Og hvað svo? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 12. október 2023 07:30 Á þriðjudag sagði fjármálaráðherra af sér með hálfkveðinni vísu. Afsögnin kemur í kjölfar afdráttarlauss álits Umboðsmanns Alþingis um að ráðherra hafi brotið lög við söluna á Íslandsbanka. Það er gott að fjármálaráðherra hafi sjálfur séð að við þessar aðstæður gat hann ekki setið lengur. En hann hefði líka þurft að sjá fyrir næstu skref. Almenningur reynir nú að botna vísuna. Kenningarnar eru ýmsar og ekki liggur fyrir hver atburðarásin verður. Í stað stjórnfestu, ríkir lausung við stjórn landsins. Málið sýnir þó að eftirlit Alþingis virkaði og stjórnarandstaðan náði að knýja fram, með málefnalegum rökum, rannsóknir og frekari skoðun á bankasölunni. Stjórnarflokkarnir sýndu gamalkunnuga takta og reyndu að sópa málinu undir teppið. Öll klassísku varnarviðbrögðin í bókinni voru virkjuð. En nú liggur þessi niðurstaða fyrir og afsögn ráðherra staðreynd. En hvað svo? Á sama tíma blæðir heimilum og fyrirtækjum í vaxta- og verðbólgustormi. Í stað þess að einblína á það sem brennur á heimilum landsmanna eru skilaboð stjórnvalda til almennings ansi aum. Stjórnarflokkarnir ætla víst að nýta næstu daga til að skerpa á áherslum ríkisstjórnarinnar og efla „liðsandann í stjórnarliðinu“. Það á að halda einhvers konar hópeflisfund á föstudaginn þar sem „reynt verður að kortleggja hvað það er sem veldur mönnum mestu hugarangri og hvernig sefa megi þær áhyggjur“ samkvæmt mbl.is. Hugarangrið, vel að merkja, beinist að vanlíðan stjórnarflokkanna en ekki áhyggjum almennings. Hringlandaháttur í stað stjórnfestu Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG stendur nú í ströngu við að verja formann Sjálfstæðisflokksins og ríkisstjórnina. Það hefur lengi legið fyrir að álit Umboðsmanns myndi líta dagsins ljós. Þar voru í boði tvær sviðsmyndir. Annars vegar að fjármálaráðherra hefði brotið lög og svo að fjármálaráðherra hefði ekki brotið lög. Er það virkilega svo að ekkert plan var tilbúið um hvora sviðsmynd og þá næstu skref út frá þeim? Fjármálaráðherra fékk að vita af niðurstöðunni að minnsta kosti fjórum dögum fyrir blaðamannafundinn. Nú ætlar stjórnin að gefa sér eina fjóra í viðbót. Það er langur tími í pólitík og sýnir hvorki pólitíska snerpu eða metnað Hringlandaháttur er valinn þegar samfélagið þarf á forystu og stjórnfestu að halda. Áframhaldandi bankasala nauðsynleg Í fjármálaáætlun og fjárlögum er gert ráð fyrir áframhaldandi sölu á Íslandsbanka. Því er ég sammála. Ég hef þó bent á að málið væri í ákveðinni sjálfheldu vegna þessvantrausts sem ríkir, aðallega í garð Sjálfstæðisflokksins, við sölu ríkiseigna. Þegar það er ljóst að ríkisstjórnin ætlar að gera allt til að lafa út kjörtímabilið þá gæti það verið lausn að færa forræði málsins yfir til forsætisráðherra eða viðskiptaráðherra. Salan er ekki síst mikilvæg meðal annars til að rétta af fjármál ríkisins. Það munar um 55 milljarða til að greiða niður skuldir ríkissjóðs, slá á gríðarlegan vaxtakostnað ríkisins og styrkja innviði. Það hefur áþreifanlega komið á daginn að Sjálfstæðisflokkurinn ræður einfaldlega ekki við verkefnið. En það sem við þurfum allra helst á að halda er að það fari ekki öll orka stjórnarinnar í innanbúðarátökin við ríkisstjórnarborðið. Við verðum að átta okkur á því að erfiðar kjaraviðræður eru fram undan. Fjárlög hafa verið lögð fram en þau eru munaðarlaus. Við þurfum ríkisstjórn sem virkar og er starfhæf. Ríkisstjórn sem einbeitir sér að alvarlegri stöðu í efnahagsmálum og fer raunverulega að taka utan um heimilin í landinu. Ekki einkamál ríkisstjórnarinnar Þessi staða er ekki einkamál formanns Sjálfstæðisflokksins. Né einkamál ríkisstjórnarinnar. Það er vont að það ríki óvissa um hver muni setjast í stól fjármálaráðherra. Ríkisstjórnin getur ekki haldið að hún lifi í einhverjum hliðarveruleika eða tómarúmi við umheiminn. Ringulreiðin sem blasir við ýtir ekki undir trúverðugleika stjórnarinnar. Innanlands sem utan. Áframhaldandi óvissa á stjórnarheimilinu ýtir hins vegar undir efnahagslegan óstöðugleika sem síðan bitnar á heimilum landsins og fyrirtækjum. Það er ekki það sem samfélagið þarf á að halda. Það ríkir að einhverju leyti ákveðið neyðarástand en það fyrsta sem ríkisstjórnin hugsar er að tryggja sjálfri sér sæti í björgunarbátnum. Á meðan skal almenningur gjöra svo vel að bíða rólegur því ríkisstjórnin þarf jú að efla „liðsandann“, „gæta að hugarangri innan hennar“ og „kortleggja“ hvar hver eigi að sitja. Þetta er auðvitað farsakennd staða – Dario Fo hefði vart getað gert betur. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Viðreisn Tengdar fréttir Segir Bjarna ekki geta „bæði átt kökuna og étið hana“ Stjórnarandstaðan telur að afsögn fjármálaráðherra hljóti að þýða að hann hætti í ríkisstjórn. Ella sé um að ræða sýndarmennsku. Þá hafi forsætisráðherra brugðist í Íslandsbankamálinu. 11. október 2023 22:03 „Menn ætla að axla ábyrgð með því að gerast utanríkisráðherrar“ Þingmenn stjórnarandstöðu ræddu margir hverjir afsögn Bjarna Benediktssonar á þingi í dag. Formaður Viðreisnar segir óvissu ýta undir óstöðugleika og að það ríki ringulreið. Þingmenn gagnrýndu það að hann fari mögulega í annan ráðherrastól. Bjarni verður til svars í óundirbúnum fyrirspurnum á morgun. 11. október 2023 18:23 Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Á þriðjudag sagði fjármálaráðherra af sér með hálfkveðinni vísu. Afsögnin kemur í kjölfar afdráttarlauss álits Umboðsmanns Alþingis um að ráðherra hafi brotið lög við söluna á Íslandsbanka. Það er gott að fjármálaráðherra hafi sjálfur séð að við þessar aðstæður gat hann ekki setið lengur. En hann hefði líka þurft að sjá fyrir næstu skref. Almenningur reynir nú að botna vísuna. Kenningarnar eru ýmsar og ekki liggur fyrir hver atburðarásin verður. Í stað stjórnfestu, ríkir lausung við stjórn landsins. Málið sýnir þó að eftirlit Alþingis virkaði og stjórnarandstaðan náði að knýja fram, með málefnalegum rökum, rannsóknir og frekari skoðun á bankasölunni. Stjórnarflokkarnir sýndu gamalkunnuga takta og reyndu að sópa málinu undir teppið. Öll klassísku varnarviðbrögðin í bókinni voru virkjuð. En nú liggur þessi niðurstaða fyrir og afsögn ráðherra staðreynd. En hvað svo? Á sama tíma blæðir heimilum og fyrirtækjum í vaxta- og verðbólgustormi. Í stað þess að einblína á það sem brennur á heimilum landsmanna eru skilaboð stjórnvalda til almennings ansi aum. Stjórnarflokkarnir ætla víst að nýta næstu daga til að skerpa á áherslum ríkisstjórnarinnar og efla „liðsandann í stjórnarliðinu“. Það á að halda einhvers konar hópeflisfund á föstudaginn þar sem „reynt verður að kortleggja hvað það er sem veldur mönnum mestu hugarangri og hvernig sefa megi þær áhyggjur“ samkvæmt mbl.is. Hugarangrið, vel að merkja, beinist að vanlíðan stjórnarflokkanna en ekki áhyggjum almennings. Hringlandaháttur í stað stjórnfestu Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG stendur nú í ströngu við að verja formann Sjálfstæðisflokksins og ríkisstjórnina. Það hefur lengi legið fyrir að álit Umboðsmanns myndi líta dagsins ljós. Þar voru í boði tvær sviðsmyndir. Annars vegar að fjármálaráðherra hefði brotið lög og svo að fjármálaráðherra hefði ekki brotið lög. Er það virkilega svo að ekkert plan var tilbúið um hvora sviðsmynd og þá næstu skref út frá þeim? Fjármálaráðherra fékk að vita af niðurstöðunni að minnsta kosti fjórum dögum fyrir blaðamannafundinn. Nú ætlar stjórnin að gefa sér eina fjóra í viðbót. Það er langur tími í pólitík og sýnir hvorki pólitíska snerpu eða metnað Hringlandaháttur er valinn þegar samfélagið þarf á forystu og stjórnfestu að halda. Áframhaldandi bankasala nauðsynleg Í fjármálaáætlun og fjárlögum er gert ráð fyrir áframhaldandi sölu á Íslandsbanka. Því er ég sammála. Ég hef þó bent á að málið væri í ákveðinni sjálfheldu vegna þessvantrausts sem ríkir, aðallega í garð Sjálfstæðisflokksins, við sölu ríkiseigna. Þegar það er ljóst að ríkisstjórnin ætlar að gera allt til að lafa út kjörtímabilið þá gæti það verið lausn að færa forræði málsins yfir til forsætisráðherra eða viðskiptaráðherra. Salan er ekki síst mikilvæg meðal annars til að rétta af fjármál ríkisins. Það munar um 55 milljarða til að greiða niður skuldir ríkissjóðs, slá á gríðarlegan vaxtakostnað ríkisins og styrkja innviði. Það hefur áþreifanlega komið á daginn að Sjálfstæðisflokkurinn ræður einfaldlega ekki við verkefnið. En það sem við þurfum allra helst á að halda er að það fari ekki öll orka stjórnarinnar í innanbúðarátökin við ríkisstjórnarborðið. Við verðum að átta okkur á því að erfiðar kjaraviðræður eru fram undan. Fjárlög hafa verið lögð fram en þau eru munaðarlaus. Við þurfum ríkisstjórn sem virkar og er starfhæf. Ríkisstjórn sem einbeitir sér að alvarlegri stöðu í efnahagsmálum og fer raunverulega að taka utan um heimilin í landinu. Ekki einkamál ríkisstjórnarinnar Þessi staða er ekki einkamál formanns Sjálfstæðisflokksins. Né einkamál ríkisstjórnarinnar. Það er vont að það ríki óvissa um hver muni setjast í stól fjármálaráðherra. Ríkisstjórnin getur ekki haldið að hún lifi í einhverjum hliðarveruleika eða tómarúmi við umheiminn. Ringulreiðin sem blasir við ýtir ekki undir trúverðugleika stjórnarinnar. Innanlands sem utan. Áframhaldandi óvissa á stjórnarheimilinu ýtir hins vegar undir efnahagslegan óstöðugleika sem síðan bitnar á heimilum landsins og fyrirtækjum. Það er ekki það sem samfélagið þarf á að halda. Það ríkir að einhverju leyti ákveðið neyðarástand en það fyrsta sem ríkisstjórnin hugsar er að tryggja sjálfri sér sæti í björgunarbátnum. Á meðan skal almenningur gjöra svo vel að bíða rólegur því ríkisstjórnin þarf jú að efla „liðsandann“, „gæta að hugarangri innan hennar“ og „kortleggja“ hvar hver eigi að sitja. Þetta er auðvitað farsakennd staða – Dario Fo hefði vart getað gert betur. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Segir Bjarna ekki geta „bæði átt kökuna og étið hana“ Stjórnarandstaðan telur að afsögn fjármálaráðherra hljóti að þýða að hann hætti í ríkisstjórn. Ella sé um að ræða sýndarmennsku. Þá hafi forsætisráðherra brugðist í Íslandsbankamálinu. 11. október 2023 22:03
„Menn ætla að axla ábyrgð með því að gerast utanríkisráðherrar“ Þingmenn stjórnarandstöðu ræddu margir hverjir afsögn Bjarna Benediktssonar á þingi í dag. Formaður Viðreisnar segir óvissu ýta undir óstöðugleika og að það ríki ringulreið. Þingmenn gagnrýndu það að hann fari mögulega í annan ráðherrastól. Bjarni verður til svars í óundirbúnum fyrirspurnum á morgun. 11. október 2023 18:23
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun