Listasafnið mögulega í gamla Landsbankahúsið Oddur Ævar Gunnarsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 15. september 2023 12:04 Ríkisstjórnin kannar nú fýsileika þess að gera breytingar á húsnæðiskosti stofnanna og flytja þær á milli húsnæða. Vísir Ríkisstjórnin hyggst kanna fýsileika þess að gera breytingar á húsnæði opinberra stofnanna. Það sem er til skoðunar er meðal annars að Listasafn Íslands flytji í gamla Landsbankahúsið, að Hæstiréttur fari í Safnahúsið og að húsnæði Hæstaréttar geti nýst fyrir Landsrétt. Forsætisráðherra kveðst bjartsýn á mögulegar breytingar á stjórnarskrá. „Við höfum verið að skoða húsnæðismál tiltekinna opinberra stofnana. Við höfum ákveðið að meta kostnað og fýsileika þess að Listasafn Íslands fái mögulega rými í gamla Landsbankahúsinu í Austurstræti, þar sem auðvitað hafa áður verið gríðarlega mikilvæg listaverk og að húsið verði metið út frá annarri mögulegri menningarstarfsemi,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra í samtali við fréttastofu. Hún segir að auk þess sé ætlunin að kanna möguleiki á að Safnahúsið verði nýtt undir starfsemi Hæstaréttar. Þá verði það metið hvort Landsréttur, sem nú er til húsa á Kársnesi í Kópavogi, geti nýtt sér núverandi húsnæði Hæstaréttar í miðbæ Reykjavíkur. Þá sé á döfinni að skoða húsnæðismál Héraðsdóms Reykjaness og Héraðsdóms Reykjavíkur. Katrín segir að gamli Sjómannaskólinn hafi komið til tals í því samhengi. Bjartsýn á breytingar á stjórnarskrá Katrín kveðst vera bjartsýn á að formenn flokka á þingi muni geta komið sér saman um breytingar á stjórnarskrá sem lagðar eru fram í greinargerðum sérfræðinga og greint var frá í morgun. „Markmið mitt að setja saman samtal með formönnum allra stjórnmálaflokka um áramót og kanna hvort við getum náð saman um breytingar á stjórnarskrá,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Eins og fram hefur komið hefur greinargerðum sérfræðinga um kafla stjórnarskrárinnar um Alþingi, dómstóla og mannréttindi verið skilað til forsætisráðuneytisins. Katrín segist ætla að stuðla að því að samtal muni eiga sér stað í samfélaginu, við fræðasamfélagið, félagasamtök og á vettavangi stjórnmálanna um þær tillögur sem lagðar eru fram í greinargerðinni. Að það muni eiga sér opin umræða um þær í haust. „Mér finnst þetta gríðarlega vönduð vinna og ég tel að það sé gríðarlega mikilvægt að við í stjórmmálum, að það skiptir máli að það sé sem breiðust samstaða um þær.“ Hversu langt erum við frá breyttri stjórnarskrá? „Ég er nú alltaf gríðarlega bjartsýn og hef þá einnlægu sannfæringu að það sé mikilvægt að gerðar verði ákveðnar breytingar á stjórnarskrá,“ segir Katrín og nefnir umhverfis-og auðlindamál í því samhengi. „Ég ætla leyfa mér að vera bjartsýn. Ég hef upplýst formenn allra flokka um þessa vinnu og sendi þeim þessa greinargerð í vikunni. Allir þessir formenn eru tilbúnir i að nalgast verkefnið á nýjan leik.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira
„Við höfum verið að skoða húsnæðismál tiltekinna opinberra stofnana. Við höfum ákveðið að meta kostnað og fýsileika þess að Listasafn Íslands fái mögulega rými í gamla Landsbankahúsinu í Austurstræti, þar sem auðvitað hafa áður verið gríðarlega mikilvæg listaverk og að húsið verði metið út frá annarri mögulegri menningarstarfsemi,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra í samtali við fréttastofu. Hún segir að auk þess sé ætlunin að kanna möguleiki á að Safnahúsið verði nýtt undir starfsemi Hæstaréttar. Þá verði það metið hvort Landsréttur, sem nú er til húsa á Kársnesi í Kópavogi, geti nýtt sér núverandi húsnæði Hæstaréttar í miðbæ Reykjavíkur. Þá sé á döfinni að skoða húsnæðismál Héraðsdóms Reykjaness og Héraðsdóms Reykjavíkur. Katrín segir að gamli Sjómannaskólinn hafi komið til tals í því samhengi. Bjartsýn á breytingar á stjórnarskrá Katrín kveðst vera bjartsýn á að formenn flokka á þingi muni geta komið sér saman um breytingar á stjórnarskrá sem lagðar eru fram í greinargerðum sérfræðinga og greint var frá í morgun. „Markmið mitt að setja saman samtal með formönnum allra stjórnmálaflokka um áramót og kanna hvort við getum náð saman um breytingar á stjórnarskrá,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Eins og fram hefur komið hefur greinargerðum sérfræðinga um kafla stjórnarskrárinnar um Alþingi, dómstóla og mannréttindi verið skilað til forsætisráðuneytisins. Katrín segist ætla að stuðla að því að samtal muni eiga sér stað í samfélaginu, við fræðasamfélagið, félagasamtök og á vettavangi stjórnmálanna um þær tillögur sem lagðar eru fram í greinargerðinni. Að það muni eiga sér opin umræða um þær í haust. „Mér finnst þetta gríðarlega vönduð vinna og ég tel að það sé gríðarlega mikilvægt að við í stjórmmálum, að það skiptir máli að það sé sem breiðust samstaða um þær.“ Hversu langt erum við frá breyttri stjórnarskrá? „Ég er nú alltaf gríðarlega bjartsýn og hef þá einnlægu sannfæringu að það sé mikilvægt að gerðar verði ákveðnar breytingar á stjórnarskrá,“ segir Katrín og nefnir umhverfis-og auðlindamál í því samhengi. „Ég ætla leyfa mér að vera bjartsýn. Ég hef upplýst formenn allra flokka um þessa vinnu og sendi þeim þessa greinargerð í vikunni. Allir þessir formenn eru tilbúnir i að nalgast verkefnið á nýjan leik.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira