Háskólar 21. aldarinnar Davíð Þorláksson og Katrín Atladóttir skrifa 19. september 2023 14:31 Bandaríski hagfræðingurinn Steven Levitt sagði að hvati væri byssukúla eða lykill; oft lítill hlutur sem gæti haft gríðarlega mikil áhrif til breytinga. Það skiptir máli að öll kerfi séu stillt af með réttum hvötum því það hefur mikil áhrif á það hver útkoman úr þeim verður. Ljóst er að núverandi fjármögnunarlíkan íslensku háskólanna, sem var tekið upp á síðustu öld, er barn síns tíma. Það er því mikið fagnaðarefni að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hafi nú kynnt gagngera kerfisbreytingu á fjármögnun háskólanna sem er forsenda þess að íslenskir háskólar geti náð enn betri árangri. Breytingarnar færa okkur nær því sem tíðkast á Norðurlöndunum og hefur skilað góðum árangri þar. Í stað þess t.d. að 65% fjármagnsins byggi á þreyttum einingum verður kennsla ráðandi þáttur með 60% sem skiptist á milli lokinna eininga (42%) og útskriftir (18%). Það skapar augljósan hvata fyrir skóla að tryggja góðan árangur í námi í stað þess að hvatinn snúist fyrst og fremst um að hafa sem allra flesta nema skráða í nám. Aukin og bætt menntun, m.a. í háskólum, er eitt besta tól hins opinbera til að viðhalda góðum lífskjörum og bæta þau til langs tíma. Menntakerfið getur veitt öllum jöfn tækifæri, óháð efnahag. Því er mikilvægt að háskólar séu vel fjármagnaðir og í stakk búnir að veita góða menntun sem stenst alþjóðlegan samanburð. Nýtt fjármögnunarlíkan er mikilvægt skref í þá átt. Höfundar sitja í háskólaráði Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þorláksson Katrín Atladóttir Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Bandaríski hagfræðingurinn Steven Levitt sagði að hvati væri byssukúla eða lykill; oft lítill hlutur sem gæti haft gríðarlega mikil áhrif til breytinga. Það skiptir máli að öll kerfi séu stillt af með réttum hvötum því það hefur mikil áhrif á það hver útkoman úr þeim verður. Ljóst er að núverandi fjármögnunarlíkan íslensku háskólanna, sem var tekið upp á síðustu öld, er barn síns tíma. Það er því mikið fagnaðarefni að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hafi nú kynnt gagngera kerfisbreytingu á fjármögnun háskólanna sem er forsenda þess að íslenskir háskólar geti náð enn betri árangri. Breytingarnar færa okkur nær því sem tíðkast á Norðurlöndunum og hefur skilað góðum árangri þar. Í stað þess t.d. að 65% fjármagnsins byggi á þreyttum einingum verður kennsla ráðandi þáttur með 60% sem skiptist á milli lokinna eininga (42%) og útskriftir (18%). Það skapar augljósan hvata fyrir skóla að tryggja góðan árangur í námi í stað þess að hvatinn snúist fyrst og fremst um að hafa sem allra flesta nema skráða í nám. Aukin og bætt menntun, m.a. í háskólum, er eitt besta tól hins opinbera til að viðhalda góðum lífskjörum og bæta þau til langs tíma. Menntakerfið getur veitt öllum jöfn tækifæri, óháð efnahag. Því er mikilvægt að háskólar séu vel fjármagnaðir og í stakk búnir að veita góða menntun sem stenst alþjóðlegan samanburð. Nýtt fjármögnunarlíkan er mikilvægt skref í þá átt. Höfundar sitja í háskólaráði Háskóla Íslands.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun