Skoðum brjóstin allt árið Ólöf Kristjana Bjarnadóttir og Helga Tryggvadóttir skrifa 30. október 2023 10:01 Bleiki mánuðurinn október rennur senn sitt skeið en hann er okkur vitundarvakning um brjóstakrabbamein, algengasta krabbamein sem konur fá. Bara hér á Íslandi greinast ár hvert um það bil 260 konur með sjúkdóminn og tilfellum fjölgar ár frá ári. Horfur flestra kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein eru sem betur fer góðar enda eru hér á landi nær 4000 konur á lífi í dag sem greinst hafa með sjúkdóminn. Flestar konur sem greinast með brjóstakrabbamein eru við greiningu með staðbundið mein í brjósti og stundum einnig eitlum í holhönd og stendur þá til boða skurðaðgerð í læknandi tilgangi þar sem mein er fjarlægt. Háð umfangi sjúkdóms og öðrum eiginleikum krabbameinsins er langflestum konum ráðlagt að gangast undir viðbótarmeðferð sem dregur úr líkum á því að brjóstakrabbameinið komi til baka. Viðbótarmeðferð getur meðal annars falið í sér geislameðferð, krabbameinslyfjameðferð og andhormónameðferð. Rannsóknir hafa sýnt að slík meðferð dregur verulega úr fjölda þeirra kvenna sem greinast aftur með sjúkdóminn en við endurgreiningu hefur krabbameinið því miður oft náð að dreifa sér um líkamann og við lítum enn þann dag í dag á sem langvinnan sjúkdóm sem ekki er hægt að lækna. Viðbótarmeðferðin gegnir því gríðarlega mikilvægu hlutverki til þess að auka lífslíkur kvenna eftir að þær hafa greinst með brjóstakrabbamein. Þökk sé framförum í krabbameinsmeðferð lifa konur með langvinnt brjóstakrabbamein nú lengur en áður. Þrátt fyrir fleiri og bætta meðferðarmöguleika sem skila betri horfum gildir enn að því fyrr sem brjóstakrabbamein greinist því betra. Því umfangsminna sem meinið er við greiningu og því hagstæðari eiginleika meinið sýnir, því umfangsminni er viðbótarmeðferðin að jafnaði og eru þá jafnframt aukaverkanir oftast minni. Brjóstaskimun hjá einkennalausum konum er mikilvæg leið til að greina brjóstakrabbameinin áður en meinin valda einkennum. Á Íslandi eru allar konur á aldrinum fjörutíu ára til sjötíu og fjögurra ára reglulega boðaðar í skimun. Undanfarin ár hefur þátttakan í brjóstaskimun á Íslandi verið lág og síðastliðin tvö ár rétt yfir 50% sem er mun lægra en á hinum Norðurlöndunum. Rannsóknir hafa sýnt að brjóstaskimun bjargar mannslífum og horfur einstaklinga sem greinast með brjóstakrabbamein í gegnum skimun eru betri en þeirra sem greinast vegna einkenna. Það er því mikilvægt að auka þátttöku í brjóstaskimun til að greina meinin fyrr. Þrátt fyrir að október sé að líða undir lok heldur baráttan gegn brjóstakrabbameini áfram og mikilvægt að konur séu áfram vakandi fyrir einkennum þess. Ef konur finna fyrirferð í brjósti er mikilvægt að leita læknisaðstoðar þar sem þörf er á ítarlegri rannsóknum. Við viljum því hvetja allar konur til þess skoða reglulega brjóstin sín og skreppa í skimun þegar boðun berst, alla mánuði ársins. Höfundar eru krabbameinslæknar á Landspítalanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Krabbamein Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Bleiki mánuðurinn október rennur senn sitt skeið en hann er okkur vitundarvakning um brjóstakrabbamein, algengasta krabbamein sem konur fá. Bara hér á Íslandi greinast ár hvert um það bil 260 konur með sjúkdóminn og tilfellum fjölgar ár frá ári. Horfur flestra kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein eru sem betur fer góðar enda eru hér á landi nær 4000 konur á lífi í dag sem greinst hafa með sjúkdóminn. Flestar konur sem greinast með brjóstakrabbamein eru við greiningu með staðbundið mein í brjósti og stundum einnig eitlum í holhönd og stendur þá til boða skurðaðgerð í læknandi tilgangi þar sem mein er fjarlægt. Háð umfangi sjúkdóms og öðrum eiginleikum krabbameinsins er langflestum konum ráðlagt að gangast undir viðbótarmeðferð sem dregur úr líkum á því að brjóstakrabbameinið komi til baka. Viðbótarmeðferð getur meðal annars falið í sér geislameðferð, krabbameinslyfjameðferð og andhormónameðferð. Rannsóknir hafa sýnt að slík meðferð dregur verulega úr fjölda þeirra kvenna sem greinast aftur með sjúkdóminn en við endurgreiningu hefur krabbameinið því miður oft náð að dreifa sér um líkamann og við lítum enn þann dag í dag á sem langvinnan sjúkdóm sem ekki er hægt að lækna. Viðbótarmeðferðin gegnir því gríðarlega mikilvægu hlutverki til þess að auka lífslíkur kvenna eftir að þær hafa greinst með brjóstakrabbamein. Þökk sé framförum í krabbameinsmeðferð lifa konur með langvinnt brjóstakrabbamein nú lengur en áður. Þrátt fyrir fleiri og bætta meðferðarmöguleika sem skila betri horfum gildir enn að því fyrr sem brjóstakrabbamein greinist því betra. Því umfangsminna sem meinið er við greiningu og því hagstæðari eiginleika meinið sýnir, því umfangsminni er viðbótarmeðferðin að jafnaði og eru þá jafnframt aukaverkanir oftast minni. Brjóstaskimun hjá einkennalausum konum er mikilvæg leið til að greina brjóstakrabbameinin áður en meinin valda einkennum. Á Íslandi eru allar konur á aldrinum fjörutíu ára til sjötíu og fjögurra ára reglulega boðaðar í skimun. Undanfarin ár hefur þátttakan í brjóstaskimun á Íslandi verið lág og síðastliðin tvö ár rétt yfir 50% sem er mun lægra en á hinum Norðurlöndunum. Rannsóknir hafa sýnt að brjóstaskimun bjargar mannslífum og horfur einstaklinga sem greinast með brjóstakrabbamein í gegnum skimun eru betri en þeirra sem greinast vegna einkenna. Það er því mikilvægt að auka þátttöku í brjóstaskimun til að greina meinin fyrr. Þrátt fyrir að október sé að líða undir lok heldur baráttan gegn brjóstakrabbameini áfram og mikilvægt að konur séu áfram vakandi fyrir einkennum þess. Ef konur finna fyrirferð í brjósti er mikilvægt að leita læknisaðstoðar þar sem þörf er á ítarlegri rannsóknum. Við viljum því hvetja allar konur til þess skoða reglulega brjóstin sín og skreppa í skimun þegar boðun berst, alla mánuði ársins. Höfundar eru krabbameinslæknar á Landspítalanum.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun