„Sjálfstæðisflokkurinn er ekki nein heilög kýr“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. september 2023 19:59 Arnar Þór Jónsson er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur þó eitt og annað að athuga við flokk sinn. Vísir/ÞÞ Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins segir flokkinn ekki vera heilaga kýr, og boðar mögulegt klofningsframboð frá flokknum ef frumvarp sem utanríkisráðherra hefur boðað nær fram að ganga. Í Hlaðvarpsþættinum Ein pæling sem kom út í gær sagðist Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, meðal annars vera tilbúinn að beita sér gegn Sjálfstæðisflokknum, myndi hann ekki breyta um stefnu í Evrópumálum, einkum og sér í lagi þegar kemur að bókun 35, sem felur í sér skuldbindingu EFTA-ríkja til að láta EES-reglur ganga framar landslögum, ef til árekstra milli þeirra kemur. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur boðað frumvarp um innleiðingu bókunarinnar. Í samtali við fréttastofu segir Arnar Þór að hann hafi viljað undirstrika að Sjálfstæðisflokkurinn hefði verið stofnaður og starfræktur til að verja ákveðnar hugsjónir. „Ef flokkurinn ætlar að snúast gegn þessum hugsjónum, hætta að verja þær og ýta til hliðar þeim skyldum sem hann sannarlega ber, þá er hann ekki aðeins að bíta af sér það sem kalla mætti harðkjarnafylgi, heldur er hann að mylja undan sér grundvöll eigin tilveru,“ segir Arnar Þór. Flokknum sé ætlað að verja lýðræðislegt stjórnarfar og frelsi fólks til að móta stefnumál. Hann telur frumvarp utanríkisráðherra beinast þvert gegn þeim atriðum. „Það er ekkert frjálslynt við þetta, það er ekkert íhaldsamt og þetta er hrein og bein þjónkun við Evrópusambandið og gengur þannig gegn öllu því sem Sjálfstæðisflokkurinn gefur sig út fyrir að vilja berjast fyrir,“ segir Arnar Þór. Skipið kunni að sigla í strand Enn sem komið er telji hann að Sjálfstæðismenn eigi að styðja flokkinn, og hvetja forystuna til að standa vörð um hugsjónirnar sem Arnar segir flokkinn hafa verið stofnaðan utan um. „En sá tímapunktur kann auðvitað að koma, að það skipinu verði bara siglt í strand og það brotni. Þá auðvitað verða menn að finna sér eitthvað annað fley, því að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki nein heilög kýr. En það eru hins vegar hugsjónirnar sem eru þess virði að verja, og það verður þá að gera það úr öðru vígi ef þetta vígi ætlar að fella sig sjálft.“ Hér þarf engum að dyljast að með öðru fleyi á Arnar Þór við mögulegan klofning frá Sjálfstæðisflokknum. Hvað þyrfti að koma til, til að þessu nýja fleyi yrði ýtt úr vör? „Ég held að lokapunkturinn í því yrði að þetta frumvarp sem hér er boðað að verði lagt fram í annað sinn yrði raunverulega samþykkt á Alþingi og leitt í lög. Það væru slíkir grafalvarlegir atburðir að það væru engar forsendur fyrir því lengur að styðja Sjálfstæðisflokk sem stendur þannig að verki.“ Er ekki nokkuð raunhæfur möguleiki að þetta verði samþykkt? „Ég ætla enn sem komið er að ímynda mér að ráðherra muni veigra sér við að leggja þetta fram og þingflokkurinn við að veita þessu máli brautargengi í gegnum þingið. Ég vil trúa því,“ segir Arnar Þór. Hefur ekki átt frumkvæðið Arnar Þór segist ekki hafa átt frumkvæði að neinum umræðum um klofningsframboð frá Sjálfstæðisflokknum vegna málsins. „En ég get ekki neitað því að við mig hefur talað ótrúlegur fjöldi fólks, alls staðar að af landinu, á öllum aldri, sem er um það bil að fá algjörlega nóg af þeim stjórnarháttum og þeirri stefnumörkun sem virðast vera við lýði í Sjálfstæðisflokknum, eins og staðan er í dag. En þetta er ekki komið á þann stað í dag að það sé verið að boða stofnun annars stjórnmálaflokks, en ég held að allir þurfi að átta sig á því að til þess geti komið.“ Ekkert pláss fyrir viðkvæmni Arnar Þór segist telja ljóst að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins sé viðvkæmur fyrir því sem hér er til umræðu. „En viðkvæmni á ekki erindi á hið stóra svið stjórnmálanna. Ef fólk þolir ekki gagnrýni og frjálsa umræðu, þá á það ekki erindi í stjórnmál. Mér er alveg sama þó að einhverjir kunni að móðgast eða fara í fýlu við mig, því mín persóna skiptir ekki máli í þessu og ekki heldur persóna þeirra sem nú sitja á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Arnar Þór. Öllu framar séu það hugsjónir sem gildi ofar öllu í stjórnmálum. „Og ég ítreka það að ef fólk treystir sér ekki til að vinna þeim hugsjónum brautargengi, þá á það að finna sér annað farartæki. Sjálfstæðisflokkurin er ekki einkafarartæki örfárra manna. Hann er fjöldahreyfing og á að vera það, og vinna að þjóðarhag,“ segir Arnar Þór að lokum. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Evrópusambandið Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Í Hlaðvarpsþættinum Ein pæling sem kom út í gær sagðist Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, meðal annars vera tilbúinn að beita sér gegn Sjálfstæðisflokknum, myndi hann ekki breyta um stefnu í Evrópumálum, einkum og sér í lagi þegar kemur að bókun 35, sem felur í sér skuldbindingu EFTA-ríkja til að láta EES-reglur ganga framar landslögum, ef til árekstra milli þeirra kemur. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur boðað frumvarp um innleiðingu bókunarinnar. Í samtali við fréttastofu segir Arnar Þór að hann hafi viljað undirstrika að Sjálfstæðisflokkurinn hefði verið stofnaður og starfræktur til að verja ákveðnar hugsjónir. „Ef flokkurinn ætlar að snúast gegn þessum hugsjónum, hætta að verja þær og ýta til hliðar þeim skyldum sem hann sannarlega ber, þá er hann ekki aðeins að bíta af sér það sem kalla mætti harðkjarnafylgi, heldur er hann að mylja undan sér grundvöll eigin tilveru,“ segir Arnar Þór. Flokknum sé ætlað að verja lýðræðislegt stjórnarfar og frelsi fólks til að móta stefnumál. Hann telur frumvarp utanríkisráðherra beinast þvert gegn þeim atriðum. „Það er ekkert frjálslynt við þetta, það er ekkert íhaldsamt og þetta er hrein og bein þjónkun við Evrópusambandið og gengur þannig gegn öllu því sem Sjálfstæðisflokkurinn gefur sig út fyrir að vilja berjast fyrir,“ segir Arnar Þór. Skipið kunni að sigla í strand Enn sem komið er telji hann að Sjálfstæðismenn eigi að styðja flokkinn, og hvetja forystuna til að standa vörð um hugsjónirnar sem Arnar segir flokkinn hafa verið stofnaðan utan um. „En sá tímapunktur kann auðvitað að koma, að það skipinu verði bara siglt í strand og það brotni. Þá auðvitað verða menn að finna sér eitthvað annað fley, því að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki nein heilög kýr. En það eru hins vegar hugsjónirnar sem eru þess virði að verja, og það verður þá að gera það úr öðru vígi ef þetta vígi ætlar að fella sig sjálft.“ Hér þarf engum að dyljast að með öðru fleyi á Arnar Þór við mögulegan klofning frá Sjálfstæðisflokknum. Hvað þyrfti að koma til, til að þessu nýja fleyi yrði ýtt úr vör? „Ég held að lokapunkturinn í því yrði að þetta frumvarp sem hér er boðað að verði lagt fram í annað sinn yrði raunverulega samþykkt á Alþingi og leitt í lög. Það væru slíkir grafalvarlegir atburðir að það væru engar forsendur fyrir því lengur að styðja Sjálfstæðisflokk sem stendur þannig að verki.“ Er ekki nokkuð raunhæfur möguleiki að þetta verði samþykkt? „Ég ætla enn sem komið er að ímynda mér að ráðherra muni veigra sér við að leggja þetta fram og þingflokkurinn við að veita þessu máli brautargengi í gegnum þingið. Ég vil trúa því,“ segir Arnar Þór. Hefur ekki átt frumkvæðið Arnar Þór segist ekki hafa átt frumkvæði að neinum umræðum um klofningsframboð frá Sjálfstæðisflokknum vegna málsins. „En ég get ekki neitað því að við mig hefur talað ótrúlegur fjöldi fólks, alls staðar að af landinu, á öllum aldri, sem er um það bil að fá algjörlega nóg af þeim stjórnarháttum og þeirri stefnumörkun sem virðast vera við lýði í Sjálfstæðisflokknum, eins og staðan er í dag. En þetta er ekki komið á þann stað í dag að það sé verið að boða stofnun annars stjórnmálaflokks, en ég held að allir þurfi að átta sig á því að til þess geti komið.“ Ekkert pláss fyrir viðkvæmni Arnar Þór segist telja ljóst að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins sé viðvkæmur fyrir því sem hér er til umræðu. „En viðkvæmni á ekki erindi á hið stóra svið stjórnmálanna. Ef fólk þolir ekki gagnrýni og frjálsa umræðu, þá á það ekki erindi í stjórnmál. Mér er alveg sama þó að einhverjir kunni að móðgast eða fara í fýlu við mig, því mín persóna skiptir ekki máli í þessu og ekki heldur persóna þeirra sem nú sitja á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Arnar Þór. Öllu framar séu það hugsjónir sem gildi ofar öllu í stjórnmálum. „Og ég ítreka það að ef fólk treystir sér ekki til að vinna þeim hugsjónum brautargengi, þá á það að finna sér annað farartæki. Sjálfstæðisflokkurin er ekki einkafarartæki örfárra manna. Hann er fjöldahreyfing og á að vera það, og vinna að þjóðarhag,“ segir Arnar Þór að lokum.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Evrópusambandið Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira