Claudia Goldin nýr handhafi Nóbels í hagfræði Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. október 2023 10:24 Claudia er einungis þriðja konan til að vinna til verðlaunanna. Vísir/AP Bandaríski hagfræðingurinn Claudia Goldin hefur hlotið hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans til minningar um Alfreð Nóbel árið 2023. Verðlaunin fær hún fyrir rannsóknir sínar á afkomu kvenna á vinnumarkaði. Í tilkynningu vegna valsins kemur fram að Claudia hafi unnið fyrstu alhliða skýrsluna um afkomu kvenna og þátttöku þeirra á vinnumarkaði í sögulegu samhengi. Rannsóknir Claudiu hafi afhjúpað ástæður fyrir breytingum á stöðu kvenna á vinnumarkaði en einnig ástæður þess að launamunur kynjanna viðhelst enn. Verðlaunin teljast strangt til tekið ekki til Nóbelsverðlauna enda eru verðlaunin ekki komin frá Alfred Nobel sjálfum. Verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 1969 og er almennt talað um þau sem hluta af Nóbelsverðlaununum. Claudia er einungis þriðja konan sem hlýtur Nóbelsverðlaunanna. Elinor Ostrom hlaut verðlaunin árið 2009 og Esther Duflo árið 2019. Meðal þeirra karlkyns hagfræðinga sem áður hafa hlotið verðlaunin eru Friedrich August von Hayek, Milton Friedman og Paul Krugman. Á síðasta ári fengu bandarísku hagfræðingarnir Ben S. Bernanke, Douglas W. Diamond og Philip H. Dybvig verðlaunin. Þau fengu þeir fyrir rannsóknir sínar á bönkum og fjármálakreppum. Nóbelsverðlaun Svíþjóð Bandaríkin Mest lesið Sefur í tjaldi í hverjum mánuði Atvinnulíf Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Í tilkynningu vegna valsins kemur fram að Claudia hafi unnið fyrstu alhliða skýrsluna um afkomu kvenna og þátttöku þeirra á vinnumarkaði í sögulegu samhengi. Rannsóknir Claudiu hafi afhjúpað ástæður fyrir breytingum á stöðu kvenna á vinnumarkaði en einnig ástæður þess að launamunur kynjanna viðhelst enn. Verðlaunin teljast strangt til tekið ekki til Nóbelsverðlauna enda eru verðlaunin ekki komin frá Alfred Nobel sjálfum. Verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 1969 og er almennt talað um þau sem hluta af Nóbelsverðlaununum. Claudia er einungis þriðja konan sem hlýtur Nóbelsverðlaunanna. Elinor Ostrom hlaut verðlaunin árið 2009 og Esther Duflo árið 2019. Meðal þeirra karlkyns hagfræðinga sem áður hafa hlotið verðlaunin eru Friedrich August von Hayek, Milton Friedman og Paul Krugman. Á síðasta ári fengu bandarísku hagfræðingarnir Ben S. Bernanke, Douglas W. Diamond og Philip H. Dybvig verðlaunin. Þau fengu þeir fyrir rannsóknir sínar á bönkum og fjármálakreppum.
Nóbelsverðlaun Svíþjóð Bandaríkin Mest lesið Sefur í tjaldi í hverjum mánuði Atvinnulíf Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira