Skemmtistaðnum B lokað og eigandinn leiddur út í járnum Árni Sæberg og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 19. september 2023 06:37 Sverrir Einar ásamt Vestu Minkute, unnustu sinni, á skemmtistaðnum B. aðsend Skemmtistaðnum B við Bankastræti 5 í Reykjavík var lokað á laugardagskvöld vegna þess að of margir gestir voru á staðnum og einhverjir gestir reyndust undir lögaldri. Sverrir Einar Eiríksson, eigandi staðarins, var handtekinn og leiddur út af staðnum í járnum. „Við eftirlit á skemmtistað í miðbænum kom í ljós að of margir gestir voru inn á staðnum auk þess sem fólk undir lögaldri var þar að skemmta sér,“ sagði í dagbókarfærslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á sunnudagsmorgun. Heimildir Vísir herma að um skemmtistaðinn B hafi verið að ræða og sjónarvottar hafa lýst því hvernig Sverrir Einar var leiddur út af staðnum í járnum. Lögreglan hefur ekki viljað staðfesta um hvaða skemmtistað var að ræða. Keypti staðinn í júní og hefur tvisvar ratað í fréttir Sverrir Einar keypti staðinn ásamt Vestu Minkute, unnustu sinni, í júní síðastliðnum. Yfirlýst markmið þeirra var að endurvekja þá stemmingu sem ríkti á fyrri útgáfu staðarins sem var starfræktur frá fyrsta áratug aldarinnar sem gekk undir nafninu B5. Athygli vakti í ágúst þegar greint var frá því að staðurinn mætti ekki heita B5, eins og stóð upphaflega til. Samkvæmt skráningu Hugverkastofu er vörkumerkið B5 í eigu KG ehf. og hafði því verið notað í heimildarleysi frá því að eigendaskipti urðu á skemmtistaðnum. Þá var nafni staðarins breytt úr Bankastræti Club í B5. Þá brugðu nýir eigendur á það ráð að endurnefna staðinn einfaldlega B. Ekki hefur náðst í Sverri Einar við vinnslu fréttarinnar. Uppfært klukkan 08:30 Sverrir hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins þar sem hann segist ekki sáttur við framgöngu lögreglu. Næturlíf Veitingastaðir Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir B5 má ekki heita B5 Lögbann hefur verið lagt við notkun vörumerkisins B5 við veitingarekstur skemmtistaðarins B5 sem rekinn er í Bankastræti 5. 16. ágúst 2023 17:16 Markmiðið að endurvekja gamla B5 „Markmið okkar er að endurvekja stemninguna sem var áður á B5, sjarmann og glamúrinn sem einkenndi staðinn, sem á sínum tíma var besti næturklúbbur borgarinnar,“ segir Vesta Mikute unnusta viðskiptamannsins Sverris Einars Eiríkssonar. Saman reka þau nú skemmtistaðinn Bankastræti Club. 14. júní 2023 11:50 Eigendaskipti á Bankastræti Club Sverrir Einar Eiríksson, sem um þessar mundir er helst kenndur við Nýju vínbúðina, er nýr eigandi skemmtistaðarins Bankastræti club. Birgitta Líf Björnsdóttir er ekki lengur í eigendahópi staðarins. 13. júní 2023 13:39 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
„Við eftirlit á skemmtistað í miðbænum kom í ljós að of margir gestir voru inn á staðnum auk þess sem fólk undir lögaldri var þar að skemmta sér,“ sagði í dagbókarfærslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á sunnudagsmorgun. Heimildir Vísir herma að um skemmtistaðinn B hafi verið að ræða og sjónarvottar hafa lýst því hvernig Sverrir Einar var leiddur út af staðnum í járnum. Lögreglan hefur ekki viljað staðfesta um hvaða skemmtistað var að ræða. Keypti staðinn í júní og hefur tvisvar ratað í fréttir Sverrir Einar keypti staðinn ásamt Vestu Minkute, unnustu sinni, í júní síðastliðnum. Yfirlýst markmið þeirra var að endurvekja þá stemmingu sem ríkti á fyrri útgáfu staðarins sem var starfræktur frá fyrsta áratug aldarinnar sem gekk undir nafninu B5. Athygli vakti í ágúst þegar greint var frá því að staðurinn mætti ekki heita B5, eins og stóð upphaflega til. Samkvæmt skráningu Hugverkastofu er vörkumerkið B5 í eigu KG ehf. og hafði því verið notað í heimildarleysi frá því að eigendaskipti urðu á skemmtistaðnum. Þá var nafni staðarins breytt úr Bankastræti Club í B5. Þá brugðu nýir eigendur á það ráð að endurnefna staðinn einfaldlega B. Ekki hefur náðst í Sverri Einar við vinnslu fréttarinnar. Uppfært klukkan 08:30 Sverrir hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins þar sem hann segist ekki sáttur við framgöngu lögreglu.
Næturlíf Veitingastaðir Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir B5 má ekki heita B5 Lögbann hefur verið lagt við notkun vörumerkisins B5 við veitingarekstur skemmtistaðarins B5 sem rekinn er í Bankastræti 5. 16. ágúst 2023 17:16 Markmiðið að endurvekja gamla B5 „Markmið okkar er að endurvekja stemninguna sem var áður á B5, sjarmann og glamúrinn sem einkenndi staðinn, sem á sínum tíma var besti næturklúbbur borgarinnar,“ segir Vesta Mikute unnusta viðskiptamannsins Sverris Einars Eiríkssonar. Saman reka þau nú skemmtistaðinn Bankastræti Club. 14. júní 2023 11:50 Eigendaskipti á Bankastræti Club Sverrir Einar Eiríksson, sem um þessar mundir er helst kenndur við Nýju vínbúðina, er nýr eigandi skemmtistaðarins Bankastræti club. Birgitta Líf Björnsdóttir er ekki lengur í eigendahópi staðarins. 13. júní 2023 13:39 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
B5 má ekki heita B5 Lögbann hefur verið lagt við notkun vörumerkisins B5 við veitingarekstur skemmtistaðarins B5 sem rekinn er í Bankastræti 5. 16. ágúst 2023 17:16
Markmiðið að endurvekja gamla B5 „Markmið okkar er að endurvekja stemninguna sem var áður á B5, sjarmann og glamúrinn sem einkenndi staðinn, sem á sínum tíma var besti næturklúbbur borgarinnar,“ segir Vesta Mikute unnusta viðskiptamannsins Sverris Einars Eiríkssonar. Saman reka þau nú skemmtistaðinn Bankastræti Club. 14. júní 2023 11:50
Eigendaskipti á Bankastræti Club Sverrir Einar Eiríksson, sem um þessar mundir er helst kenndur við Nýju vínbúðina, er nýr eigandi skemmtistaðarins Bankastræti club. Birgitta Líf Björnsdóttir er ekki lengur í eigendahópi staðarins. 13. júní 2023 13:39