Vísa frá kæru Hreyfils í Hopp-máli Atli Ísleifsson skrifar 20. nóvember 2023 07:39 Samkeppniseftirlitið taldi að Hreyfli væri óheimilt að banna eða hamla leigubílstjórum sem séu í þjónustu Hreyfils, að nýta sér jafnframt þjónustu annarra leigubifreiðastöðva. Vísir/Vilhelm Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur vísað kæru leigubílastöðvarinnar Hreyfils á hendur Samkeppniseftirlitinu frá. Kæra Hreyfils sneri að bráðabirgðaákvörðun Samkeppniseftirlitsins að Hreyfli sé óheimilt að banna eða hamla leigubílstjórum sem eru í þjónustu Hreyfils, að nýta sér jafnframt þjónustu annarra leigubifreiðastöðva. Málið kom upp eftir að Hreyfill útilokaði félagsmenn frá því að nýta sér aðra þjónustu á markaði sem þeim stæði til boða, allt frá því að Hopp hóf innreið sína á leigubílamarkað síðasta vor. Á vef Samkeppniseftirlitsins kemur fram að áfrýjunarnefnin hafi þó fellt úr gildi fyrirmæli Samkeppniseftirlitsins þess efnis að Hreyfill geri nauðsynlegar breytingar á reglum og samþykktum sínum sem kveði á um banni við því að leigubílstjórar í þjónustu Hreyfils nýti sér jafnframt þjónustu annarra leigubílastöðva. „Segir í úrskurðinum að slíkar breytingar séu ekki nauðsynlegar vegna þess banns sem felst í umræddri bráðabirgðaákvörðun og hafi yfirbragð endanlegrar ákvörðunar í skilningi stjórnsýslulaga. Af þeim sökum fellir áfrýjunarnefndin þann hluta ákvörðunarinnar úr gildi,“ segir á vef Samkeppniseftirlitsins. Í úrskurði áfrýjunarnefndarinnar segir að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins hafi það í för með sér að „...að leigubifreiðastjórum sem starfa í þjónustu Hreyfils, er í sjálfsvald sett hvernig þeir nýta sitt rekstrarleyfi meðan ákvörðunin varir.“ Um málið segir að Samkeppniseftirlitið hafi talið að háttsemi Hreyfils að banna bílstjórum að nýta sér þjónustu annarra stöðva hafi hvorki grundvallast á málefnalegum né hlutlægum forsendum. „Háttsemi Hreyfils hefði verið til þess fallin að hindra innkomu nýs keppinautar á markaðinn neytendum til tjóns ásamt því að viðhalda þeim takmörkunum, gagnvart meirihluta leigubifreiðastjóra, sem ný lög um leigubifreiðaakstur áttu að uppræta. Taldi Samkeppniseftirlitið því sennilegt að háttsemi Hreyfils fæli í sér brot gegn bannákvæðum samkeppnislaga og að skilyrði til töku ákvörðunar til bráðabirgða væru uppfyllt,“ segir á vef Samkeppniseftirlitsins. Leigubílar Vinnumarkaður Samkeppnismál Tengdar fréttir Hreyfli ekki heimilt að banna bílstjórum að aka fyrir Hopp Leigubifreiðastöðinni Hreyfli var óheimilt að banna leigubílstjórum sem keyra fyrir stöðina að skrá sig hjá Hopp. Þetta er niðurstaða Samkeppniseftirlitsins sem hefur gert Hreyfli að láta af háttsemi sinni án tafar. Telur eftirlitið að háttsemin grundvallist hvorki á málefnalegum né hlutlægum forsendum og sé sennilega brot á samkeppnislögum. 20. júlí 2023 15:46 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Málið kom upp eftir að Hreyfill útilokaði félagsmenn frá því að nýta sér aðra þjónustu á markaði sem þeim stæði til boða, allt frá því að Hopp hóf innreið sína á leigubílamarkað síðasta vor. Á vef Samkeppniseftirlitsins kemur fram að áfrýjunarnefnin hafi þó fellt úr gildi fyrirmæli Samkeppniseftirlitsins þess efnis að Hreyfill geri nauðsynlegar breytingar á reglum og samþykktum sínum sem kveði á um banni við því að leigubílstjórar í þjónustu Hreyfils nýti sér jafnframt þjónustu annarra leigubílastöðva. „Segir í úrskurðinum að slíkar breytingar séu ekki nauðsynlegar vegna þess banns sem felst í umræddri bráðabirgðaákvörðun og hafi yfirbragð endanlegrar ákvörðunar í skilningi stjórnsýslulaga. Af þeim sökum fellir áfrýjunarnefndin þann hluta ákvörðunarinnar úr gildi,“ segir á vef Samkeppniseftirlitsins. Í úrskurði áfrýjunarnefndarinnar segir að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins hafi það í för með sér að „...að leigubifreiðastjórum sem starfa í þjónustu Hreyfils, er í sjálfsvald sett hvernig þeir nýta sitt rekstrarleyfi meðan ákvörðunin varir.“ Um málið segir að Samkeppniseftirlitið hafi talið að háttsemi Hreyfils að banna bílstjórum að nýta sér þjónustu annarra stöðva hafi hvorki grundvallast á málefnalegum né hlutlægum forsendum. „Háttsemi Hreyfils hefði verið til þess fallin að hindra innkomu nýs keppinautar á markaðinn neytendum til tjóns ásamt því að viðhalda þeim takmörkunum, gagnvart meirihluta leigubifreiðastjóra, sem ný lög um leigubifreiðaakstur áttu að uppræta. Taldi Samkeppniseftirlitið því sennilegt að háttsemi Hreyfils fæli í sér brot gegn bannákvæðum samkeppnislaga og að skilyrði til töku ákvörðunar til bráðabirgða væru uppfyllt,“ segir á vef Samkeppniseftirlitsins.
Leigubílar Vinnumarkaður Samkeppnismál Tengdar fréttir Hreyfli ekki heimilt að banna bílstjórum að aka fyrir Hopp Leigubifreiðastöðinni Hreyfli var óheimilt að banna leigubílstjórum sem keyra fyrir stöðina að skrá sig hjá Hopp. Þetta er niðurstaða Samkeppniseftirlitsins sem hefur gert Hreyfli að láta af háttsemi sinni án tafar. Telur eftirlitið að háttsemin grundvallist hvorki á málefnalegum né hlutlægum forsendum og sé sennilega brot á samkeppnislögum. 20. júlí 2023 15:46 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Hreyfli ekki heimilt að banna bílstjórum að aka fyrir Hopp Leigubifreiðastöðinni Hreyfli var óheimilt að banna leigubílstjórum sem keyra fyrir stöðina að skrá sig hjá Hopp. Þetta er niðurstaða Samkeppniseftirlitsins sem hefur gert Hreyfli að láta af háttsemi sinni án tafar. Telur eftirlitið að háttsemin grundvallist hvorki á málefnalegum né hlutlægum forsendum og sé sennilega brot á samkeppnislögum. 20. júlí 2023 15:46