Aðgerðir í Foldahverfi virðist ekki í samræmi við lög Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. október 2023 12:09 Frá aðgerðum í Foldahverfinu í gær. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra, segir að málið verði skoðað. vísir/samsett Lögregluaðgerðirnar í Foldahverfi í gær, þar sem flytja átti þrjá drengi úr umsjá móður þeirra, verða skoðaðar segir dómsmálaráðherra. Hún segir alvarlegt að einkennisklæddir lögreglumenn hafi verið á staðnum og að viðbúnaðurinn virðist hafa gengið gegn ákvæðum barnalaga. Fjölmenn lögregluaðgerð fór fram í Foldahverfinu í Grafarvogi í gærkvöldi þegar flytja átti þrjá íslenska drengi úr umsjá móður sinnar og til föður síns í Noregi. Hann fer með forsjá þeirra samkvæmt úrkurði íslenskra og norskra dómstóla og með þessu átti að framfylgja því. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu bar ábyrgð á aðgerðunum og á vettvangi var lögregla til að tryggja öryggi og framfylgja aðgerðinni. Móðir drengjanna og sambýlismaður hennar voru handtekin á vettvangi en síðar sleppt og aðgerðinni var frestað þegar drengirnir neituðu að fara. Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, tók málið upp í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun og vísaði í 45. gr. barnalaga sem segir meðal annars að lögreglumenn skuli vera óeinkennisklæddir við þessar aðstæður. „Framkvæmd aðfarar skal haga þannig að sem minnst álag verði fyrir barn. Þarna voru komnir þrír til fjórir lögreglubílar, mótorhjól, allir lögreglumenn í fullum skrúða með sírenur og ljós og öllu tilheyrandi. Götum var lokað og annað. Eins og þarna væri um sekasta fíkniefnabarón Íslands að ræða,“ sagði Arndís og benti í ræðu sinni einnig á að taka bæri tillit til vilja barnanna. Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm „Lögmaður móðurinnar hefur ítrekað bent á matsgerð dómskvadds sálfræðings þar sem fram kemur eindreginn vilji drengjanna til þess að vera á Íslandi hjá móður sinni.“ Áhyggjur af velferð barnanna við þessar aðstæður Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra sagðist hafa haft áhyggjur af velferð barnanna þegar hún fylgdist með aðgerðunum í gær og ítrekaði að fara þyrfti eftir ákvæðum barnalaga við þessar aðstæður. „Eftir því sem ráðherra sá í fjölmiðlum í gær var það ekki raunin. Og ég tek því alvarlega. Ég tek það til skoðunar að farið verði yfir þessa þessir verkferla og farið yfir málið.“ Hún hafi einnig rætt málið við barnamálaráðherra. „Og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja öryggi og velferð barna á Íslandi,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, á Alþingi í morgun. Íslendingar erlendis Noregur Dómsmál Fjölskyldumál Réttindi barna Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Sjá meira
Fjölmenn lögregluaðgerð fór fram í Foldahverfinu í Grafarvogi í gærkvöldi þegar flytja átti þrjá íslenska drengi úr umsjá móður sinnar og til föður síns í Noregi. Hann fer með forsjá þeirra samkvæmt úrkurði íslenskra og norskra dómstóla og með þessu átti að framfylgja því. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu bar ábyrgð á aðgerðunum og á vettvangi var lögregla til að tryggja öryggi og framfylgja aðgerðinni. Móðir drengjanna og sambýlismaður hennar voru handtekin á vettvangi en síðar sleppt og aðgerðinni var frestað þegar drengirnir neituðu að fara. Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, tók málið upp í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun og vísaði í 45. gr. barnalaga sem segir meðal annars að lögreglumenn skuli vera óeinkennisklæddir við þessar aðstæður. „Framkvæmd aðfarar skal haga þannig að sem minnst álag verði fyrir barn. Þarna voru komnir þrír til fjórir lögreglubílar, mótorhjól, allir lögreglumenn í fullum skrúða með sírenur og ljós og öllu tilheyrandi. Götum var lokað og annað. Eins og þarna væri um sekasta fíkniefnabarón Íslands að ræða,“ sagði Arndís og benti í ræðu sinni einnig á að taka bæri tillit til vilja barnanna. Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm „Lögmaður móðurinnar hefur ítrekað bent á matsgerð dómskvadds sálfræðings þar sem fram kemur eindreginn vilji drengjanna til þess að vera á Íslandi hjá móður sinni.“ Áhyggjur af velferð barnanna við þessar aðstæður Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra sagðist hafa haft áhyggjur af velferð barnanna þegar hún fylgdist með aðgerðunum í gær og ítrekaði að fara þyrfti eftir ákvæðum barnalaga við þessar aðstæður. „Eftir því sem ráðherra sá í fjölmiðlum í gær var það ekki raunin. Og ég tek því alvarlega. Ég tek það til skoðunar að farið verði yfir þessa þessir verkferla og farið yfir málið.“ Hún hafi einnig rætt málið við barnamálaráðherra. „Og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja öryggi og velferð barna á Íslandi,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, á Alþingi í morgun.
Íslendingar erlendis Noregur Dómsmál Fjölskyldumál Réttindi barna Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Sjá meira