Framhaldsskólar – breytt áform Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 8. nóvember 2023 08:00 Síðasta vor kynnti ráðherra mennta -og barnamála þau áform sín að sameinina nokkra af rótgrónari menntaskólum landsins. Í þessum breiða hópi ólíkra menntastofnana er að finna ólíka menningu, ólíkan skólabrag og ólík tengsl við nærumhverfið. Við það má svo bæta ólíkum áhuga nemenda sem sækja nám eftir því hvar áhuginn liggur og þar skiptir máli hvers konar skóla er um að ræða. Þetta eru þeir þættir sem ekki verða sameinaðir svo auðveldlega og útkoman hefði þess vegna orðið nýir skólar með nýjar áherslur, til góðs eða ills. Í kjölfar þess að áformin voru kunngjörð bárust heilmikil mótmæli frá nemendum, starfsfólki og velunnurum skólanna enda virtust áformin koma flestum á óvart. Ánægjulegt var að í sérstakri umræðu, sem ég átti við ráðherrann í gær, þá sagðist ráðherrann hafa fallið frá þessum áætlunum í kjölfar gagnrýni innan þings og utan og er það vel. Rökstuðningur við þessi áform var í besta falli óljós og hverfðist um líðan nemenda í skólum og eflingu náms, sér í lagi verknáms. Þau sjónarmið virtust þó helst ráða för að sameiningar snerust fyrst og fremst um fjármagn og það er miður. Vissulega er meira fjármagns þörf til framhaldsskólanna en sameiningar eru ekki lausnin á þeim vanda. Ég fagna aukinni umræðu um framhaldsskólastigið á Alþingi og hefði viljað að hún beindist í auknu mæli að þeim áskorunum sem framhaldsskólarnir standa frammi fyrir. Fjölgun nemenda, brottfall og hlutfallslega fáir nemendur sem sækja verknám í samanburði við nágrannaríkin eru allt áhyggjuefni að ógleymdri þeirri miklu áskorun sem fylgir fjölbreytileikanum og fjölgun nemenda í skólakerfinu öllu sem hafa annað tungumál en íslensku að móðurmáli. Það er því sannarlega rétt að skoða þurfi stöðu framhaldsskólanna en það þarf að gera í stærra samhengi en með áformum um sameiningar einstaka skóla og vonandi gefst nú ráðrúm til slíks. Ég trúi því að við viljum allflest standa vörð um fjölbreytt nám í framhaldsskólum. Sérstaða skóla og frelsi nemenda til að velja nám út frá eigin áhugasviði og markmiðum skiptir gríðarlega miklu máli og er í raun lykilþáttur í framþróun menntakerfisins. Sömuleiðis er mikilvægt að stefna stjórnvalda sé skýr og að öll séu með í ráðum strax í upphafi. Ég trúi því að það sé talsverður léttir hjá framhaldsskólafólki að þetta sé niðurstaðan og sú vinna sem framundan er í ráðuneytinu verði í góðri samvinnu við öll sem að skólastarfinu koma. Takk þið öll sem sýnduð í verki að skólar eru hjörtu samfélaga og skipta okkur öll máli. Höfundur er þingmaður VG og formaður velferðarnefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Skóla - og menntamál Vinstri græn Framhaldsskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Síðasta vor kynnti ráðherra mennta -og barnamála þau áform sín að sameinina nokkra af rótgrónari menntaskólum landsins. Í þessum breiða hópi ólíkra menntastofnana er að finna ólíka menningu, ólíkan skólabrag og ólík tengsl við nærumhverfið. Við það má svo bæta ólíkum áhuga nemenda sem sækja nám eftir því hvar áhuginn liggur og þar skiptir máli hvers konar skóla er um að ræða. Þetta eru þeir þættir sem ekki verða sameinaðir svo auðveldlega og útkoman hefði þess vegna orðið nýir skólar með nýjar áherslur, til góðs eða ills. Í kjölfar þess að áformin voru kunngjörð bárust heilmikil mótmæli frá nemendum, starfsfólki og velunnurum skólanna enda virtust áformin koma flestum á óvart. Ánægjulegt var að í sérstakri umræðu, sem ég átti við ráðherrann í gær, þá sagðist ráðherrann hafa fallið frá þessum áætlunum í kjölfar gagnrýni innan þings og utan og er það vel. Rökstuðningur við þessi áform var í besta falli óljós og hverfðist um líðan nemenda í skólum og eflingu náms, sér í lagi verknáms. Þau sjónarmið virtust þó helst ráða för að sameiningar snerust fyrst og fremst um fjármagn og það er miður. Vissulega er meira fjármagns þörf til framhaldsskólanna en sameiningar eru ekki lausnin á þeim vanda. Ég fagna aukinni umræðu um framhaldsskólastigið á Alþingi og hefði viljað að hún beindist í auknu mæli að þeim áskorunum sem framhaldsskólarnir standa frammi fyrir. Fjölgun nemenda, brottfall og hlutfallslega fáir nemendur sem sækja verknám í samanburði við nágrannaríkin eru allt áhyggjuefni að ógleymdri þeirri miklu áskorun sem fylgir fjölbreytileikanum og fjölgun nemenda í skólakerfinu öllu sem hafa annað tungumál en íslensku að móðurmáli. Það er því sannarlega rétt að skoða þurfi stöðu framhaldsskólanna en það þarf að gera í stærra samhengi en með áformum um sameiningar einstaka skóla og vonandi gefst nú ráðrúm til slíks. Ég trúi því að við viljum allflest standa vörð um fjölbreytt nám í framhaldsskólum. Sérstaða skóla og frelsi nemenda til að velja nám út frá eigin áhugasviði og markmiðum skiptir gríðarlega miklu máli og er í raun lykilþáttur í framþróun menntakerfisins. Sömuleiðis er mikilvægt að stefna stjórnvalda sé skýr og að öll séu með í ráðum strax í upphafi. Ég trúi því að það sé talsverður léttir hjá framhaldsskólafólki að þetta sé niðurstaðan og sú vinna sem framundan er í ráðuneytinu verði í góðri samvinnu við öll sem að skólastarfinu koma. Takk þið öll sem sýnduð í verki að skólar eru hjörtu samfélaga og skipta okkur öll máli. Höfundur er þingmaður VG og formaður velferðarnefndar.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun