Grindavíkurþema á Úrvalsdeildinni í pílu Smári Jökull Jónsson skrifar 15. nóvember 2023 23:02 Salurinn á Bullsey var skreyttur með gulu og bláu til stuðnings Grindvíkingum. Aðsend Tvöföld umferð var leikin í Úrvalsdeild Stöð 2 Sport í pílukasti í gærkvöldi en þá mættu keppendur í riðlum D og H til leiks. Bullseye blés til veislu og var búið skreyta salinn með bláum og gulum blöðrum til stuðnings Grindvíkingum en fyrri riðill kvöldsins, H-riðill, var einmitt eingöngu skipaður Grindvíkingum. Fjölskyldur og aðstandendur keppenda mættu til að styðja sitt fólk og var mikil samkennd og hugur í salnum. Það var Páll Árni Pétursson sem stóð uppi sem sigurvegari fyrri hluta kvöldsins en Páll sigraði alla sína leiki, henti í tvö 180 og skaut út 106, 91 og 76. Alexander Veigar Þorvaldsson var í öðru sæti með tvo vinninga og þar á eftir komu Björn Steinar Brynjólfsson og Árdís Guðjónsdóttir. Í D-riðli varð að kalla inn varamann en Guðjón Hauksson, Grindvíkingur og margfaldur Íslandsmeistari í Pílukasti, dró sig úr keppni. Í hans stað kom Viðar Þór Valdimarsson frá Pílufélagi Þórs. Hann att kappi við Harald Birgisson í fyrsta leik kvöldsins og komst í 2-0 en þá sneri Haraldur leiknum sér í vil og sigraði á endanum 2-3. Halli Birgis og Guðmundur voru komnir í Grindavíkurtreyjurnar í lok kvölds.Aðsend Haraldur eða Halli B einsog hann er oftast kallaður hélt sigurgöngu sini ótrauður áfram og tryggði sér einnig sæti í 8-manna úrslitum eftir að hafa borið sigur úr býtum gegn Kamil Mocek í öðrum leiknum og Guðmundi Friðbjörnssyni í lokaleik kvöldsins. Það var sérstaklega skemmtileg sjón að sjá Harald og Guðmund íklædda treyjum Grindavíkur í lokaleiknum. 8-manna úrslit fara fram eftir viku, þann 24.nóvember, en auk Páls Árna og Haralds munu Hörður Þór Guðjósson, Arngrímur Anton Ólfasson, Þorgeir Guðmundsson, Hallgrímur Egilsson, Guðmundur Valur Sigurðsson og Pétur Rúðrik Guðmundsson keppast um að komast í undanúrslit- og úrslitaumferðina sem haldin verður 1. desember. Að ofan má sjá viðtal Vals Páls Eiríkssonar úr Sportpakka gærkvöldsins þar sem hann ræðir við Björn Steinar Brynjólfsson áður en keppni hófst. Pílukast Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira
Bullseye blés til veislu og var búið skreyta salinn með bláum og gulum blöðrum til stuðnings Grindvíkingum en fyrri riðill kvöldsins, H-riðill, var einmitt eingöngu skipaður Grindvíkingum. Fjölskyldur og aðstandendur keppenda mættu til að styðja sitt fólk og var mikil samkennd og hugur í salnum. Það var Páll Árni Pétursson sem stóð uppi sem sigurvegari fyrri hluta kvöldsins en Páll sigraði alla sína leiki, henti í tvö 180 og skaut út 106, 91 og 76. Alexander Veigar Þorvaldsson var í öðru sæti með tvo vinninga og þar á eftir komu Björn Steinar Brynjólfsson og Árdís Guðjónsdóttir. Í D-riðli varð að kalla inn varamann en Guðjón Hauksson, Grindvíkingur og margfaldur Íslandsmeistari í Pílukasti, dró sig úr keppni. Í hans stað kom Viðar Þór Valdimarsson frá Pílufélagi Þórs. Hann att kappi við Harald Birgisson í fyrsta leik kvöldsins og komst í 2-0 en þá sneri Haraldur leiknum sér í vil og sigraði á endanum 2-3. Halli Birgis og Guðmundur voru komnir í Grindavíkurtreyjurnar í lok kvölds.Aðsend Haraldur eða Halli B einsog hann er oftast kallaður hélt sigurgöngu sini ótrauður áfram og tryggði sér einnig sæti í 8-manna úrslitum eftir að hafa borið sigur úr býtum gegn Kamil Mocek í öðrum leiknum og Guðmundi Friðbjörnssyni í lokaleik kvöldsins. Það var sérstaklega skemmtileg sjón að sjá Harald og Guðmund íklædda treyjum Grindavíkur í lokaleiknum. 8-manna úrslit fara fram eftir viku, þann 24.nóvember, en auk Páls Árna og Haralds munu Hörður Þór Guðjósson, Arngrímur Anton Ólfasson, Þorgeir Guðmundsson, Hallgrímur Egilsson, Guðmundur Valur Sigurðsson og Pétur Rúðrik Guðmundsson keppast um að komast í undanúrslit- og úrslitaumferðina sem haldin verður 1. desember. Að ofan má sjá viðtal Vals Páls Eiríkssonar úr Sportpakka gærkvöldsins þar sem hann ræðir við Björn Steinar Brynjólfsson áður en keppni hófst.
Pílukast Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira