Ráðinn úr hópi 29 til að passa upp á fjármál Ríkisútvarpsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. október 2023 15:23 Björn Þór hefur starfað á skrifstofu opinberra fjármála hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu frá árinu 2011. RÚV Björn Þór Hermannsson hefur verið ráðinn í starf fjármálastjóra Ríkisútvarpsins. Starfið var auglýst í september og alls sóttu 29 um starfið. Intellecta annaðist ráðningarferlið sem var bæði vandað og ítarlegt að því er segir í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu. Björn Þór Hermannsson er með B.Sc.-gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc.-gráðu í fjármálahagfræði frá sama skóla. Hann hefur starfað á skrifstofu opinberra fjármála hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu frá árinu 2011. Hann var skipaður staðgengill skrifstofustjóra árið 2014 og skipaður skrifstofustjóri árið 2016 og hefur hann gegnt því starfi síðastliðinn sjö ár. Í vinnu sinni hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu hefur hann öðlast yfirgripsmikla þekkingu á fjármálum ríkisins og hins opinbera og verið leiðandi í vinnu við áætlanagerð og stefnumótun í opinberum fjármálum og samhæfingu ríkisfjármála og fjármála sveitarfélaga. Í þeirri vinnu felst meðal annars að stýra undirbúningi og gerð fjármálastefnu, fjármálaáætlunar, fjárlaga og fjáraukalaga, bæði innan ráðuneytisins og gagnvart öðrum ráðuneytum, auk þess að bera ábyrgð á útgjaldaáætlun ríkisins. „Björn Þór hefur í störfum sínum sinnt margvíslegum greiningum og komið að gerð og þróun ýmissa reiknilíkana. Hann hefur sinnt kynningum á stöðu ríkisfjármála og opinberra fjármála bæði innan stjórnsýslunnar en einnig gagnvart erlendum aðilum á borð við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF) og Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD). Þá tók hann virkan þátt í undirbúningi lagasetningar um opinber fjármál sem tóku gildi árið 2016 og síðar innleiðingu laganna, sem fólu í sér veigamiklar breytingar á áætlanagerð og stefnumörkun ríkisfjármála og opinberra fjármála frá því sem verið hafði,“ segir í tilkynningu. Fjármálastjóri Ríkisútvarpsins ber ábyrgð á stefnumótun, umsjón og daglegri fjármálastjórnun RÚV, annast fjárhags- og rekstraráætlanagerð og eftirfylgni áætlana, ber ábyrgð á rekstrarlegri greiningu og miðlun fjárhagsupplýsinga, hefur yfirumsjón með bókhaldi og uppgjöri og fleiru. Leitað var að stjórnanda með þekkingu og reynslu af fjármálastjórnun, áætlanagerð og uppgjöri, greiningarvinnu og framsetningu fjármálaupplýsinga. „Í ráðningarferlinu var staðfest að Björn Þór uppfyllir vel þessar kröfur sem og aðrar kröfur sem gerðar eru til starfsins.“ Ríkisútvarpið Vistaskipti Fjölmiðlar Mest lesið Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Indó ríður á vaðið Neytendur Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira
Björn Þór Hermannsson er með B.Sc.-gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc.-gráðu í fjármálahagfræði frá sama skóla. Hann hefur starfað á skrifstofu opinberra fjármála hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu frá árinu 2011. Hann var skipaður staðgengill skrifstofustjóra árið 2014 og skipaður skrifstofustjóri árið 2016 og hefur hann gegnt því starfi síðastliðinn sjö ár. Í vinnu sinni hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu hefur hann öðlast yfirgripsmikla þekkingu á fjármálum ríkisins og hins opinbera og verið leiðandi í vinnu við áætlanagerð og stefnumótun í opinberum fjármálum og samhæfingu ríkisfjármála og fjármála sveitarfélaga. Í þeirri vinnu felst meðal annars að stýra undirbúningi og gerð fjármálastefnu, fjármálaáætlunar, fjárlaga og fjáraukalaga, bæði innan ráðuneytisins og gagnvart öðrum ráðuneytum, auk þess að bera ábyrgð á útgjaldaáætlun ríkisins. „Björn Þór hefur í störfum sínum sinnt margvíslegum greiningum og komið að gerð og þróun ýmissa reiknilíkana. Hann hefur sinnt kynningum á stöðu ríkisfjármála og opinberra fjármála bæði innan stjórnsýslunnar en einnig gagnvart erlendum aðilum á borð við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF) og Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD). Þá tók hann virkan þátt í undirbúningi lagasetningar um opinber fjármál sem tóku gildi árið 2016 og síðar innleiðingu laganna, sem fólu í sér veigamiklar breytingar á áætlanagerð og stefnumörkun ríkisfjármála og opinberra fjármála frá því sem verið hafði,“ segir í tilkynningu. Fjármálastjóri Ríkisútvarpsins ber ábyrgð á stefnumótun, umsjón og daglegri fjármálastjórnun RÚV, annast fjárhags- og rekstraráætlanagerð og eftirfylgni áætlana, ber ábyrgð á rekstrarlegri greiningu og miðlun fjárhagsupplýsinga, hefur yfirumsjón með bókhaldi og uppgjöri og fleiru. Leitað var að stjórnanda með þekkingu og reynslu af fjármálastjórnun, áætlanagerð og uppgjöri, greiningarvinnu og framsetningu fjármálaupplýsinga. „Í ráðningarferlinu var staðfest að Björn Þór uppfyllir vel þessar kröfur sem og aðrar kröfur sem gerðar eru til starfsins.“
Ríkisútvarpið Vistaskipti Fjölmiðlar Mest lesið Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Indó ríður á vaðið Neytendur Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira