Enn vandræði á fasteignamarkaði í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2023 10:46 Fasteignamarkaður Kína hefur beðið hnekki á undanförnum árum en hann er gífurlega mikilvægur hagkerfi landsins. AP/Andy Wong Vandræðum kínverska fjárfestingafélagsins Evergrande Group er ekki lokið enn. Forsvarsmönnum félagsins, sem er skuldsettasta fasteignafélag heimsins, gengur illa að endurskipuleggja lán þess og hefur það leitt til áhyggja meðal fjárfesta í Asíu. Fjárfestar þessir hafa selt hlutabréf sín í Evergrande og öðrum sambærilegum félögum í morgun. Þetta hefur leitt til verðhruns meðal fasteignafélaga í Kína en virði Evergrande lækkaði þegar mest var um fjórðung í morgun, samkvæmt frétt CNBC. Evergrande lenti í vanskilum árið 2021 og leiddi það til áhyggja af hagkerfi Kína. Evergranda varð nokkurs konar táknmynd fyrir vandræði á fasteignamarkaði Kína. Síðan þá hafa forsvarsmenn félagsins unnið að endurskipulagningu skulda en þær eru um 4.300 milljarðar króna. Sjá einnig: Evergrande tekist að greiða gjaldfallna vaxtagreiðslu Frá 28. ágúst hefur virði félagsins lækkað um 87 prósent. Fasteignamarkaður Kína er ríkinu gífurlega mikilvægur og er hann gríðarlega stór. Um það bil fjórðungur af landsframleiðslu Kína kemur frá fasteignamarkaðnum, samkvæmt frétt Reuters. Frá 2021 hafa mörg fjárfestingafélög eins og Evergrande orðið gjaldþrota. Forsvarsmenn margra þeirra hafa reynt að endurskipuleggja lán sín en hefur gengið illa. Fleiri félög í vandræðum Ástandið á fasteignamarkaðnum gæti versnað til muna. Country Garden, stærsta einkarekna fasteignafélag landsins, á í miklum fjárhagsörðugleikum. Í frétt Wall Street Journal segir að forsvarsmenn félagsins hafi einbeitt sér að borgum í sveitahéruðum Kína og iðnaðarsvæðum sem hafi spilað stóra rullu í hagvexti í Kína undanfarin ár. Nú hafi fjárfestingar dregist saman og fólk flytur burt af þessum svæðum. Félagið tapaði sjö milljörðum dala (Tæplega þúsund milljarðar króna) á fyrri hluta þessa árs og er það að miklu leyti vegna fasteigna sem lækkuðu í virði. Sala fasteigna í ágúst var sjötíu prósentum minni en í ágúst í fyrra. Í síðasta mánuði komst félagið naumlega hjá því að lenda í vanskilum á vaxtagreiðslum. Sérfræðingar segja gjaldþrot nánast óhjákvæmilegt án þess að salan taki við sér. Yfirvöld í Kína hafa breytt reglum með því markmiði að auka sölu og á það sérstaklega við fólk sem er að kaupa sína fyrstu íbúð. Sérfræðingur sagði í samtali við WSJ að það myndi líklega skila árangri í stærstu borgum Kína en í smærri borgum, þar sem Country Garden er umsvifamest, væri besta sviðsmyndin sú að sala drægist ekki meira saman. Kína Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Sjá meira
Fjárfestar þessir hafa selt hlutabréf sín í Evergrande og öðrum sambærilegum félögum í morgun. Þetta hefur leitt til verðhruns meðal fasteignafélaga í Kína en virði Evergrande lækkaði þegar mest var um fjórðung í morgun, samkvæmt frétt CNBC. Evergrande lenti í vanskilum árið 2021 og leiddi það til áhyggja af hagkerfi Kína. Evergranda varð nokkurs konar táknmynd fyrir vandræði á fasteignamarkaði Kína. Síðan þá hafa forsvarsmenn félagsins unnið að endurskipulagningu skulda en þær eru um 4.300 milljarðar króna. Sjá einnig: Evergrande tekist að greiða gjaldfallna vaxtagreiðslu Frá 28. ágúst hefur virði félagsins lækkað um 87 prósent. Fasteignamarkaður Kína er ríkinu gífurlega mikilvægur og er hann gríðarlega stór. Um það bil fjórðungur af landsframleiðslu Kína kemur frá fasteignamarkaðnum, samkvæmt frétt Reuters. Frá 2021 hafa mörg fjárfestingafélög eins og Evergrande orðið gjaldþrota. Forsvarsmenn margra þeirra hafa reynt að endurskipuleggja lán sín en hefur gengið illa. Fleiri félög í vandræðum Ástandið á fasteignamarkaðnum gæti versnað til muna. Country Garden, stærsta einkarekna fasteignafélag landsins, á í miklum fjárhagsörðugleikum. Í frétt Wall Street Journal segir að forsvarsmenn félagsins hafi einbeitt sér að borgum í sveitahéruðum Kína og iðnaðarsvæðum sem hafi spilað stóra rullu í hagvexti í Kína undanfarin ár. Nú hafi fjárfestingar dregist saman og fólk flytur burt af þessum svæðum. Félagið tapaði sjö milljörðum dala (Tæplega þúsund milljarðar króna) á fyrri hluta þessa árs og er það að miklu leyti vegna fasteigna sem lækkuðu í virði. Sala fasteigna í ágúst var sjötíu prósentum minni en í ágúst í fyrra. Í síðasta mánuði komst félagið naumlega hjá því að lenda í vanskilum á vaxtagreiðslum. Sérfræðingar segja gjaldþrot nánast óhjákvæmilegt án þess að salan taki við sér. Yfirvöld í Kína hafa breytt reglum með því markmiði að auka sölu og á það sérstaklega við fólk sem er að kaupa sína fyrstu íbúð. Sérfræðingur sagði í samtali við WSJ að það myndi líklega skila árangri í stærstu borgum Kína en í smærri borgum, þar sem Country Garden er umsvifamest, væri besta sviðsmyndin sú að sala drægist ekki meira saman.
Kína Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Sjá meira