Flug til Húsavíkur er þjóðhagslega hagkvæmt Friðrik Sigurðsson skrifar 16. september 2023 11:30 Flugfélagið Ernir hefur í rúman áratug flogið reglulegt áætlunarflug til og frá Húsavík án þess að þörf hafi verið á því að styrkja flugleiðina sérstaklega með framlögum. Það hefur því verið félagið og viðskiptavinir þess sem hafa kostað flugið og félagið sjálft tekið þá áhættu sem af því hlýst að reka flugleiðina. Skýrsla sem unnin var fyrir Innanríkisráðuneytið um félagshagfræðileg greiningu á framtíð áætlunarflugs innanlands á Íslandi sýnir svart á hvítu að flugleiðin milli Húsavíkur og Reykjavíkur er þjóðhagslega hagkvæm. Afleiðingar Covid hafa hins vegar haft áhrif á nýtingu í innanlandsflugi og ljóst er að það tekur tíma að ná henni aftur. Það er mitt mat að langtímaáhrif þess að flug legðist af til Húsavíkur séu alvarlegar, ekki eingöngu fyrir íbúa í Þingeyjarsýslu heldur einnig alla landsmenn þar sem Flugfélagið Ernir hefur sinnt áríðandi sjúkraflugi með líffæraþega til útlanda. Ef félagið þarf að fækka flugvélum og flugmönnum veikir það getu okkar sem þjóðar að sinna þessu nauðsynlega verkefni. Við sem þjóð ættum ekki að þurfa að deila um það að við viljum halda landinu okkar í byggð og veita íbúum í dreifðum byggðum lífskjör sem eru sambærileg við það sem þekkist í þéttbýlinu við Faxaflóa.Fjárfesting samfélagsins í slíku með tímabundnum stuðningi við áframhaldandi flug á þessari flugleið er lítil fjárhæð sé miðað við þann ábata sem af því hlýst til heildarinnar. Ég vil hvetja þingmenn, ráðherra og sveitarstjórnarfólk að beita sér í málinu og taka til máls og kynna sér upplýsingar og gögn um þetta brýna verkefni, sama á við um íbúa hvar sem er á landinu. Málið er stærra en svo að það hafi bara áhrif í Þingeyjarsýslu! Höfundur er flugrekstrarfræðingur & Þingeyingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir af flugi Samgöngur Norðurþing Byggðamál Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Flugfélagið Ernir hefur í rúman áratug flogið reglulegt áætlunarflug til og frá Húsavík án þess að þörf hafi verið á því að styrkja flugleiðina sérstaklega með framlögum. Það hefur því verið félagið og viðskiptavinir þess sem hafa kostað flugið og félagið sjálft tekið þá áhættu sem af því hlýst að reka flugleiðina. Skýrsla sem unnin var fyrir Innanríkisráðuneytið um félagshagfræðileg greiningu á framtíð áætlunarflugs innanlands á Íslandi sýnir svart á hvítu að flugleiðin milli Húsavíkur og Reykjavíkur er þjóðhagslega hagkvæm. Afleiðingar Covid hafa hins vegar haft áhrif á nýtingu í innanlandsflugi og ljóst er að það tekur tíma að ná henni aftur. Það er mitt mat að langtímaáhrif þess að flug legðist af til Húsavíkur séu alvarlegar, ekki eingöngu fyrir íbúa í Þingeyjarsýslu heldur einnig alla landsmenn þar sem Flugfélagið Ernir hefur sinnt áríðandi sjúkraflugi með líffæraþega til útlanda. Ef félagið þarf að fækka flugvélum og flugmönnum veikir það getu okkar sem þjóðar að sinna þessu nauðsynlega verkefni. Við sem þjóð ættum ekki að þurfa að deila um það að við viljum halda landinu okkar í byggð og veita íbúum í dreifðum byggðum lífskjör sem eru sambærileg við það sem þekkist í þéttbýlinu við Faxaflóa.Fjárfesting samfélagsins í slíku með tímabundnum stuðningi við áframhaldandi flug á þessari flugleið er lítil fjárhæð sé miðað við þann ábata sem af því hlýst til heildarinnar. Ég vil hvetja þingmenn, ráðherra og sveitarstjórnarfólk að beita sér í málinu og taka til máls og kynna sér upplýsingar og gögn um þetta brýna verkefni, sama á við um íbúa hvar sem er á landinu. Málið er stærra en svo að það hafi bara áhrif í Þingeyjarsýslu! Höfundur er flugrekstrarfræðingur & Þingeyingur.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar