnutilboð frá Icelandair. 1. september 2023 08:26 Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
Fjórtán flugmenn Play sögðu upp í gær Fjórtán af 125 flugmönnum flugfélagsins Play sögðu upp störfum í gær eftir að hafa fengið atvinnutilboð frá Icelandair. 1. september 2023 08:26
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun