Bjartari framtíð NEET-ungmenna í vanda Arnór Víkingsson skrifar 16. október 2023 11:31 Enska skammstöfunin „NEET“ er notuð um 18-29 ára ungmenni sem hafa til lengri tíma verið án vinnu, starfsþjálfunar og eru ekki í námi ((NEET; Not in Education, Employment or Training). Í læknisstarfi mínu hjá verkjamiðstöðinni Þraut hef ég reynt illleysanleg vandamál skjólstæðinga sem gæti t.d. hljómað á þennan veg: Framtíð er 23 ára kona sem bjó við erfið uppvaxtarskilyrði vegna alvarlegra veikinda móður og fjarveru föður. Varð fyrir langvinnu einelti, hætti í framhaldsskóla 16 ára og hefur hvorki verið í vinnu eða námi síðustu 2 árin vegna hamlandi stoðkerfisverkja og þreytu auk viðvarandi kvíða og oft depurðar. Framtíð var nýlega útskrifuð frá geðheilsuteymi heilsugæslunnar, þar var hún greind með ADHD og grunur vaknaði um einhverfuróf. Nú er í ferli umsókn um 75% örorku. Framtíð á að meðaltali eftir að lifa í um 60 ár. Hún er að nálgast endastöð innan velferðarkerfisins, næsta skref að fá úrskurð um 75% örorku og þá getur kerfið „gleymt henni“, sett hana til hliðar með góðri samvisku. En lífið gengur út á annað og meira en mánaðarlegar greiðslur frá TR; lífsgæði, virkni og það að tilheyra í samfélaginu er óendanlega mikilvægt hverri manneskju, í raun meginástæða tilverunnar. Þangað til núna í október 2023 bjó íslenskt samfélag við ákveðið meðferðarþrot fyrir einstaklinga eins og Framtíð, fá raunhæf úrræði til fyrir slíkar manneskjur. Samt er Framtíð ekki sjaldgæft eintak í fjölskrúðugri flóru íslenskra ungmenna. Óþægilega margir þrífast því miður ekki vel í allsgnægtarsamfélagi nútímans. Til „NEET“ ungmenna teljast amk 5% hvers árgangs í vestrænum löndum. Fimm prósent á Íslandi jafngildir um 200 einstaklingum í árgangi eða yfir 2000 einstaklingum innan við þrítugt. Sem betur fer ná flestir þessara einstaklinga meiri fótfestu í samfélaginu, verða virkir þátttakendur og öðlast jafnvægi og sátt í daglegu lífi. En ekki allir, ekki Framtíðin okkar nema til komi meiri og réttari stuðningur. Tíundi október 2023 var merkisdagur fyrir þessi hjálparþurfandi ungmenni. Þá skrifuðu Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarksráðherra, Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri Virk, Sigurður H. Helgason forstjóri Sjúkratrygginga Íslands og Kristín Siggeirsdóttir framkvæmdastjóri Janusar endurhæfingar undir þjónustusamning um þverfaglega, heildstæða endurhæfingu fyrir áttatíu NEET ungmenni sem búa við fjölþætt geðræn vandamál, sum hver einnig með einhverfu eða á einhverfurófi. Jafnframt studdu forsvarsmenn geðþjónustu Landspítalans og geðheilsuteyma heilsugæslunnar dyggilega við þessa ráðagerð og gerðu framkvæmd hennar í raun mögulega. Guðrún Ása Björnsdóttir aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra hélt verkefninu lifandi á krítískum stundum og endurhæfingarráð lagði hönd á plóg í mótun verkefnisins. Að mínu mati eru þetta stórkostleg tímamót, stórsigur íslensks velferðarkerfis og sönnun þess að sem einstaklingar og samfélag viljum við rétta þeim hjálparhönd sem mest þurfa, óháð ytri þrýstingi.Þessi ungmenni eru nefnilega ekki hluti af hefðbundnum hagsmuna- og þrýstihópum samfélagsins heldur lifa á jaðrinum, hafa vaknað flesta daga í daufri von um að verða einhvern tímann reist við. Það var í raun engin pólítísk pressa á ráðherrana tvo eða Virk endurhæfingarsjóð að svara lágróma kalli þessara ungmenna. Ég tek því hatt minn ofan fyrir öllum þessum aðilum að samkomulaginu og hvet fjölmiðla til að beina athygli sinni í ríkari mæli að gjörð eins og þessari. Það mætti ræða við forsvarsmenn Janusar endurhæfingar um þennan hulduhóp ungmenna, spyrja framkvæmdastjóra Virk hvað kom til að stofnunin ákvað að eyða orku og fjármunum í samfélagslega skilgreint undirmálsfólk sem á enga rödd, spyrja forsvarsmenn geðþjónustu Landspítalans og geðheilsuteyma heilsugæslunnar af hverju þau eru að skapa sér viðbótarverkefni ofan á allt sem fyrir er og án nokkurrar fjárhagslegrar umbunar. Síðan mætti einnig staldra við og minna okkur á að þrátt fyrir allt snúast ákvarðanir ráðherranna ekki bara um verkefni sem eru líkleg til vinsælda. Kjarni málsins er sá að við erum að tala um ótrúlega efnileg og dýrmæt ungmenni sem íslenskt samfélag þarf á að halda og má ekki gleyma. Fólk sem hefur alla burði til að verða virkir og mikilvægir þátttakendur í okkar samfélagi og gera það betra. Sem formaður endurhæfingarráðs óska ég íslenskri þjóð til hamingju með þetta samkomulag. Við erum þrátt fyrir allt á réttri leið. Höfundur er læknir og formaður Endurhæfingarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Heilbrigðismál Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Enska skammstöfunin „NEET“ er notuð um 18-29 ára ungmenni sem hafa til lengri tíma verið án vinnu, starfsþjálfunar og eru ekki í námi ((NEET; Not in Education, Employment or Training). Í læknisstarfi mínu hjá verkjamiðstöðinni Þraut hef ég reynt illleysanleg vandamál skjólstæðinga sem gæti t.d. hljómað á þennan veg: Framtíð er 23 ára kona sem bjó við erfið uppvaxtarskilyrði vegna alvarlegra veikinda móður og fjarveru föður. Varð fyrir langvinnu einelti, hætti í framhaldsskóla 16 ára og hefur hvorki verið í vinnu eða námi síðustu 2 árin vegna hamlandi stoðkerfisverkja og þreytu auk viðvarandi kvíða og oft depurðar. Framtíð var nýlega útskrifuð frá geðheilsuteymi heilsugæslunnar, þar var hún greind með ADHD og grunur vaknaði um einhverfuróf. Nú er í ferli umsókn um 75% örorku. Framtíð á að meðaltali eftir að lifa í um 60 ár. Hún er að nálgast endastöð innan velferðarkerfisins, næsta skref að fá úrskurð um 75% örorku og þá getur kerfið „gleymt henni“, sett hana til hliðar með góðri samvisku. En lífið gengur út á annað og meira en mánaðarlegar greiðslur frá TR; lífsgæði, virkni og það að tilheyra í samfélaginu er óendanlega mikilvægt hverri manneskju, í raun meginástæða tilverunnar. Þangað til núna í október 2023 bjó íslenskt samfélag við ákveðið meðferðarþrot fyrir einstaklinga eins og Framtíð, fá raunhæf úrræði til fyrir slíkar manneskjur. Samt er Framtíð ekki sjaldgæft eintak í fjölskrúðugri flóru íslenskra ungmenna. Óþægilega margir þrífast því miður ekki vel í allsgnægtarsamfélagi nútímans. Til „NEET“ ungmenna teljast amk 5% hvers árgangs í vestrænum löndum. Fimm prósent á Íslandi jafngildir um 200 einstaklingum í árgangi eða yfir 2000 einstaklingum innan við þrítugt. Sem betur fer ná flestir þessara einstaklinga meiri fótfestu í samfélaginu, verða virkir þátttakendur og öðlast jafnvægi og sátt í daglegu lífi. En ekki allir, ekki Framtíðin okkar nema til komi meiri og réttari stuðningur. Tíundi október 2023 var merkisdagur fyrir þessi hjálparþurfandi ungmenni. Þá skrifuðu Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarksráðherra, Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri Virk, Sigurður H. Helgason forstjóri Sjúkratrygginga Íslands og Kristín Siggeirsdóttir framkvæmdastjóri Janusar endurhæfingar undir þjónustusamning um þverfaglega, heildstæða endurhæfingu fyrir áttatíu NEET ungmenni sem búa við fjölþætt geðræn vandamál, sum hver einnig með einhverfu eða á einhverfurófi. Jafnframt studdu forsvarsmenn geðþjónustu Landspítalans og geðheilsuteyma heilsugæslunnar dyggilega við þessa ráðagerð og gerðu framkvæmd hennar í raun mögulega. Guðrún Ása Björnsdóttir aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra hélt verkefninu lifandi á krítískum stundum og endurhæfingarráð lagði hönd á plóg í mótun verkefnisins. Að mínu mati eru þetta stórkostleg tímamót, stórsigur íslensks velferðarkerfis og sönnun þess að sem einstaklingar og samfélag viljum við rétta þeim hjálparhönd sem mest þurfa, óháð ytri þrýstingi.Þessi ungmenni eru nefnilega ekki hluti af hefðbundnum hagsmuna- og þrýstihópum samfélagsins heldur lifa á jaðrinum, hafa vaknað flesta daga í daufri von um að verða einhvern tímann reist við. Það var í raun engin pólítísk pressa á ráðherrana tvo eða Virk endurhæfingarsjóð að svara lágróma kalli þessara ungmenna. Ég tek því hatt minn ofan fyrir öllum þessum aðilum að samkomulaginu og hvet fjölmiðla til að beina athygli sinni í ríkari mæli að gjörð eins og þessari. Það mætti ræða við forsvarsmenn Janusar endurhæfingar um þennan hulduhóp ungmenna, spyrja framkvæmdastjóra Virk hvað kom til að stofnunin ákvað að eyða orku og fjármunum í samfélagslega skilgreint undirmálsfólk sem á enga rödd, spyrja forsvarsmenn geðþjónustu Landspítalans og geðheilsuteyma heilsugæslunnar af hverju þau eru að skapa sér viðbótarverkefni ofan á allt sem fyrir er og án nokkurrar fjárhagslegrar umbunar. Síðan mætti einnig staldra við og minna okkur á að þrátt fyrir allt snúast ákvarðanir ráðherranna ekki bara um verkefni sem eru líkleg til vinsælda. Kjarni málsins er sá að við erum að tala um ótrúlega efnileg og dýrmæt ungmenni sem íslenskt samfélag þarf á að halda og má ekki gleyma. Fólk sem hefur alla burði til að verða virkir og mikilvægir þátttakendur í okkar samfélagi og gera það betra. Sem formaður endurhæfingarráðs óska ég íslenskri þjóð til hamingju með þetta samkomulag. Við erum þrátt fyrir allt á réttri leið. Höfundur er læknir og formaður Endurhæfingarráðs.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun