Danskir ellilífeyrisþegar mala gull á megrunarlyfjum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. október 2023 13:29 Novo Nordisk er verðmætasta fyrirtæki Evrópu og Danir njóta vel. EPA-EFE/LISELOTTE SABROE Ofsagróði danska lyfjafyrirtækisins Novo Nordisk vegna sölu þess á megrunalyfinu Wegovy mun hafa gríðarleg áhrif á efnahagslegan uppgang í Danmörku og mikinn gróða í för með sér fyrir fjölmarga Dani sem eru hluthafar í fyrirtækinu. Hagfræðingur segir þó ýmsar hættur felast í ástandinu fyrir efnahag Dana. Þetta kemur fram í umfjöllun Reuters fréttaveitunnar sem gerir ofsagróða NovoNordisk að umfjöllunarefni sínu. Þar er haft eftir danska hagfræðingnum Lars Christensen að það sé í raun líkt og Danir hafi fundið gull. Eins og fram hefur komið njóta lyfin gríðarlegra vinsælda og er Novo Nordisk nú verðmætasta fyrirtæki Evrópu. Wegovy er notað sem meðferð við sykursýki 2 og offitu en lyfið dregur úr hungurtilfinningu þannig að fólk borðar minna. Lyf fyrirtækisins Ozempic og Saxenda hafa svipaða virkni og njóta einnig gríðarlegra vinsælda. „Við höfum einfaldlega fundið gullæð,“ hefur Reuters eftir Lars Christiansen, hagfræðingi. Hann segir dönsku þjóðina njóta ávaxta hagnaðar fyrirtækisins sérstaklega mikið þar sem gríðarlegur fjöldi landsmanna eigi hlut í fyrirtækinu. „En í því er jafnframt fólgin gríðarlega mikil áhætta. Bæði vegna þess að um er að ræða stærsta fyrirtækið á hlutabréfamarkaði en líka út af áhrifum þess á samfélagið okkar,“ hefur Reuters eftir hagfræðingnum. Hann segir áhrif velgengni fyrirtækisins á danskt samfélag ótvíræð og nefnir sem dæmi fjölda eldri borgara sem séu hluthafar í fyrirtækinu. Hlutabréf í fyrirtækinu hafa þrefaldast í verði síðan megrunarlyfið kom út í júní 2021. Danmörk Heilbrigðismál Lyf Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun Reuters fréttaveitunnar sem gerir ofsagróða NovoNordisk að umfjöllunarefni sínu. Þar er haft eftir danska hagfræðingnum Lars Christensen að það sé í raun líkt og Danir hafi fundið gull. Eins og fram hefur komið njóta lyfin gríðarlegra vinsælda og er Novo Nordisk nú verðmætasta fyrirtæki Evrópu. Wegovy er notað sem meðferð við sykursýki 2 og offitu en lyfið dregur úr hungurtilfinningu þannig að fólk borðar minna. Lyf fyrirtækisins Ozempic og Saxenda hafa svipaða virkni og njóta einnig gríðarlegra vinsælda. „Við höfum einfaldlega fundið gullæð,“ hefur Reuters eftir Lars Christiansen, hagfræðingi. Hann segir dönsku þjóðina njóta ávaxta hagnaðar fyrirtækisins sérstaklega mikið þar sem gríðarlegur fjöldi landsmanna eigi hlut í fyrirtækinu. „En í því er jafnframt fólgin gríðarlega mikil áhætta. Bæði vegna þess að um er að ræða stærsta fyrirtækið á hlutabréfamarkaði en líka út af áhrifum þess á samfélagið okkar,“ hefur Reuters eftir hagfræðingnum. Hann segir áhrif velgengni fyrirtækisins á danskt samfélag ótvíræð og nefnir sem dæmi fjölda eldri borgara sem séu hluthafar í fyrirtækinu. Hlutabréf í fyrirtækinu hafa þrefaldast í verði síðan megrunarlyfið kom út í júní 2021.
Danmörk Heilbrigðismál Lyf Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira