Kölluðu eftir liðsauka einkennisklæddra þegar mannfjölda dreif að Árni Sæberg skrifar 26. október 2023 15:53 Í myndböndum sem tekin voru við heimili Eddu og drengjanna í kvöld má sjá að nokkur mannmergð hópaðist að lögreglumönnum í aðgerðunum. Fólk hrópaði að lögreglu og mótmælti aðgerðinni. Vísir Talsmaður Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að fjórir óeinkennisklæddir lögregluþjónar hafi verið sendir á vettvang þar sem sækja átti þrjá drengi, sem senda átti til Noregs, í gærkvöldi. Gríðarlega athygli vakti í gærkvöldi þegar fjölmenn lögregluaðgerð fór fram í Foldahverfinu í Grafarvogi í gærkvöldi. Þar voru Edda Björk Arnardóttir og sambýlismaður hennar handtekin vegna mótmæla þeirra við aðfararaðgerð sýslumanns en flytja átti þrjá drengi Eddu í forsjá föður þeirra í Noregi. Flutningnum var á endanum frestað. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra sagðist á þingi í dag hafa haft áhyggjur af velferð barnanna þegar hún fylgdist með aðgerðunum í gær og ítrekaði að fara þyrfti eftir ákvæðum barnalaga við þessar aðstæður. „Eftir því sem ráðherra sá í fjölmiðlum í gær var það ekki raunin. Og ég tek því alvarlega. Ég tek það til skoðunar að farið verði yfir þessa þessir verkferla og farið yfir málið.“ Lögreglan sá sig knúna til að bregðast við Í fréttatilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem sögð er send vegna fréttaflutnings af aðgerðum sem Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu stóð að í Grafarvogi í gærkvöldi, segir að lögreglan vilji árétta að hún hafi verið þar til þess að gæta öryggis, eins og venjan sé í viðlíka málum. Af þeirri ástæðu fjórir óeinkennisklæddir lögreglumenn farið á staðinn til þess að tryggja öryggi fólks á vettvangi, líkt og lög kveða á um. „Þegar hins vegar afgreiðsla málsins dróst á langinn, mannfjölda dreif að og aðstæður breyttust á vettvangi var ákveðið að kalla eftir liðsauka þar sem öryggi fólks á vettvangi þótti ekki lengur tryggt. Lögreglumennirnir, sem fengu það hlutverk, voru einkennisklæddir, en þeir voru á vaktinni við almennt eftirlit annars staðar og brugðust hratt við þegar liðveislu þeirra var óskað í áðurnefndu máli. Hafði þá aðgerðin varað í tæplega tvær klukkustundir.“ Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Fjölskyldumál Réttindi barna Mál Eddu Bjarkar Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira
Gríðarlega athygli vakti í gærkvöldi þegar fjölmenn lögregluaðgerð fór fram í Foldahverfinu í Grafarvogi í gærkvöldi. Þar voru Edda Björk Arnardóttir og sambýlismaður hennar handtekin vegna mótmæla þeirra við aðfararaðgerð sýslumanns en flytja átti þrjá drengi Eddu í forsjá föður þeirra í Noregi. Flutningnum var á endanum frestað. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra sagðist á þingi í dag hafa haft áhyggjur af velferð barnanna þegar hún fylgdist með aðgerðunum í gær og ítrekaði að fara þyrfti eftir ákvæðum barnalaga við þessar aðstæður. „Eftir því sem ráðherra sá í fjölmiðlum í gær var það ekki raunin. Og ég tek því alvarlega. Ég tek það til skoðunar að farið verði yfir þessa þessir verkferla og farið yfir málið.“ Lögreglan sá sig knúna til að bregðast við Í fréttatilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem sögð er send vegna fréttaflutnings af aðgerðum sem Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu stóð að í Grafarvogi í gærkvöldi, segir að lögreglan vilji árétta að hún hafi verið þar til þess að gæta öryggis, eins og venjan sé í viðlíka málum. Af þeirri ástæðu fjórir óeinkennisklæddir lögreglumenn farið á staðinn til þess að tryggja öryggi fólks á vettvangi, líkt og lög kveða á um. „Þegar hins vegar afgreiðsla málsins dróst á langinn, mannfjölda dreif að og aðstæður breyttust á vettvangi var ákveðið að kalla eftir liðsauka þar sem öryggi fólks á vettvangi þótti ekki lengur tryggt. Lögreglumennirnir, sem fengu það hlutverk, voru einkennisklæddir, en þeir voru á vaktinni við almennt eftirlit annars staðar og brugðust hratt við þegar liðveislu þeirra var óskað í áðurnefndu máli. Hafði þá aðgerðin varað í tæplega tvær klukkustundir.“
Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Fjölskyldumál Réttindi barna Mál Eddu Bjarkar Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira