Norðurlandamet í rangfærslum án atrennu Stefán Pálsson skrifar 22. nóvember 2023 11:01 Atli Bollason heitir tæplega fertugur maður sem er titlaður fjöllistamaður (e. „multi disciplinary artist“) og munar um minna. Í grein á Vísi í gær, undir titlinum „Takk, Katrín!“ útbýr hann einhvers konar innsetningu þar sem hver staðreyndavillan og rangtúlkunin rekur aðra. Í raun má telja það allnokkurt afrek að hnoða saman pistli sem er jafn alrangur frá fyrsta staf til þess síðasta. Ögrandi list á að kalla á viðbrögð og hér skal gerð tilraun til að leiðrétta sitthvað af því sem fram kom í greininni: Íslensk stjórnvöld tryggðu það að viðsnúningur eftir heimsfaraldur sem lamaði íslenskt atvinnulíf með tilheyrandi afleiðingum fyrir fólkið í landinu varð snarpur. Ísland er eitt af örfáum löndum þar sem kaupmáttur almennings var varðveittur í gegnum heimsfaraldur. Íslensk stjórnvöld hafa ítrekað kallað eftir vopnahléi á Gaza, hvatt til þess að framganga ísraelskra stjórnvalda sé rannsökuð og veitt fé til þeirra rannsókna. Ísland er í hópi stærstu stuðningsaðila mannúðaraðstoðar á Gaza. Það var bæjarstjórnin í Reykjanesbæ sem seldi hlut sinn í HS Orku – en það breytir því ekki að fyrirtækið sinnir almannaþjónustuhlutverki fyrir 30 þúsund manns. Líklega myndi greinarhöfundur óska þess helst að fyrirtækið færi undir hraun svo að hægt sé að virkja fyrir rafmagni og finna heitt vatn annars staðar með tilheyrandi samfélagslegum kostnaði. Valdheimildir lögreglu hafa ekki verið auknar undanfarin ár. Lögum og reglum um skatta hefur verið breytt á undanförnum árum til að tryggja réttlátar skattgreiðslur stóriðjunnar. Fiskeldisgjöld munu hækka nú um áramótin og búið að kynna miklar breytingar á eftirliti með fiskeldi. Auðlindin okkar er grundvöllur stefnumótunar um fiskveiðistjórnunarkerfið þar sem margir hafa tekið þátt – kannski ekki greinarhöfundur en margir aðrir. Kolefnishlutleysi var lögfest á Alþingi 2021. Ísland er eitt af fáum ríkjum sem hefur gert það. Sama ár voru sett lög um hringrásarhagkerfi sem gerir það að verkum að núna erum við loksins farin að endurvinna lífræna úrganginn okkar alls staðar en ekki bara í sumum sveitarfélögum. Ísland er í öðru sæti í heimi þegar kemur rafbílavæðingu. Og vissulega finnst mér gott að það hafi dregið úr einnota plasti en greinilega sakna einhverjir plastpokanna sinna svo mikið að þeir taka ekki eftir neinu öðru sem gert er. Ástæðan fyrir því að meirihluti Alþingis ákvað að skipta fæðingarorlofi jafnt milli beggja foreldra og hafa sex vikur framseljanlegar var að meirihluti Alþingis styður jafnréttismarkmið fæðingarorlofskerfisins og vill tryggja jafna þátttöku foreldra í uppeldi barna sinna og á vinnumarkaði. Og þar er forsætisráðherra vissulega fremst í flokki enda umhugað um jafnrétti kynjanna. Núverandi forsætisráðherra hefur lagt raunverulega vinnu í að skapa sátt um breytingar á stjórnarskrá og lagt fram framsæknar breytingatillögur í þá veru ólíkt flestum öðrum þingmönnum. Upphafi hvalveiðitímabils var frestað enda ekki hægt að bregðast ekki við áliti fagráðs um dýravelferð. Fjárframlög til heilbrigðiskerfisins hafa verið stóraukin í tíð þessarar ríkisstjórnar. Meðal annars hefur heilsugæslan verið stórefld, dregið úr gjöldum á sjúklinga í heilbrigðiskerfinu og loksins ráðist í byggingu nýs Landspítala sem engin ríkisstjórn hafði treyst sér í fram að því. Um þriðjungur nýrra íbúða hefur verið byggður með framlögum ríkisins á undanförnum árum sem er eðlisbreyting á íslenskum húsnæðismarki og til marks um stórauknar félagslegar áherslur í kerfinu. Það hefur verið mörkuð stefna í húsnæðismálum í fyrsta sinn en því miður hefur verið skortur á byggingarhæfum lóðum sem er umhugsunarefni fyrir sveitarfélögin. Fjármagnstekjuskattur hefur verið hækkaður og gjöld í heilbrigðiskerfinu lækkuð með markvissum skrefum allt frá því að núverandi ríkisstjórn tók við. Á Íslandi er tekið á móti hlutfallslega fleiri umsækjendum um alþjóðlega vernd en annars staðar á Norðurlöndum. Mér er sannast sagna til efs að þessar ábendingar muni hafa mikil áhrif á heimsmynd Atla Bollasonar en fyrir skarpari lesendur þessa ágæta vefmiðils er ágætt að hafa staðreyndir á hreinu. Höfundur er varaborgarfulltrúi og félagi Í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Pálsson Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Sjá meira
Atli Bollason heitir tæplega fertugur maður sem er titlaður fjöllistamaður (e. „multi disciplinary artist“) og munar um minna. Í grein á Vísi í gær, undir titlinum „Takk, Katrín!“ útbýr hann einhvers konar innsetningu þar sem hver staðreyndavillan og rangtúlkunin rekur aðra. Í raun má telja það allnokkurt afrek að hnoða saman pistli sem er jafn alrangur frá fyrsta staf til þess síðasta. Ögrandi list á að kalla á viðbrögð og hér skal gerð tilraun til að leiðrétta sitthvað af því sem fram kom í greininni: Íslensk stjórnvöld tryggðu það að viðsnúningur eftir heimsfaraldur sem lamaði íslenskt atvinnulíf með tilheyrandi afleiðingum fyrir fólkið í landinu varð snarpur. Ísland er eitt af örfáum löndum þar sem kaupmáttur almennings var varðveittur í gegnum heimsfaraldur. Íslensk stjórnvöld hafa ítrekað kallað eftir vopnahléi á Gaza, hvatt til þess að framganga ísraelskra stjórnvalda sé rannsökuð og veitt fé til þeirra rannsókna. Ísland er í hópi stærstu stuðningsaðila mannúðaraðstoðar á Gaza. Það var bæjarstjórnin í Reykjanesbæ sem seldi hlut sinn í HS Orku – en það breytir því ekki að fyrirtækið sinnir almannaþjónustuhlutverki fyrir 30 þúsund manns. Líklega myndi greinarhöfundur óska þess helst að fyrirtækið færi undir hraun svo að hægt sé að virkja fyrir rafmagni og finna heitt vatn annars staðar með tilheyrandi samfélagslegum kostnaði. Valdheimildir lögreglu hafa ekki verið auknar undanfarin ár. Lögum og reglum um skatta hefur verið breytt á undanförnum árum til að tryggja réttlátar skattgreiðslur stóriðjunnar. Fiskeldisgjöld munu hækka nú um áramótin og búið að kynna miklar breytingar á eftirliti með fiskeldi. Auðlindin okkar er grundvöllur stefnumótunar um fiskveiðistjórnunarkerfið þar sem margir hafa tekið þátt – kannski ekki greinarhöfundur en margir aðrir. Kolefnishlutleysi var lögfest á Alþingi 2021. Ísland er eitt af fáum ríkjum sem hefur gert það. Sama ár voru sett lög um hringrásarhagkerfi sem gerir það að verkum að núna erum við loksins farin að endurvinna lífræna úrganginn okkar alls staðar en ekki bara í sumum sveitarfélögum. Ísland er í öðru sæti í heimi þegar kemur rafbílavæðingu. Og vissulega finnst mér gott að það hafi dregið úr einnota plasti en greinilega sakna einhverjir plastpokanna sinna svo mikið að þeir taka ekki eftir neinu öðru sem gert er. Ástæðan fyrir því að meirihluti Alþingis ákvað að skipta fæðingarorlofi jafnt milli beggja foreldra og hafa sex vikur framseljanlegar var að meirihluti Alþingis styður jafnréttismarkmið fæðingarorlofskerfisins og vill tryggja jafna þátttöku foreldra í uppeldi barna sinna og á vinnumarkaði. Og þar er forsætisráðherra vissulega fremst í flokki enda umhugað um jafnrétti kynjanna. Núverandi forsætisráðherra hefur lagt raunverulega vinnu í að skapa sátt um breytingar á stjórnarskrá og lagt fram framsæknar breytingatillögur í þá veru ólíkt flestum öðrum þingmönnum. Upphafi hvalveiðitímabils var frestað enda ekki hægt að bregðast ekki við áliti fagráðs um dýravelferð. Fjárframlög til heilbrigðiskerfisins hafa verið stóraukin í tíð þessarar ríkisstjórnar. Meðal annars hefur heilsugæslan verið stórefld, dregið úr gjöldum á sjúklinga í heilbrigðiskerfinu og loksins ráðist í byggingu nýs Landspítala sem engin ríkisstjórn hafði treyst sér í fram að því. Um þriðjungur nýrra íbúða hefur verið byggður með framlögum ríkisins á undanförnum árum sem er eðlisbreyting á íslenskum húsnæðismarki og til marks um stórauknar félagslegar áherslur í kerfinu. Það hefur verið mörkuð stefna í húsnæðismálum í fyrsta sinn en því miður hefur verið skortur á byggingarhæfum lóðum sem er umhugsunarefni fyrir sveitarfélögin. Fjármagnstekjuskattur hefur verið hækkaður og gjöld í heilbrigðiskerfinu lækkuð með markvissum skrefum allt frá því að núverandi ríkisstjórn tók við. Á Íslandi er tekið á móti hlutfallslega fleiri umsækjendum um alþjóðlega vernd en annars staðar á Norðurlöndum. Mér er sannast sagna til efs að þessar ábendingar muni hafa mikil áhrif á heimsmynd Atla Bollasonar en fyrir skarpari lesendur þessa ágæta vefmiðils er ágætt að hafa staðreyndir á hreinu. Höfundur er varaborgarfulltrúi og félagi Í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun