Persónuvernd og skólamál Helga Þórisdóttir og Steinunn Birna Magnúsdóttir skrifa 19. október 2023 13:30 Nokkur umræða hefur verið í þjóðfélaginu undanfarin misseri þar sem fram hafa komið rangfærslur sem lúta að því að Persónuvernd hafi, með niðurstöðum sínum, sett tækninotkun og framþróun í skólastarfi í upplausn. Persónuvernd er ekki hafin yfir málefnalega gagnrýni en gildishlaðnar alhæfingar og að skjóta sendiboðann hefur sjaldan reynst vel. Lögbundið hlutverk Persónuverndar er að gæta að persónuvernd almennings þannig að stjórnarskrárvarin mannréttindi séu ekki fyrir borð borin við meðferð persónuupplýsinga. Í störfum sínum er Persónuvernd bundin af almennum reglum stjórnsýsluréttarins, þ. á m. reglunni um að viðhafa málefnaleg sjónarmið við beitingu matskenndra ákvæða, auk þess sem lögbundið er að gæta samræmis í beitingu persónuverndarlöggjafarinnar innan Evrópska efnahagssvæðisins. Bentu á þann sem þér þykir bestur, eða hvað? Íslendingar eru það lánsamir að búa í réttarríki, samfélagi þar sem lög gilda og mannréttindi eru virt. Í þannig samfélagi virka lög ekki eins og kræsingar á jólahlaðborði þar sem þú velur hvað þér líst best á og hverju þú ákveður að sleppa. Fæst okkar fara t.d. í búðina og ganga út með matvöru án þess að borga þó að okkur þyki matarverð orðið of hátt. Fjármálafyrirtæki landsins búa við afar strangt og flókið regluverk og höfum við sem samfélag talið brýnt að því sé fylgt til hins ýtrasta. Ekki ætti að gera minni kröfur til að tryggja hagsmuni barna. Við getum haft skoðanir á lögum en við getum ekki valið að fara ekki eftir þeim án afleiðinga – af því að okkur finnst þau óréttlát eða flókin að framfylgja. Börn eiga rétt til persónuverndar og friðhelgi einkalífs. Börn eiga líka rétt til menntunar. Öll réttindi barna ber að virða og því mikilvægt að ekki sé valið á milli þeirra eins og kræsinga á jólahlaðborði. Endirinn skyldi í upphafi skoða Það er ekki svo að samkvæmt niðurstöðum Persónuverndar sé allt bannað þegar kemur að notkun tæknilausna í skólastarfi, en það þarf að vanda sig. Eins og með svo margt annað skiptir undirbúningurinn öllu máli. Lögin gera vissulega ríkar kröfur varðandi persónuvernd og upplýsingaöryggi, og þeim mun ríkari þegar um börn er að ræða. Þess vegna er nauðsynlegt að við undirbúning sé leitað til persónuverndarfulltrúa sveitarfélaganna og, eftir atvikum, annarra fagaðila á þessum sviðum. Ef rétt er að verki staðið í upphafi takmarkar það líkur á því að kippa þurfi einhverju úr sambandi sem keyrt var í gang án fullnægjandi undirbúnings. Saman í liði Framþróun í menntun og skólastarfi er nauðsynleg og óumdeilt að tæknin færir okkur mörg stórkostleg tækifæri, jafnt í skólastarfi sem og öðru. Í ljósi þess sem fram hefur komið í almennri umræðu um þessi mál er tilefni til að leiðrétta þann misskilning að Persónuvernd sé helsti ógnvaldurinn við framþróun skólakerfisins. Það er enda ekki í samræmi við kröfur persónuverndarlaga eða niðurstöður stofnunarinnar. Ekki má þó gleyma því að notkun tækni í skólastarfi er skilyrðum háð og nýrri tækni fylgir fjöldi áskorana. Óháð skoðunum hvers og eins eiga börnin okkar rétt á því að farið sé með persónuupplýsingar þeirra samkvæmt lögum. Rétt er það, að persónuverndarlöggjöfin setur tækninni ákveðnar skorður í því skyni að tryggja rétt einstaklinga til friðhelgi einkalífs. Framþróun í menntun og skólastarfi með aukinni tækninotkun annars vegar og friðhelgi einkalífs hins vegar eru þó ekki andstæðir pólar og sjónarmið þar að lútandi þurfa ekki að stangast á. Það er því óþarfi að stilla fólki upp í lið hvað þetta varðar, með eða á móti. Þegar grannt er skoðað er um sama markmið að ræða, þ.e. að tryggja réttindi og hagsmuni barna. Samtalið Málefni barna, sér í lagi tengd skólastarfi, hafa verið í forgrunni hjá Persónuvernd til lengri tíma. Frá árinu 2017 hafa verið haldin málþing, fræðsluerindi og gefin út tilmæli, leiðbeiningar og fræðsla á vefsíðu. Tvívegis hafa verið sendir fræðslubæklingar fyrir börn og starfsmenn í alla grunnskóla landsins. Þá hefur stofnunin átt góð samtöl við ráðuneyti barna- og menntamála. Um þessar mundir stendur yfir fræðsluferð um land allt, í samstarfi við Fjölmiðlanefnd, um mikilvægi persónuverndar, miðlalæsis og netöryggis barna í stafrænni tilveru. Fræðsluerindin eru annars vegar fyrir börn í 4.-7. bekk og hins vegar fyrir kennara og foreldra, þar sem því verður við komið, skólum að kostnaðarlausu. Viðtökurnar hafa verið frábærar og samtal við bæði börn og starfsmenn grunnskólanna til fyrirmyndar. Höfundar eru forstjóri Persónuverndar og sviðsstjóri erlends samstarfs og fræðslu hjá Persónuvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Þórisdóttir Persónuvernd Grunnskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Nokkur umræða hefur verið í þjóðfélaginu undanfarin misseri þar sem fram hafa komið rangfærslur sem lúta að því að Persónuvernd hafi, með niðurstöðum sínum, sett tækninotkun og framþróun í skólastarfi í upplausn. Persónuvernd er ekki hafin yfir málefnalega gagnrýni en gildishlaðnar alhæfingar og að skjóta sendiboðann hefur sjaldan reynst vel. Lögbundið hlutverk Persónuverndar er að gæta að persónuvernd almennings þannig að stjórnarskrárvarin mannréttindi séu ekki fyrir borð borin við meðferð persónuupplýsinga. Í störfum sínum er Persónuvernd bundin af almennum reglum stjórnsýsluréttarins, þ. á m. reglunni um að viðhafa málefnaleg sjónarmið við beitingu matskenndra ákvæða, auk þess sem lögbundið er að gæta samræmis í beitingu persónuverndarlöggjafarinnar innan Evrópska efnahagssvæðisins. Bentu á þann sem þér þykir bestur, eða hvað? Íslendingar eru það lánsamir að búa í réttarríki, samfélagi þar sem lög gilda og mannréttindi eru virt. Í þannig samfélagi virka lög ekki eins og kræsingar á jólahlaðborði þar sem þú velur hvað þér líst best á og hverju þú ákveður að sleppa. Fæst okkar fara t.d. í búðina og ganga út með matvöru án þess að borga þó að okkur þyki matarverð orðið of hátt. Fjármálafyrirtæki landsins búa við afar strangt og flókið regluverk og höfum við sem samfélag talið brýnt að því sé fylgt til hins ýtrasta. Ekki ætti að gera minni kröfur til að tryggja hagsmuni barna. Við getum haft skoðanir á lögum en við getum ekki valið að fara ekki eftir þeim án afleiðinga – af því að okkur finnst þau óréttlát eða flókin að framfylgja. Börn eiga rétt til persónuverndar og friðhelgi einkalífs. Börn eiga líka rétt til menntunar. Öll réttindi barna ber að virða og því mikilvægt að ekki sé valið á milli þeirra eins og kræsinga á jólahlaðborði. Endirinn skyldi í upphafi skoða Það er ekki svo að samkvæmt niðurstöðum Persónuverndar sé allt bannað þegar kemur að notkun tæknilausna í skólastarfi, en það þarf að vanda sig. Eins og með svo margt annað skiptir undirbúningurinn öllu máli. Lögin gera vissulega ríkar kröfur varðandi persónuvernd og upplýsingaöryggi, og þeim mun ríkari þegar um börn er að ræða. Þess vegna er nauðsynlegt að við undirbúning sé leitað til persónuverndarfulltrúa sveitarfélaganna og, eftir atvikum, annarra fagaðila á þessum sviðum. Ef rétt er að verki staðið í upphafi takmarkar það líkur á því að kippa þurfi einhverju úr sambandi sem keyrt var í gang án fullnægjandi undirbúnings. Saman í liði Framþróun í menntun og skólastarfi er nauðsynleg og óumdeilt að tæknin færir okkur mörg stórkostleg tækifæri, jafnt í skólastarfi sem og öðru. Í ljósi þess sem fram hefur komið í almennri umræðu um þessi mál er tilefni til að leiðrétta þann misskilning að Persónuvernd sé helsti ógnvaldurinn við framþróun skólakerfisins. Það er enda ekki í samræmi við kröfur persónuverndarlaga eða niðurstöður stofnunarinnar. Ekki má þó gleyma því að notkun tækni í skólastarfi er skilyrðum háð og nýrri tækni fylgir fjöldi áskorana. Óháð skoðunum hvers og eins eiga börnin okkar rétt á því að farið sé með persónuupplýsingar þeirra samkvæmt lögum. Rétt er það, að persónuverndarlöggjöfin setur tækninni ákveðnar skorður í því skyni að tryggja rétt einstaklinga til friðhelgi einkalífs. Framþróun í menntun og skólastarfi með aukinni tækninotkun annars vegar og friðhelgi einkalífs hins vegar eru þó ekki andstæðir pólar og sjónarmið þar að lútandi þurfa ekki að stangast á. Það er því óþarfi að stilla fólki upp í lið hvað þetta varðar, með eða á móti. Þegar grannt er skoðað er um sama markmið að ræða, þ.e. að tryggja réttindi og hagsmuni barna. Samtalið Málefni barna, sér í lagi tengd skólastarfi, hafa verið í forgrunni hjá Persónuvernd til lengri tíma. Frá árinu 2017 hafa verið haldin málþing, fræðsluerindi og gefin út tilmæli, leiðbeiningar og fræðsla á vefsíðu. Tvívegis hafa verið sendir fræðslubæklingar fyrir börn og starfsmenn í alla grunnskóla landsins. Þá hefur stofnunin átt góð samtöl við ráðuneyti barna- og menntamála. Um þessar mundir stendur yfir fræðsluferð um land allt, í samstarfi við Fjölmiðlanefnd, um mikilvægi persónuverndar, miðlalæsis og netöryggis barna í stafrænni tilveru. Fræðsluerindin eru annars vegar fyrir börn í 4.-7. bekk og hins vegar fyrir kennara og foreldra, þar sem því verður við komið, skólum að kostnaðarlausu. Viðtökurnar hafa verið frábærar og samtal við bæði börn og starfsmenn grunnskólanna til fyrirmyndar. Höfundar eru forstjóri Persónuverndar og sviðsstjóri erlends samstarfs og fræðslu hjá Persónuvernd.
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun