Niðurfellingar skulda og vaxta séu í skoðun Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. nóvember 2023 11:47 Teitur Björn Einarsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Vísir/vilhelm Forsvarsmenn stóru viðskiptabankanna þriggja líta svo á að þau úrræði sem þeir hafi þegar boðið Grindvíkingum séu aðeins byrjunin; frekari aðgerða sé að vænta, að sögn formanns efnahags- og viðskiptanefndar sem fundaði með bankastjórum í morgun. Frekari niðurfellingar skulda og vaxta séu í skoðun. Forsvarsmenn Íslandsbanka, Arion banka og Landsbankans mættu á fund efnahags- og viðskiptanefndar í morgunsárið. Lánamál íbúa og fyrirtækja Grindavíkur voru þar aðalumræðuefnið, að sögn Teits Björns Einarssonar, formanns nefndarinnar. Fram hafi komið að bankarnir séu í samskiptum við stjórnvöld og tryggingarfélög. „Það sem Grindvíkingum hefur verið boðið til þessa mætti líta á sem fyrstu aðgerðir, það er að að segja að koma fólki í greiðsluskjól eða greiðsluhlé næstu mánuði. En það mátti heyra mjög skýran vilja allra þessara banka og fjármálafyrirtækja að augljóslega eftir að málum vindur fram þurfi meira að koma til,“ segir Teitur. Úrræði bætist við fyrr en seinna Ekki sé hægt að slá því föstu á þessum tímapunkti hvað það verði nákvæmlega. En ýmislegt hafi komið til umræðu á fundinum. „Atriði eins og niðurfelling á skuldum og vöxtum og frekari frystingar eða hlé eru allt atriði sem ég hef þann skilning, eða skil málið þannig, að séu í skoðun.“ Óvissa sé þó enn nánast algjör og engar nákvæmar tímasetningar liggi fyrir. „Þá fáum við þær upplýsingar að næstu þrjá til sex mánuði standa þessi úrræði íbúum til boða og væntanlega munu fljótlega, fyrr en seinna, fleiri úrræði bætast við eða staðan að öðru leyti skýrast.“ Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Hörður Guðbrandsson formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur boðuðu í morgun til samstöðufundar við höfuðstöðvar Landsbankans við Hafnartorg í miðborginni klukkan tvö á fimmtudag. Þeir vilja með því þrýsta á banka og lífeyrissjóði að koma betur til móts við Grindvíkinga - og krefjast þess að lágmarki að vextir og verðbætur verði felldar niður tímabundið. Efnahagsmál Alþingi Grindavík Eldgos og jarðhræringar Fjármál heimilisins Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Boða til samstöðufundar fyrir Grindvíkinga við Landsbankann Verkalýðsfélag Grindavíkur og VR boða til samstöðufundar við nýjar höfuðstöðvar Landsbankans á fimmtudag. Krafa er um að bankar komi betur til móts við Grindvíkinga sem eru í erfiðri stöðu og þurfi að finna sér nýtt húsnæði með tilheyrandi kostnaði. 21. nóvember 2023 10:50 Brýnt að Grindvíkingar fái skýr svör á næstu dögum Menningar- og viðskiptaráðherra segir brýnt að Grindvíkingar fái betri svör en hingað til frá lánastofnunum varðandi tilslakanir á lánum þeirra. Að öðrum kosti þurfi að bregðast við stöðunni á Alþingi. 20. nóvember 2023 19:51 Frekari aðgerðir fyrir Grindvíkinga til skoðunar Aðgerðir til að koma til móts við Grindvíkinga eru til skoðunar hjá Landsbankanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Samskipti við stjórnvöld um næstu skref séu hafin. 19. nóvember 2023 13:37 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Forsvarsmenn Íslandsbanka, Arion banka og Landsbankans mættu á fund efnahags- og viðskiptanefndar í morgunsárið. Lánamál íbúa og fyrirtækja Grindavíkur voru þar aðalumræðuefnið, að sögn Teits Björns Einarssonar, formanns nefndarinnar. Fram hafi komið að bankarnir séu í samskiptum við stjórnvöld og tryggingarfélög. „Það sem Grindvíkingum hefur verið boðið til þessa mætti líta á sem fyrstu aðgerðir, það er að að segja að koma fólki í greiðsluskjól eða greiðsluhlé næstu mánuði. En það mátti heyra mjög skýran vilja allra þessara banka og fjármálafyrirtækja að augljóslega eftir að málum vindur fram þurfi meira að koma til,“ segir Teitur. Úrræði bætist við fyrr en seinna Ekki sé hægt að slá því föstu á þessum tímapunkti hvað það verði nákvæmlega. En ýmislegt hafi komið til umræðu á fundinum. „Atriði eins og niðurfelling á skuldum og vöxtum og frekari frystingar eða hlé eru allt atriði sem ég hef þann skilning, eða skil málið þannig, að séu í skoðun.“ Óvissa sé þó enn nánast algjör og engar nákvæmar tímasetningar liggi fyrir. „Þá fáum við þær upplýsingar að næstu þrjá til sex mánuði standa þessi úrræði íbúum til boða og væntanlega munu fljótlega, fyrr en seinna, fleiri úrræði bætast við eða staðan að öðru leyti skýrast.“ Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Hörður Guðbrandsson formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur boðuðu í morgun til samstöðufundar við höfuðstöðvar Landsbankans við Hafnartorg í miðborginni klukkan tvö á fimmtudag. Þeir vilja með því þrýsta á banka og lífeyrissjóði að koma betur til móts við Grindvíkinga - og krefjast þess að lágmarki að vextir og verðbætur verði felldar niður tímabundið.
Efnahagsmál Alþingi Grindavík Eldgos og jarðhræringar Fjármál heimilisins Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Boða til samstöðufundar fyrir Grindvíkinga við Landsbankann Verkalýðsfélag Grindavíkur og VR boða til samstöðufundar við nýjar höfuðstöðvar Landsbankans á fimmtudag. Krafa er um að bankar komi betur til móts við Grindvíkinga sem eru í erfiðri stöðu og þurfi að finna sér nýtt húsnæði með tilheyrandi kostnaði. 21. nóvember 2023 10:50 Brýnt að Grindvíkingar fái skýr svör á næstu dögum Menningar- og viðskiptaráðherra segir brýnt að Grindvíkingar fái betri svör en hingað til frá lánastofnunum varðandi tilslakanir á lánum þeirra. Að öðrum kosti þurfi að bregðast við stöðunni á Alþingi. 20. nóvember 2023 19:51 Frekari aðgerðir fyrir Grindvíkinga til skoðunar Aðgerðir til að koma til móts við Grindvíkinga eru til skoðunar hjá Landsbankanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Samskipti við stjórnvöld um næstu skref séu hafin. 19. nóvember 2023 13:37 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Boða til samstöðufundar fyrir Grindvíkinga við Landsbankann Verkalýðsfélag Grindavíkur og VR boða til samstöðufundar við nýjar höfuðstöðvar Landsbankans á fimmtudag. Krafa er um að bankar komi betur til móts við Grindvíkinga sem eru í erfiðri stöðu og þurfi að finna sér nýtt húsnæði með tilheyrandi kostnaði. 21. nóvember 2023 10:50
Brýnt að Grindvíkingar fái skýr svör á næstu dögum Menningar- og viðskiptaráðherra segir brýnt að Grindvíkingar fái betri svör en hingað til frá lánastofnunum varðandi tilslakanir á lánum þeirra. Að öðrum kosti þurfi að bregðast við stöðunni á Alþingi. 20. nóvember 2023 19:51
Frekari aðgerðir fyrir Grindvíkinga til skoðunar Aðgerðir til að koma til móts við Grindvíkinga eru til skoðunar hjá Landsbankanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Samskipti við stjórnvöld um næstu skref séu hafin. 19. nóvember 2023 13:37