Segir gjaldið ekki ólögmætt og mikilvægt að forðast misskilning Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. október 2023 07:14 Jón Atli Benediktsson rektor segir gjaldtökuna hluta af heildrænni stefnu um grænvæðingu háskólans. Þá sé hún viðbragð við svipuðum breytingum hjá borginni. Vísir/Arnar Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir mikilvægt að niðurstaða Áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema sé ekki rangtúlkuð eða misskilin. Vísir greindi frá því í gær að Stúdentaráð HÍ hefði boðað til blaðamannafundar klukkan 11 í dag vegna úrskurðar nefndarinnar, sem komst að þeirri niðurstöðu að eins og sakir stæðu væri ekki grundvöllur fyrir innheimtu skrásetningargjalds HÍ. Var úrskurður háskólaráðs um að endurgreiða ekki nemanda gjaldið þannig felldur úr gildi. Jón Atli segir hins vegar fjarri sanni að segja að gjaldið hafi verið úrskurðað ólögmætt. „Það er verið að gera athugasemdir við það hvernig það er reiknað, hvaða útreikningar liggi að baki og það að gjaldið fari úr 75 þúsund krónum niður í núll er bara fjarstæða. Þetta er bara spurning um hvaða útreikningar liggi þarna að baki svo að háskólaráð þarf að fara aftur yfir málið og þá kemur ný niðurstaða frá ráðinu,“ segir rektor í samtali við Morgunblaðið. Virðist hann þarna vilja leiðrétta það sem Stúdentaráð hefur lesið úr úrskurðinum; að HÍ beri nú að endurgreiða öllum nemendum „ólögmæt“ skráningargjöld. Jón Atli bendir á að skráningargjöldin hafi ekki hækkað í nokkurn tíma en þjónustan verið aukin. „Niðurstaðan er einfaldlega sú að það er verið að segja að ekki nægilega traustir útreikningar hafi legið fyrir. En kostnaðurinn er þarna til staðar og við förum bara betur yfir málið. En Stúdentaráð getur alveg haft blaðamannafund, það er ekki vandamálið. Okkar samband er mjög gott en ég vil að við leiðréttum þetta.“ Uppfært kl. 8:45 Rektor hefur sent frá sér svohljóðandi yfirlýsingu: „Líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema komist að niðurstöðu í máli sem snýr að innheimtu skrásetningargjalda. Af umfjöllun fjölmiðla um málið má ráða að nokkurs misskilnings gæti um niðurstöðu nefndarinnar. Jafnvel hefur komið fram að nefndin hafi kveðið á um að enginn grundvöllur væri fyrir innheimtu skrásetningargjalds en slíkt er alls ekki rétt. Í niðurstöðu nefndarinnar kemur einfaldlega fram að útreikningar vissra kostnaðarliða sem felldir hafa verið undir gjaldið séu ekki fullnægjandi. Eftir að niðurstaðan lá fyrir hófst vinna hér innan Háskólans við að sjá til þess að útreikningar fyrir umrædda kostnaðarliði séu eins og vera ber. Ég mun tryggja að háskólaráð og fulltrúar stúdenta verði upplýstir um framvindu málsins.“ Skóla - og menntamál Háskólar Hagsmunir stúdenta Fjármál heimilisins Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Vísir greindi frá því í gær að Stúdentaráð HÍ hefði boðað til blaðamannafundar klukkan 11 í dag vegna úrskurðar nefndarinnar, sem komst að þeirri niðurstöðu að eins og sakir stæðu væri ekki grundvöllur fyrir innheimtu skrásetningargjalds HÍ. Var úrskurður háskólaráðs um að endurgreiða ekki nemanda gjaldið þannig felldur úr gildi. Jón Atli segir hins vegar fjarri sanni að segja að gjaldið hafi verið úrskurðað ólögmætt. „Það er verið að gera athugasemdir við það hvernig það er reiknað, hvaða útreikningar liggi að baki og það að gjaldið fari úr 75 þúsund krónum niður í núll er bara fjarstæða. Þetta er bara spurning um hvaða útreikningar liggi þarna að baki svo að háskólaráð þarf að fara aftur yfir málið og þá kemur ný niðurstaða frá ráðinu,“ segir rektor í samtali við Morgunblaðið. Virðist hann þarna vilja leiðrétta það sem Stúdentaráð hefur lesið úr úrskurðinum; að HÍ beri nú að endurgreiða öllum nemendum „ólögmæt“ skráningargjöld. Jón Atli bendir á að skráningargjöldin hafi ekki hækkað í nokkurn tíma en þjónustan verið aukin. „Niðurstaðan er einfaldlega sú að það er verið að segja að ekki nægilega traustir útreikningar hafi legið fyrir. En kostnaðurinn er þarna til staðar og við förum bara betur yfir málið. En Stúdentaráð getur alveg haft blaðamannafund, það er ekki vandamálið. Okkar samband er mjög gott en ég vil að við leiðréttum þetta.“ Uppfært kl. 8:45 Rektor hefur sent frá sér svohljóðandi yfirlýsingu: „Líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema komist að niðurstöðu í máli sem snýr að innheimtu skrásetningargjalda. Af umfjöllun fjölmiðla um málið má ráða að nokkurs misskilnings gæti um niðurstöðu nefndarinnar. Jafnvel hefur komið fram að nefndin hafi kveðið á um að enginn grundvöllur væri fyrir innheimtu skrásetningargjalds en slíkt er alls ekki rétt. Í niðurstöðu nefndarinnar kemur einfaldlega fram að útreikningar vissra kostnaðarliða sem felldir hafa verið undir gjaldið séu ekki fullnægjandi. Eftir að niðurstaðan lá fyrir hófst vinna hér innan Háskólans við að sjá til þess að útreikningar fyrir umrædda kostnaðarliði séu eins og vera ber. Ég mun tryggja að háskólaráð og fulltrúar stúdenta verði upplýstir um framvindu málsins.“
Skóla - og menntamál Háskólar Hagsmunir stúdenta Fjármál heimilisins Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira