Þetta hefur BBC eftir saksóknurum í málinu en McGregor var sakaður um að hafa brotið á konu inn á klósetti á Kaseya Center leikvanginum í Miami.
Umrætt kvöld fór fjórði leikur Miami Heat og Denver Nuggets, í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar fram á leikvanginum.
Meintur þolandi McGregor segir öryggisverði á svæðinu átt þátt í því að hjálpa McGregor við að fremja brot sitt með því að sjá til þess að hún kæmist ekki út af klósettinu.
McGregor neitar sjálfur sök í málinu og nú hefur saksóknaraembættið staðfest að málið hafi verið látið niður falla.